Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1950, Blaðsíða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1950, Blaðsíða 16
Síldveiðimenn og ljóðagerð 3. Hrakfallabálkur. En ekki bætti það úr skák. Urðum við fyrir ýmsu, er á sjó getur hent, en sama síldarleysið. Höfundi Síldarseiðs var óspart strítt með því og gerði þá einn hásetinn Hrakfallabálk. Atburðir eru ekki ýktir, en sumt skeði eftir að höfundur var farinn af skipinu og bætti hann þá því inn í, svo að ekkert vantaði af hrakföllunum. Hrakfallabálkur. Matthías kvað, lcvað, köllum viö heiðið þaö. Sjalfur vildi upp seiða síldina1 og hana veiða. Að ákalla útdauð goð, sem engum gefa í soð, fávíslegt finnst það öllum fiskimönnum á döllum. Er vélanna vinnuafl voldugt klauf hrannarskafl, fannst mönnum flest þeir gætu, fjandann þó að þeir blætu. Þetta allt sýnir sig, sem eigi furðar mig. Síld engri síðan náum í sjóinn er kastað fámm. Hrakföll hér hafa skeð, hættur og fleira með. í rytjur rifnaði nótin. reyndar félckst á því bótin. Slefarinn slitnaði, slíkt köllum volæði. Þórður með þanka hreinum, þá gat forðað oss meinum. Eldur kom upp í bát —á því skal hafa gát — Þórarinn þá gat bjargað, því var svo litlu fargað. Sama dag og seglið brann, sá er lyktina fann afstýrði öllum vanda, upp þaut til fóta' og handa. Stefnið steytti á slcer, strákjölur undan fer. Á skip kom lítill leki, losnaði ei okkar dreki. Á FRÍVI Sæbjörg oss send var þá, — í sjótjóni‘ er hjálp að fá. Út dró olckur af skeri, enginn maður þó réri. Maður fór fyrir borð, félck ekki sagt eitt orð. Aftur af stefni stökk hann, stjórnborðamegin sölck ’hann. Upp kemur aftur þó, andann mjög þungt ’ann dró. Bjargaðist upp i bátinn, Betti var ekki látinn. Af akkeri fór ein flaug, — fram hjá öll hætta smaug. Annað stórt út var látið, ei var á drengjum fátið. Taugin í sundur söng, sem var þó nokkuð löng. Með keðju þá festu fengu, fræknlega að öllu gengu. En þá var úfinn sjór, út fyrir Nesið fór flotinn með feikna hraða, fundu enga síld vaða. Snerum snögglega við, sneiddum ei út á mið. Akkeri út við settum inni á sjónum sléttum. í lagi nú liggjum vér, líkar það ekJd mér. Á síldveiði sjálfsagt hyggjum, en sofum, étum og liggjum. Óskin mín ein er sú: Aflétt sé goðatrú. Á okkar guð einan heitum, öðrum goðum afneitum. 126 V I K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.