Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1950, Blaðsíða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1950, Blaðsíða 17
&TINNI Hrakföll öll hætta þá, héSan af munum fá síld, ef í sjóinn köstum, Siglufjar'ðar á vöstum. Þá slculum þakka allt, því að lánið er valt. Höpp e?'ií heimsins gæði. Hér endar þetta kvæði. Valdimar Össurarson. 4. Kappkvœöi. Á skipinu var ekki V. C. Var notaður gamall alum- ínumpottur. Skipstjóri sökkti í fötu til þess að ná í sjó, en missti hana. Hún sökk. Pottinn missti hann í sama sinn, en hann flaut. Tveir hásetar voru í bátum. Það tókst að ná í pottinn, þótt öðruvísi sé sagt frá í kvæðinu. Höfundur gerði það á næstu kojuvakt og hafði fyrir borð kojuloftið uppi yfir sér. Las hann kvæðið upp í lúkar á næstu vakt fyrir skipstjóra og hásetum. Flestir bragir, sem ortir voru á vertíðinni, voru lesnir upp og þótti að því góð skemmtun. Aðrir bátar eltu hann líka, enginn hefur keþpni séð slíka. En koppurinn, hann kunni að goppa og kaldar yfir öldurnar skoppa. Af öðrum þjóðum — fley — mörg og fögur, — sem fært mun verða’ í annála og sögur — stíma’ á hann með sterkasta hraða, sem stórhveli i hrönnum fram vaða. Fæstir hafa flota séð slíkan, né fundið annan kopp þessum líkan. Hann alla sneri af sér að bragði, og öllum skipum fram hjá hann lagði. En Rússar lágu i lægi’ inn í firði, og löng trúi’ ég biðin þeim yrði. Þeir léttu þó upp akkeri i tíma og út á sjóinn fóru að stima. En koppurinn þá kom fyrir 'Nesið og kom þeim alveg beint upp i fésið, og auralykt þá af honum lagði, hann eflaust var með peningabragði. Þeir létu koppinn fram hjá sér fara, þvi flestir kunna’ i eld sinn að skara. Og ágwndin í blóðið er borin og blessuð sé því síldin og forin. En Rússar fyrir Langanes leggja og lika tókst þeim hina að eggja, að hætta við að hugsa um koppinn, því hann væri nú hvort sem er sloppinn. Kappkvæði. (Ort í síldarleysi á síldveiðum). Kapteinninn, hann koppinn út missti, á köldum sjónum trúi’ ég hann gisti. Fór þá mjög að fara um hina, fóru þeir um bátana’ að tina. Tafarlaust þeir tóku til ára, tók þá mjög í lófana sára. Hrópuðu með hávaða’ og köllum: „Herðum okkur nú með balcföllum“. En koppurinn, hann kunni á því lagið, að kringsóla var hans bezta fagið. Hann sneri upp á snjöllustu drengi og sneiddi hjá þeim vel bæði og lengi. Kapteinninn, hann kúplaði saman, kárna fór nú heldur það gaman. Vélbátui-inn fossandi freyddi, en fram hjá honum koppurinn sneiddi. Og síldin óð frá Gei'pi að Gnúpi. Og glaður held ég á henni súpi, er síldarvertíð sér fyrir enda. í Sovét mun þá koppurinn lenda. Valdimar Össurarson. Stökur. 1. Var nýkominn á vakt um sólaruppkomu, langt norðvestur af Lauganesi. Skyggni ágætt. 2. Sigldum inn á Siglufjörð með fyrstu veiði í norð- an hvassviðri og ágjöfum. Það er stilla um þennan sjó, því hann gyllir sólin, er hún hyllir auðn og mó átta milli og bólin. —o— Sigldum bát um saltan mar sungið gátu strengir. Ekkert fát á fingnim var, fimir kátir drengir. VÍKINGUR 127

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.