Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1950, Blaðsíða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1950, Blaðsíða 20
sknli gera sér að leik, eða var það klaufaskapur, að rifta samningum, sem náðust fyrir einu ári milli tveggja stétta þegnanna, eftir langa stöðv- un stórvirkustu framleiðslutækja landsmanna, svo að til stórvandræða horfir, án þess þá að reifa málið eða gera á annan hátt grein fyrir, svo almenningi sé ljóst, að gert hafi verið ráð fyrir óhjákvæmilegum afleiðingum. En eins og gengið var frá þessu atriði laganna, er afsakan- legt, að virðing almennings fyrir æðstu stofnun ríkisins og þeim mönnum, sem þar eru að starfi fer minnkandi. Og má hún víst varla við slíku, eftir ummælum eins fyrrverandi þingmanns og ráðherra, í útvarpsræðu, fyrir nokkrum árum. Ég hef persónulega aldrei skilið og skil ekki enn, hvernig hægt er að ætlast til, að sjóverlui- menn — sem kallaðir eru hetjur hafsins á tylli- dögum, þegar þeir eru dauðir — geri sig ánægða með verri kjör, en aðrar vinnandi stéttir þjóð- félagsins. En svo hefur það ætíð verið þau tíma- bil. sem ekki hefur þurft að óttast limlesting eða dauða af mannavöldum, þ. e. á friðartímum. Ég geri hér svolítinn samanburð á tímakaupi sjóverkamanns og landverkamanns, sem er víst ekki ofsæll af launum sínum. Þessi samanburður er ekki tæmandi, en hann sýnir þó í stórum dráttum misræmið. Tímakaup landverkamanns í almennri vinnu í apríl 1950. Dagvinna í Reykjavík kr. 9.24. Sé miðað við 8 klst. vinnu á dag kr. 73.92. Ef gert er ráð fyrir jafnlöngum vinnutíma og sjóverkamaður verður að vinna, bætast við 8 klst. næturvinna. Næturvinna í Reykjavík í apríl 1950 kr. 18.86 í 8 klst. Kr. 150.88. Samanlagt fyrir 16 klst. vinnu kr. 224.80. Með öðrum orðum, ber sjó- veerkamcmni, eigi hann a'ð hafa sömu laun og landverlcamaður, kr. 22U.80 á dag. Ég veit, að sjómenn gera sig ánægða með þessi laun. Jafnvel þótt fæðið, sem þeir hafa frítt, en orðið er nokkuð misjafnt að gæðum, og reiknað er háu verði í samningum, sé dregið frá. Hér er ekki reiknaður út sá mismunur, sem er á fatasliti sjóverkamanns og þess, sem í landi vinnur, en allir vita, að sjómaðurinn þarf mildu meiri og dýrari vinnu- og hlífðarföt en aðrir verkamenn. Fataslit sjómanna er ótrúlega mik- ið, sérstaklega á dýrustu flíkunum, svo sem sjó- stakki, stígvélum og vetlingum. Nei, ég sleppi því. Og ég sleppi einnig í þetta sinn svo mörgu öðru, sem vert væri að minna á, þar á meðal því, sem sjóverkamaðurinn fer á mis við í líf- inu og erfitt væri að reikna til peningaverðs. En það er að sjálfsögðu svo margt, að langt yrði upp að telja. Þó ekki væri minnst á annað en það, sem öllum landsmönnum finnst svo sjálf- sagðir hlutir, að þeir veita því ekki einu sinni athygli, að þeir njóta þeirra. Enda eðlilegt vegna þess að þar á meðal eru margar frumstæðustu kröfur lifandi vera. — En ekki er víst nema ég finni síðar ástæðu til að minnast lítillega á þá hluti. Því þeir eru of margir, sem ekki hafa gert sér það eins ljóst og skyldi. Að lokum þetta: Þegar talað hefur verið um kjör sjómanna opinberlega, hefur það oft heyrzt og enginn mótmælt, að sjómönnum beri hærri laun en landmönnum. — Meðal annars til þess, að lokka menn til að taka þessi lífsnauðsynlegu störf fram yfir aðra atvinnu. En hvaða laun þeim ber hefi ég aldrei heyrt stungið uppá, nema hjá vilhöllum dómurum við samninga- borðið. 7. maí 1950 M. Jensson. Minningarorð: Gudmunclur B jörnsson Þann 13. febrúar var til moldar borinn frá Siglufjarðarkirkju, Guðmundur Björnsson, vélstjóri frá Vík í Héðinsfirði. Guðmundur heitinn lézt að heimilu sínu, Vetrarbraut 15, þann 8. febrúar. Guðmundur Björnsson var dá- inn. Maðurinn, sem ég talaði við fyrir tveim dögum fullfrískan og glaðværan, en svo var hann ávallt, var nú lagstur til hinztu hvíldar. Dauðinn gerir ekki boð á undan sér. Svo snöggt kom kallið, að mig setti hljóðan er ég heyrði fráfall Guðmundar heitins. Fyrstu kynni mín við Guðmund heitinn urðu, er hann var véla- maður á m.b. Kristjönu frá Ólafsfirði með hinum velkunna og ágæta skipstjóra Ásgrími Sigurðssyni. En með þeim skipstjóra var Guð- mundur heitinn ávallt í skipsrúmi fram á síð- ustu daga. Guðmundur heitinn var vel virtur af sínum mörgu starfsbræðrum, og öllum sínum mörgu og góðu vinum. Fram á síðustu stund starfaði hann hjá útgerðafélaginu Sædísi á skipi þess, Sigurði, sem annar mótoristi. Guð- mundur heitinn var hæglátur og skemmtilegur starfsfélagi. Ég var svo lánsamur að fá að starfa með Guðmundi heitnum á síðastliðnu ári. En starfstími okkar var of stuttur. Nú ertu horfinn: En minningin geymist um góðan vin. Um leið og ég kveð þig með þessum fátæku orðum, votta ég aðstandendum þínum dýpstu samúð mína. Megi minningin um góðan dreng græða sár ættingja og vina. Blessuð sé minning þín. G. VÍKINGUR 13D

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.