Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1950, Blaðsíða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1950, Blaðsíða 22
einnig vera góð togmið. Þá sagði Þórður Guð- mundi frá einhverju bezta fiskimiði Banda- ríkjamanna, vestanvert við Djúpið, alveg úti í kanti. En þau tormerki kvað hann á,- að þarna væri sennilega frekar slæmur botn, mikill straumur og illviðrasamt. Það dróst til 1915 að Guðmundur reyndi þetta mið, og þegar hann reyndi það, aflaði hann raunar vel, en ekki reyndi hann þar aftur fyrr en 1921 á hinum nýja og glæsilega togara „Þórólfi“ Kveldúlfs. En þá hitti hann strax á mokafla, og síðan hefur Halinn verið eitthvert auðugasta og aflasælasta fiskimið togaraflot- ans. Er það Ijóst af frásögn Guðmundar, hversu mikils hann metur minni Þórðar og glögg- skyggni. Þórður var meir í siglingum en títt var um íslenzka skútumenn. Var hann með Markúsi Bjarnasyni á kútter „Margréti", þegar Mai-kús sigldi hann til Spánar, svo sem frá er sagt í fyrsta hefti Sjómannsins 1939 \og frægt er orðið. En 1910 réðst hann stýrimaður hjá Árna I-Iannessyni á norskan galeas, „Línu“ að nafni, sem strandað hafði við Borgarnes en var náð út lítt skemmdum. Þetta mikla skip hafði verið skírt upp og nefndist nú „Áróra“, og var mein- ingin að sigla því til Noregs með brotajárn en taka aftur timbur. Gekk ferðin sæmiíega til Fredriksstad, en á heimleiðinni hlutu þeir and- byr mikinn og urðu að fleygja talsverðu af dekkfarminum útbyrðis. Verra var þó, að þeir misstu mann í Noregi og urðu ekki nema fjórir eftir til heimferðar, og þar við bættist að skip- stjóri tók sótt í hafi og lá lengi í koju. Voru þeir fimm vikur frá Fredrikstad til Reykja- víkur, þar af tvær vikur frá því að þeir sáu land við Meðalland. Frá þessari ferð hefur Þórður sagt í Sjómanninum, jólablaðinu 1939. Þórði er svo lýst, að hann var meðalmaður á hæð, nokkuð þéttvaxinn, ljós yfirlitum og snemma þunnhærður. Prúðmannlegur var hann og næsta hlédrægur í landi en öruggur til allra athafna og aðsópsmaður á sjó. Hann var stór- vel gefinn maður, skýr og skilmerkilegur, enda leyndi sér ekki sjómannsbragurinn við nánari kynningu. Hann var mjög svipaður Stephani G. að öllu yfirbragði og kappsamur eins og hann til allra starfa. B. G. Ungir sjómenn Sjómennirnir ungu og luöan. Sumarið 1947 vann ég sem oftar við lönd- unina í síldarverksmiðjunni á Raufarhöfn, skemmtilegasta kauptúni á Islandi. Þegar maður var nýkominn á morgunvaktina; sá maður venjulega litla, græna trillu skríða greitt út höfnina, ef gott var veður. Skipverjar voru þrír, Önundur Kristjánsson, skipstjóri, 14 ára, Einar Indriðason, vélstjóri, 13 ára og Sigurður Sig- urðsson. 15 ára, háseti. Að aflíðandi degi komu þeir að landi, oft með hlaðinn bát. Þetta var þriðja sumarvertíðin, sem þeir þremenningar stunduðu sjóinn saman. Einn dag drógu þeir að sér athygli þorpsbúa í óvenju ríku mæli. Þá höfðu þeir veitt eina hina stærstu lúðu, sem menn höfðu séð þar um slóðir. Þeir höfðu verið á skaki skammt undan landi, og allt í einu var tekið heldur rösklega í færi vélstjórans, Einars Indriðasonar. Hann byrjaði að draga, en drátturinn sóttist heldur seint. Þegar hann hafði dregið nokkra faðma, varð hann að gefa út færið aftur, þangað til heldur létti á. Þá halaði hann aftur inn nokkra faðma, og þannig koll af kolli, þangað til veiðin kom loksins í ljós utan við borðstokkinn: Hátt í þriggja álna löng lúða og eftir því breið og þykk. Nú var eftir vandinn meiri: Að innbyrða þetta ferlíki. Vísast var, að það snéri sig af króknum og ífærunni, ef reynt væri að innbyrða það lifandi. Því var að vinna á skepnunni með einhverjum ráðum fyrst. Og þeim varð ekki skotaskuld úr því. Þeir höfðu með sér hagla- V í K l N □ u R 132

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.