Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1950, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1950, Blaðsíða 26
fljótt. Það getur einnig verið, að bilið á milli kambsins og rúllunnar sé of stórt, kamburinn getur verið slitinn, en ef þetta bil er minnkað, verður að gæta þess, að rúll- an snerti ekki hinn kringlótta óslitna hluta kambsins, og er því nauðsynlegt, að slípa hinn óslitna hluta kambs- ins. Kambarnir á nýjum mótor eru oftast hertir, svo þeir eiga ekki að geta slitnað að neinu ráði. 21. mynd. Rannsókn línuritanna. Nú hafa verið nefndir hinir algengu gallar, en þeir geta auðvitað verið miklu fleiri. Stundum sýnir sama línurit fleiri en einn galla og það gerir auðvitað rann- sóknina mun flóknari, og erfiðara er að leiða gallana í ljós. Við rannsókn línuritanna er bezt að byrja á eftirfarandi hátt: 1. Rannsaka skal fyrst þjöppunarlínuna, og taka vel eftir hvort hún lyftir sér eðlilega frá andrúms- loftslínunni, ef svo er ekki, getur ástæðan verið að línuritaskífan er ekki rétt stillt, slit í hreyfi- örmum skrifnálarinnar, eða óþétt bulla eða út- blástursloki. Síðastnefndan galla er hægt að finna á þann hátt, að opnaður er reynsluloki á útblást- urspípu viðkomandi strokks. Ef útblásturslokinn er óþéttur, mun greinilega heyrast gegnum reyni- lokann þegar eldsneytislokinn opnast. Þessi galli kemur einnig í ljós á þann hátt, að útblástursgasið er of heitt. Ef þjöppunarlínan lyftist snöggt frá andrúmsloftslínunni, bendir það á, að of mikil mót- staða er milli bullu og strokks í línuritaranum. 2. Mæla þjöppunarþrýstinginn: Ef hann er of lág- ur, getur orsökin verið einn hinna fyrrnefndu galla, eða þjöppunarrúmið er of stórt vegna slits í legum. Ef þrýstingurinn er of lágur í öllum strokkunum, getur það stafað frá lágum loftþrýstingi (baró- meter standen), það má minnast þess, að aðeins 30 mm. kvikasilfurssúla orsakar breytingu á þjöpp- unarþrýstingnum um 1 ato. Við þrýstihlaðinn f jór- gengismótor eða tvígengismótor verður auðvitað að taka tillit til þrýstingsins í strokknum við byrjun þjappslagsins. 3. Rannsaka kveikju augnablikið á tog eða „færðu til“ línuriti. Mæla hámarks þrýsting í strokknum. Fljót kveikja orsakar háan þrýsting. 4. Rannsaka skal brunalínuna á tog eða „færðu til“ línuriti. Ef toppur hennar er flatur, hefur gorm- urinn, sem notaður var, verið of linur. Ef línan er ójöfn, getur orsök þess verið ófullkomin brennsla vegna óþétts eldsneytisloka, lokinn er koksaður eða loftmagnið er of lítið vegna galla á þjöppuninni. 5. 6. Ef vatn er í eldsneytisolíunni, verður brunalínan einnig ójöfn. Rannsókn á útþenslulínunni. Hún getur verið ójöfn vegna eftirbrennslu eða titrings í línuritagorm- inum. Ef ójöfnurnar á línunni hafa skörp hom, er bullan of stíf í línuritanum. Ef snúran er löng og titrar þess vegna, verður útþenslulínan einnig ójöfn. Rannsaka skal útblásturs- og soglínurnar, og ef nauðsynlegt er, á línuriti, sem tekið er með linum gormi. Mæla skal þrýstinginn við byrjun útblásturs og bera hann saman við þrýstinginn frá hinum strokkunum. Þrýstingurinn er háður álaginu. (Niðurlag næst.) 1 A. G. SVAR VIÐ ATHUGASEMD Vegna athugasemdar, sem birtist í dagblöðum bæj- arins í sambandi við síðasta þing Slysavarnarfélags íslands og kom frá slysavarnardeildinni „Björg“, Eyrar- bakka, sneri Sjómannablaðið Víkingur sér til Veður- stofnunnar og spurðist fyrir um ástæðuna fyrir þessari áðurnefndri athugasemd. Veðurstofan upplýsti, að jarð- strengur sá, sem tengdi flugturninn, (en þangað flutti Veðurstofan veðurþjónustu sína á s.l. vetri), við bæjar- símakerfið er mjög úr sér geginn enda settur upp til bráðabirgða á hernámsárunum. Má búast við vaxandi truflunum á birtingu veður- fregna unz nýr jarðstrengur verður lagður, en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hlutaðeigandi aðila til þess að koma þessu í lag hefir það eigi tekizt vegna gjald- eyrisvandræðanna. ÝMISLEGT Um það bil 90% af öllu fiskimagni, sem veitt er í heiminum, er veitt í Norður-Atlantshafi og Norðursjó. og er af ýmsum talið, að þar sé gengið næri stofninum sem hann þolir. Dr. Kask, sem er einn af fremstu fiski- málasérfræðingum sameinuðu þjóðanna (FAO), hefir bent á það á ráðstefnu vísindamanna á þessu sviði, er haldin var á Nýja Sjálandi, að Kyrrahafið, sem er stærst úthafanna, sé svo að segja alveg ónotfært við fiskveiði. Benti hann t. d. á, að selastofn sá, sem hefst við í Ber- ingshafinu, éti fjórum sinnum meira af fiski á hverju ári, heldur en það, sem veitt er á sama tíma í Kyrra- hafinu. Sakir 'pappírserfiðleika er blaðið í minna lagi að þessu sinni. Margvíslegt efni bíður því næsta blaðs, þar á meðal fréttayfirlit síðustu mánaða o. fl. 136 VIKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.