Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1950, Blaðsíða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1950, Blaðsíða 9
Hugleiðingar siómanns Ef maður fer að hugleiða af hverju allir þeir erfiðleikar stafa sem við eigum nú við að stríða eftir hina gróðamiklu (feitu) stríðsár, þá vakn- ar óumflýjanleg sú hugsun hjá okkur hvort okkur raunverulega vantar ekki eitthvað — og þá hvað? Jú sannleikurinn er sá, að þegar við förum að kryfja málið til mergjar, komumst við óumflýjanlega að þeirri niðurstöðu að það muni vera skipulagsgáfan, sem við höfum því miður allt of lítið af og sú vöntun hefir kostað okkur bæði erfiðleika og ómetanlegt efnahags- legt tjón. Dæmin þessu til sönnunar eru ótæm- andi og vil ég aðeins taka fáein, og þá fyrst þau, sem beinlínis snerta sjómannastéttina. Þá er nú fyrst að nefna það frámunalega skipulagsleysi sem átt hefur sér stað með inn- kaup á mótorvélum í fiskibáta. Undanfarin ár hafa verið fluttar inn ótal tegundir af vélum. Hvaða heildsalaskussi sem er og hefur getað krækt sér í umboð, hefur selt vélar, og meir að segja án þess að krafist væri af honum að hann hefði þau varastykki fyrir hendi, sem nauð- synlegust eru. Þess vegna er nú komið svo, að fjöldi fiskibáta liggja með bilaðar vélar víðs- vegar um land, vertíðin töpuð og litlar líkur fyrir því að úr rætist. Þarna á þessu eina sviði hefur þjóðarbúið orðið fyrir tilfinnanlegu tjóni, og ég tala nú ekki um hina fátæku smáútgerðar- menn. Ætli það hefði nú ekki verið öllu hyggi- legra að skipuleggja þessi vélainnkaup t. d. þannig, að aðeins hefði verið leyfður innflutn- ingur á tveimur eða þremur beztu tegundunum af vélum og þeim hefði verið séð fyrir nægum varastykkjum. Ef við snúum okkur nú að nýsköpuninni, þá skyldi maður nú ætla, að skipulagsgáfan hefði látið á.sér bera þar, ef hún á annað borð hefði verið fyrir hendi, en því miður, hennar varð ekki vart. Hinir svokölluðu Svíþjóðarbátar reyndust þegar til kom bæði of litlir og of stórir, sem sagt of stórir til að stunda línuveiðar og of litlir til að stunda síldveiðar, og nú eru flestir þessir mislukkuðu ^átar látnir stunda botn- vörpuveiðar og eru á hraðri leið með að eyði- leggja öll fiskimið við strendur landsins. „Þann- ig fór með sjóferð þá“. Á undanförnum árum hafa verið byggðar fjölmargar fiskimjölsverksmiðjur í verstöðvum í kringum landið, þessar verksmiðjur hafa all- flestar gefið góðan arð, því fiskimjöl er einhver verðmætasta útflutningsvara okkar, allar þessar verksmiðjur hafa, ef að líkum lætur, kostað stórfé, því nú byggjum við íslendingar ekki nema úr steini (Beton) en ég var að hug- leiða hvort ekki hefði verið hyggilegra að byggja fljótandi verksmiðju, sem svo í rólegheitum hefði synt milli verstöðvanna til að mala gjald- eyri úr fiskúrganginum, en þetta væri kannski hægt að einhverju leyti ennþá. Á síðastliðinni vertíð var fleygt í sjóinn eða varð að litlu gagni kynstrin öll af fiskúrgangi á fjölda smáver- stöðva, svo sem Hornafirði, Djúpavogi, Stöðv- arfirði, Grundarfirði o. fl. stöðum. Við höfum ekki efni á því að.fleygja verðmæti í sjóinn eins og sakir standa nú, ekki sízt þar sem um gjald- eyri er að ræða, ég leyfi mér því að stinga upp á að gamla Súðin verði enn á ný tekin í notkun, í hana verði látin lítil fiskimjölsverk- smiðja og hún svo látin synda á milli hinna smáu verstöðva og mala fyrir okkur gjaldeyri. Án efa myndi hún skila meiri gróða en í Græn- landsleiðangrinum fræga. Ég hefi oft verið að hugleiða, og það hafa sjálfsagt fleiri gert, að það muni hljóta að kosta þjóðina stórar fjárfúlgur hvernig dreif- ingu neyzluolíu til fiskiflotans er hagað, því þar held ég að skipulagsleysið sé í algleymingi. Eins og nú er, standa að þessu þrjú félög, og þar eru hvorki sparaðir kraftar né átök til að hagnast sem mest. „Þar otar hver sínum tota“ og hver borgar? íslenzka þjóðin lifir mestmegnis á fisk- veiðum, flotinn þarf því á olíu að halda og sú breyting verður að komast á að það verði ríkisvaldið, og það eitt, sem sér um dreif- ingu olíunnar, þar eiga engir braskarar að komast að. Og að endingu þetta: Táknræn dæmi um skipulagsleysi höfum við ávallt fyrir augunum hér í Reykjavík. Þegar hin myndarlega bygging, V í K I N G U R 209

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.