Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1950, Blaðsíða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1950, Blaðsíða 10
Norski síldveiðiflotinn í norska fiskveiðiblaðinu „Fiskaren" í marz s.l. er útdráttur úr útvarpserindi, er Klaus Sunnanaa hafði þá nýlega flutt um þróun síld- veiða Norðmanna síðastliðin 50 ár, og segir þar m.a.: Árið 1905 var heildarsíldveiði Norðmanna 325.000 ton, en síðastliðið vor var hún rúmlega 1 milj. tonn. Heildarmagnið af veiddri síld og öðrum fiski hefir farið stöðugt vaxandi síðastliðin 50 ár. Fiskaflinn við Lofoten hefir verið mjög misjafn, en náði hámarki árið 1947, en þá fiskuðust um 47 millj. þorskar. Vetrar-síld- veiðimagnið hefir hinsvegar farið stígandi jafnt og þétt síðan um aldamót. Sunnanaa benti einig á hve mikla þýðingu vélamar í bátana hefði haft fyrir veiðamar. Fyrstu vélarnar komu skömmu fyrir aldamótin, en það leið nokkuð langur tími þar til þær urðu það. gangvissar að þær væru teknar almennt í notkun. Það er fyrst í kringum 1918—’20 að segja mátti að vélanotkunin væri búin að ná fullkomlega almennu gildi. Um 1920 voru einnig gufuvélarnar orðnar almennt á hámarki. Á árunum 1935-37 voru gufuknúin skip við fiskveiðar alls 370. Seglskipunum hefir jafnt og stöðugt fækkað og horfið úr sögunni, og gufu- vélarnar eru nú að víkja fyrir mótorvélunum. Nú sem stendur eru eftir 150 gufuskip sem stunda veiðar, en þess í stað hefir skipum með mótorvélar fjölgað mjög mikið. Norðmenn hafa nú við fiskveiðar 12.500 dekkbáta með mótor- vélum, og 19.000 opna vélbáta. Síldveiðiflotinn getur stært sig af mestu framþróuninni, með nýtísku útbúnaði á allan sjómannaskólinn, var fullgerður, var lítið eða ekkert farið að byggja á hæðinni í kring. En nú, er búið að byggja þarna ótal verksmiðjur, mjólkurstöð og fl. og fl., heildarsvipurinn á hæðinni og útsýnið til byggingarinnar eyðilögð, í stað þess að hefðu verið byggð þarna aðeins íbúðarhús, hefði verið þarna fagurt til að sjá og byggingin notið sín að fullu. Guðm. Gíslason. hátt, og er talinn vera að verðmæti um 145 miljónir króna. Áætlað virðingarverð skipanna með nauðsynlegum útbúnaði er ca. 100 miljónir sem skiftast þannig að 60 milj. er áætlað verð- mæti herpinótaveiðiskipanna, og 40 milj. kr. reknetanna. Áætlað verð herpinótanna sjálfra er 15 millj. kr., reknetanna og annara netja 18 millj. kr. og tóg o. fl. 6 millj. kr. Verðmæti dýptarmælanna er um 3,5 milj. kr., móttökutæki og sendistöðvar fyrir ca. 2,5 milj. kr. Þessar upplýsingar eru byggðar á áætlunum sem gerðar voru á síldveiðiflotanum 1948, en síðar hafa verið sannprófaðar. Á síldveiði- flota Norðmanna starfa um 20.000 manns. Sunnanaa ræddi einnig um félagslega upp- byggingu og stjórn fiskveiðimálanna, hafrann- sóknimar, félagssamtök sjómannanna, og hinar f járhagslegu stofnanir sjávarútvegsins, og benti á hve mikilsvirðandi þetta væri fyrir fiskveið- amar í heild og þá, sem við þær störfuðu. Áður fyrri, sagði hann, voru fiskimennimir fátækir, lítilsmegnugir einstaklingar sem ekki gátu eða þorðu að leita réttar síns, og ekki höfðu skilning á hve starf þeirra var mikilvægt fyrir þjóð- félagið. En í dag eru fiskimennirnir tillögu- bærir um allt sem viðkemur starfi þeirra og fiskveiðunum. Þetta hefir á engan hátt orðið einstaklingsframtakinu innan sjávarútvegsins til trafala, heldur stutt að viðgangi hans og velferð. Lanslega þýtt Halldór J. £mœlki Vinnumáðurinn: — Ég verð að krefjast þess, hús- bóndi góður, að fá dálitla launahækkun hjá yður. Húsbóndinn: — Já, það getið þér fengið. Vinnumaðurinn: — Og svo þyrfti ég að fá styttan vinnutímann. Húsbóndinn: — Hvers vegna? VinrmmaSurinn: — Til þess#að ég hafi nógan tíma til þess að eyða laununum. 21D V í K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.