Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1950, Blaðsíða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1950, Blaðsíða 16
ski var þetta líka íerðin þegar skipið brotnaði í spón á blindskeri í Kóralhafinu og áhöfnin komst við illan leik uppá eyju eina þar sem íbúarnir gerðu sér ekki nýtízkulegri hugmyndir Hilarius. um hvíta kynstofninn en að hann væri allur einsog hann legði sig sjóræningjar og annað þesskonar miður eftirsóknarvert fólk með rýting í hverri ermi. Svo mikið er víst, að sitt af hverju óhversdagslegt gerðist í þessari ferð, — enda varla við öðru að búast af skipi er hafði sjó- mann frá íslandi innanborðs. I bandarískri borg, þar sem skipið hafði eitt sinn viðkomu — mig minnir það væri Char- leston í Suður-Karólínu — létu þeir félagarnir taka af sér nokkrar myndir til minningar um samveruna. Gestgjafi okkar léði mér mynd af Hilaríusi, og birti ég hana með þessari grein. Væri fróðlegt að vita hvort einhver lesandinn gæti ekki gefið nánari upplýsingar um þennan víðförla landa okkar. Já, hver veit nema hann verði sjálfur til að gera það? * * ' * Húsmóðirin á heimilinu var allmörgum árum yngri bónda sínum, Ijóshærð og góðleg á svip og fámál, og þegar við vöknuðum á morgnana heyrðist hún raula fyrir munni sér útí eld- húsinu. Það voru viðfelldin lög, hæg og hljóðlát einsog dyggðir manneðlisins, höfðu ekkert á- kveðið upphaf, og ekki heldur neinn ákveðinn endi, frekaren dyggðir manneðlisins, sams- konar tempruð og ívið angurvær lög einsog hin eilífa rödd konunnar heyrðist oft raula í kvikmyndinni um Dittu mannsbarn eftir Andersen-Nexö. Hún hafði skapað þetta heimili á sama hátt og öll sönn listaverk eru sköpuð. Hún hafði skapað það úr efniviði hjarta síns. I hverjum krók og kima þess skynjaði maður fórnfýsi, umhyggjusemi og þolinmæði, hið sanna kven- eðli í allri sinni hljóðlátu dýrð, hjartalag höf- undarins. Þó maður hefði komið hingað ókunn- ugur inn þegar enginn var heima, hefði maður getað sagt sér með fullri vissu, hverskonar manneskja húsmóðirin væri. Og hvernig gat slík kona verið manni sínum annað en hin fullkomna eiginkona? — Þegar hann þurfti að fara frammí vinnustofuna til að sauma seglin á þau skip sem nú ristu öldur heimshafanna án hans, þá var konan við hlið mannsins síns, studdi hinn brotna líkama hans yfir þröskuldinn, hjálpaði honum í stólinn, setti púða við bakið og hlúði að honum á annan hátt, lét lítið að sér kveða í orðum en þeim mun meira í verkum, — og þannig var hún í allri sinni umgengni við hann. Hann hafði að vísu haldið velli fyrir höfuðskepnunum. En það mátti ekki miklu muna að hann félli síðan. Hún hafði reist hann við í fallinu. Hún hafði fullkomnað sigurinn. Hann hafði komið heim úr stríði sínu með stífan hægri fót, brákaða mjaðmargrind og aðeins hálfa vinstri hendi. Samt var hann ham- ingjusamur maður. * ik * Enn er þó eftir að tala um helzta skart þessa heimilis, uppsprettulind allrar gleði þess, inn- tak allra fegurstu drauma þess, dæturnar Hanne og Else. Hanne var 8 ára, Else 5. Sum börn eru framhleypin um of. önnur eru hlédræg um of. Hjá enn öðrum hefur hins- vegar tekizt að varðveita það jafnvægi í hegðun, þann hreina upprunaleik í eðli mannsins, það tilgerðarlausa sakleysi sem er aðalsmerki fyrsta 216 V í K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.