Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1950, Blaðsíða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1950, Blaðsíða 17
æviskeiðsins og veldur því að börn eru yfirleitt miklu viðkunnanlegra fólk en fullorðnir. Þess- konar börnum er hvergi ofaukið, þau kunna sig hvar sem er, ef allir væru einsog bau þyrfti aldrei að gefa út stórar lærdómsbækur um mannasiði, því að þeirra siðir eru hinir einu sönnu mannasiðir. þeirra kurteisi hin eina sanna kurteisi, falslaus, einlæg og óþvinguð. —Hegðun þeirra á ekkert skylt við framhleypni né hlédrægni, né nokkra slíka eiginleika, sem koma yfir einstaklinginn í fvlgd með árunum, og eru settir í samband við það fvrirbæri lífsins, sem í daglegu tali kallast broski, en reynist þó alltof oft ekki annað en skemmd á persónuleikan- um. Hegðun beirra er áreynslulaus fullkomnun á framkvæmd þess virðulega hlutverks að vera fólk. Ég hef aldrei vitað börn sem væru .iafn fús til að hlauoa í sendifevðir fvrir mömmu sína einsog bessar svstur. Hún burfti aldrei nema minnast á að nú vantaði svkur eða hveitipund eða eitthvað annað til heimilisins, og þær voru óðara boðnar og búnar að hlaupa út til kaup- mannsins á horninu og sækia\það. Flestum börnum eru sendiferðir kvalræði. Fyrir Hanne og Else virtust hær vera leikur. Og eins var bað ef mamma burfti á hiálp að haida við heimilis- störfin, dæturnar komu þá alltaf óbeðnar að létta undir með henni. Og þá hevrði maður þr.iár konur raula fyrir munni sér hlióðlátu lögin útí eldhúsinu. Á kvöldin sátum við saman í stofunni. Faðir hússins sagði gestunum sögur af hnattsiglingum fyrri ára. móðir hússins saumaði nvtt áklæði á púða. dætur hússins léku sér á miðiu gólfi með brúður sínar. Þá var bað ven.ia að gamla s.ióhetian hætti skyndlega frásögn sinni. sneri sér að dætrunum og spurði með glettniblöndnu föðurstolti hvort ..de smaa damer" vildu nú ekki dansa ofur- lítið fyrir gestina, áðuren þær færu að sofa. ,,De smaa damer“ stóðu á fætur, lögðu brúð- urnar til hliðar, hneigðu sig brosandi fyrir áhorfendum og hófu síðan dansinn með beim barnslega yndisbokka sem aldrei lét sig vanta í framkomu þeirra, rælar, marzúrkar og menú- ettar, — en sá, sem hér var kominn í höfn eftir endurteknar siglingar umhverfis hnöttinn, söng undir glatt og f jörlega og sló taktinn með heilu hendinni. Þvínæst sagði mamma, að nú væri kominn háttatími fyrir suma. Dæturnar létu lokið dans- inum, hneigðu sig aftur í þakklætisskyni fyrir lófatak og önnur fagnaðarlæti áhorfenda, kysstu þá síðan á kinnina alla fjóra, fyrst mömmu og pabba, síðan gestina frá íslandi, „god nat, sov godt“, — og hurfu að svo búnu inn til sín að hátta og sofa. ;* * * Meðal allra bióða væri eflaust hægt að komast í kynni við f jölskyldur, sem á sama hátt og bessi hafa fundið kjarna lífshamingiunnar, hljóð- láta gleði hins fullkomna heimilislífs. Þó var ýmislegt í fari þessarar f.iölskyldu sem áreiðan- lega væri hvergi hægt að kynnast nema á þeim sérstaka parti heimsins þar sem hún átti heima, þeim vinalega litla parti heimsins, sem heitir Danmörk. Því að bað sem maður skvn.iaði fyrst og fremst á þessu heimili var h.iartsláttur dönsku þjóðarinnar. Gistivinir okkar voru albjóðlegir í alúð sinni og gestrisni, en þó staðbundnir í formi þeirrar alúðar oe: gestrisni, danskir um- fram allt: Mannsbarnið hittir maður útum allan heim. En h.iarta þess er margbreytilegt einsog litirnir í ljósi sólarinnar og fánum þjóð- anna. Jafnvel húsið. sem fjölskylda þessi b.jó í, og umhverfi bess, bar hinn sama svip og hún, svip sem orkaði á mann danskur umfram allt. — Þetta var eitt af fjórum húsum sem umluktu lítinn steinlagðan garð og gengið inní hann utanfrá götunni gegnum port. Innst í garðinum var linditré og undir því bekkur sem bauð af sér einkennilega rómantískan þokka, svo manni fannst að einmitt hér hefði H. C. Andersen kosið að sitja og sem.ia ævintýri. Grein- ar trésins teygðu sig uppeftir húsi gamla seglasaumarans, og það sat , í þeim lítill fugl og söng frá morgni til kvölds. Þegar glugginn var opnaður, heyrðist manni fuglinn vera kominn inní stofuna til að leika við dætur húss- ins. Þær kölluðu hann „Lille glade Peter“. Hann var gamall vinur þeirra. * * * Eftir sex daga var störfum þingsins í Árósum lokið, — og við hjónin kvöddum þessa ógleym- anlegu f jölskyldu, innilega þakldát fyrir að hafa fengið tækifæri til að halda hátíðlega páska í hjarta dönsku þjóðarinnar. £tnœlki Nýi þorpslæknirinn var í heimsókn hjá kaupmannin- um. Meðan hann stóð úti á miðju gólfi og talaði við kaupmanninn, heyrði hann tvær eldri frúr tala um útlit sitt. — Ekki er hann nú sérlega laglegur, segir önnur. — Nei, víst er um það, segir hin. Læknirinn sneri sér skyndilega við og segir: — Satt er það, en aftur á móti heyrir hann vel. Frúrnar stóðu á fætur og gengu inn í næsta herbergi. V í K I N G U R 217

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.