Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1950, Blaðsíða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1950, Blaðsíða 20
Þau voru búin að vera í hjónabandi í eitt á.r. Hún var ófrísk og komin langt á leið, en hann var sjómaður og skipið hans var að fara á veiðar. — Þú verður að láta mig vita þegar barnið er fætt og hvernig þér líður, sagði hann er hann kvaddi. — Ég sendi þér skeyti, svaraði hún. — Nei, elskan mín, það máttu ekki gera, því þá verða strákarnir alltaf að stríða mér. — Vinur minn, ég skal orða það svo að enginn skilji nema þú. Látum okkur sjá. Ég sendi þér bara skeyti um aö kaffikannan sé komin. — Þá höfum við það svo, svaraði ungi sjómaðurinn og kyssti konuna sína. Skipið hafði verið vikutíma að veiðum er loftskeyta- maðurinn kom blaðskellandi inn í borðsalinn með skeyti í hendinni. — Fjandi skrítið skeyti til þín Jón. — Hvernig þá? — Jú, það er svona: Kaffikönnurnar komnar, önnur með stút, en hin stútlaus. ★ Norðmenn áttu eitt sinn lítið fiutningaskip, sem Ino hét. Dag nokkum, er það sigldi inn í hafnarmynni smá- bæjar eins í Englandi, kom einkennisklæddur hafnar- vörður fram á hafnargarðinn og kallaði til skipstjóra: — Hvað heitir skipið? — Ino, kallaði skipstjóri til baka. — Ég var að spyrja um hvað skipið héti, kallaði hafnarvörðurinn til baka. — Ino — ænó ■— kallaði skipstjóri. — I know wery well what you know, en ég vil fá að vita skipsheitið, skipstjóra bjáni, kallaði hafnarvörður. — Helvítis fífl, kallaði skipstjórinn á norsku, ösku- vondur. — OK, -— OK, haltu bara áfram, svaraði hafnar- vörðurinn og veifaði hendinni samþykkjandi. ★ Kalli forstjóri var að koma úr siglingu. Kunn- ingjamir voru búnir að vera um borð hjá honum og höfðu fengið góða hressingu, sjálfur var Kalli orðinn pöddufullur, er hann slagaði upp á bryggjuna og að bílnum sínum. Lögregluþjónn, er var þama skammt frá og sá hvernig Kalli var á sig kominn, gekk til hans. — Það var gott að þú komst, vinur, sagði Kalli, kannské þú vildir nú leita í vösum mínum að bölvuð- um bíllyklinum. Lögginn fann lykilinn fljótlega og rétti Kalla, en nú fann Kalli ekki skráargatið. — Kannske þú opnir fyrir mig bílinn, sagði Kalli. Lögginn opnaði bílinn og Kalli tróð sér bak við stýris- hjólið, en eftir marg endurteknar tilraunir gafst hann upp við að koma kveikilyklinum í. —; Þú kemur nú kveikilyklinum í fyrir mig, vinur, drafaði Kalli. Lögginn setti kveikilykilinn í og ræsti bifvélina. — Þakka þér fyrir vinur, þú ert bezti náungi, drafaði Kalli áfram. Lögginn horfði nokkra stund á Kalla, síðan sagði hann: — Heyrið þér nú maður minn, það er þó ekki ætlun yðar að keyra bílnum sjálfur? 220 & FRfV/ Kalli rétti sig snöggt upp og svaraði: — Hvað annað maður minn? Hvað annað? Þór hljót- ið jú að sjá, að ég er alls ekki fær um að ganga. ★ Stefán Stefánsson, sem lengi var kaupmaður og af- greiðslumaður Bergenska gufuskipafélagsins á Norð- firði, var eitt sinn á ferð með „Novu“ frá Noregi til íslands. Er þeir nálguðust Færeyjar, lentu þeir innan um fjölda færeyskra róðrarbáta, sem voru að veiðum. Brytanum á „Novu“ þótti liér vel bera í veiði með öflun nýmetis, sneri sér til Stefáns og spurði hann, hvort hann gæti ekki útvegað sér fisk hjá Færeyingunum. Jú, Stefán kvað það sjálfsagt, bað skipstjórann að hægja ferðina og var það gert. Stefán gekk þá út að borðstokknum og kallaði: — Jogvan, Jogvan, okkur vantar nýjan fisk. Einn af bátunum kom þegar að skipshliðinni og bryt- inn fékk fiskinn. Þegar lagt hafði verið af stað aftur, kom brytinn til Stefáns og spurði undrandi, hvort hann hefði þekkt mennina á bátnum. Stefán leit kýminn á brytann og svaraði: — Veiztu ekki, maður, að fjórði hver Færeyingur heitir Jogvan, og þar sem fjórir Færeyingar eru á bát, hlýtur alltaf einn að heita Jogvan. ★ Steini hjálparkokkur og Óli kyndari sátu og hlustuðu á útvarpsfréttir, heyrðu þeir þá, að sagt var frá því, að Siglfirðingar hefðu stofnað Menningar- og fegrunar- félag. Steini sneri sér að Óla og spurði: — Varstu á síld síðastliðið sumar? — Já. — Hvernig leizt þér á síldarstelpurnar og annað kvenfólk á Siglufirði, fannst þér það eklci þriflegt? — O, jú. — Heldurðu að þeir hefðu ekki heldur átt að stofna Megrunar- og fegrunarfélag, Siglfirðingar? ★ Vélstjórinn kom þjótandi upp í brú og veifaði blaði framan í stýrimanninn: — Náttúrufræðingarnir hafa reiknað út, að á móti hverri karlflugu séu tuttugu og fimm kvenflugur, lags- maður. — Hvert í sjóðandi, hrópaði stýrimaður, það væri notandi að vera karlfluga, maður. ★ Hermaður (var að segja frá stríðinu): — í sama bili dundi afskaplegt kúlnaregn á okkur. Fanney litla: — Hafðirðu ekki regnhlífina þína, pabbi? VJKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.