Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1950, Blaðsíða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1950, Blaðsíða 21
Seyðfirðingar áttu eitt sinn lítið gufuskip, sem gert var út á fiskveiðar, en svo fór, að skip þetta strandaði suður á söndum í þoku, en nokkrum sjó. Skipstjórinn skipaði að setja bjargbátinn á flot og herti mjög á mönnum sínum að komast niður í bátinn, kallaði hann niður til vélstjóra og skipaði honum að koma tafar- laust upp. Vélstjórinn kom upp og fóru mennirnir í bátinn, en er lagt skyldi frá, tók skipstjórinn eftir að vélstjórinn var samt ekki með. Skipstjórinn hljóp þá upp á skipið og hóf leit að vélstjóra. Fann hann brátt vélstjórann, sem laumast hafði inn í eldhús og sezt þar að kaffidrykkju. — Niður í bátinn strax, kallaði skipstjórinn. — 0, ekkert liggur á, svaraði vélstjóri hinn róleg- asti, ég held að óhætt sé að fá sér kaffisopa fyrst. ★ Þeir voru mættir fyrir sjórétti út af ástími, sem orðið hafði að næturlagi um haust. Þetta var á tímum seglskipanna og áttu siglingaljósin það til að myrkvast nokkuð af ósi frá lömpunum. Skipstjórinn, sem taldi sig hafa verið í fullum rétti, hafði lokið skýrslu sinni. . Dómarinn sneri sér þá að hinum skipstjóranum og segir heldur stuttaralega: — Yðar vöm? — Mín vörn, svarar hinn skipstjórinn fokvondur, ég var í mínum fulla rétti, helvítin voru með svart ljós uppi. ★ Smávegis misskilningur. Jón loftskeytamaður var staddur úti á sjó um ára- mótin, en hafði pantað viðtal við unnustuna. Erindið var aðallega það, að bjóða henni gleðilegt nýár. Unnustan kom í símann, en sambandið var mjög slæmt, svo hún spurði og spurði án afláts, hvað Jón segði. — Ég ætlaði bara að óska þér gleðilegs árs! — Ég heyri ekkert. Nú greip Jón til kunnáttu sinnar: — Gott ár! hrópaði hann — Georg, Ottó, Torfi, Torfi, Árni, Reynir! — Þetta er ekki satt! hrópaði stúlkan fokvond. Ég hef ekki séð Georg í margar vikur og Torfi hefur bara boðið mér tvisvar eða þrisvar í bíó! ★ Nýir stafir höfðu verið málaðir yfir kirkjuhliðið. Þar stóð: Þetta er hlið himnanna. En meðan stafirnir voru að þoma, var hengdur upp bréfmiði með þessum orðum: Gerið svo vel að fara hina leiðina. Hún: — Eigum við að fara út og skemmta okkur í kvöld? Hann: — Nei, ætli við verðum ekki að heimsækja foreldra þína! ★ A: — Hvert ætlarðu með þennan hest? B: — Til dýralæknis. A: — Má ég athuga hann ofurlítið — ég skal strax segja þér, hvað er að honum. A: (Eftir nákvæma skoðun): — Það gengur ekkert að hestinum — hann er gallhraustur. B: — Já, ég veit það. A: — Ti! hvers ertu þá að fara með hann til dýra- læknisins? B: — Af því hann á hestinn. ★ Frúin: — Þarna hafið þér brotið steikarfatið mitt, sem ég keypti í gær; þetta er ljóta slysið. Anna: — í gær mislíkaði yður það, að kannan, sem ég braut þá, hefði verið svo gömul; hún hefði verið erfðafé eftir móður yðar. Nú er þetta fat allt of nýtt. .Það er ómögulegt að gera yður til hæfis. ★ Bóndinn (við konu sína, eftir fyrstu röðun' í skólan- um, þar sem sonur þeirra var): — Nú er búið að raða í skólanum og hann sonur þinn er neðstur í sínum bekk. (Eftir a'öra röðun): — Hann sonur okkar er kominn upp í miðjan bekkinn. (Eftir þriðju röðun): — Hann sonur minn er efstur í bekknum. ★ — Léstu son þinn verða skósmið eftir allt saman. — Nei, við ræddum um það fram og aftur, ég og móðir hans, og af því að hann hafði svo gaman af dýrum, þá ákváðum við að láta hann verða slátrara. ★ — Hvað er þetta spurði gestur í matsöluhúsi; er þetta buff eða steik? — Getið þér ekki fundið það á bragðinu? spurði þeman. — Nei. — Jæja, hverju skiptir það þá, hvort það er heldur? ★ Gömul kona kom inn í strætisvagn og settist þar. Hún kom auga á mann í vagninum, sem henni sýndist vera drukkinn. Hún laut að sessunaut sínum og sagði: — Leyfa þeir drukknu fólki að vera hér inni? — Nei, ekki er það nú venjan, en ef þér farið þarna út í hornið og látið lítið á yður bera, þá kannske taka þeir ekki eftir því. ★ Nonni litli var veikur í hálsinum og mamma hans fór með hann til hálslæknis, sem bað hann að reka út úr sér tunguna, en Nonni litli var ekki fáanlegur til þess. — Viltu ekki lofa mér að sjá í þér tunguna þína? spyr læknirinn. — Nei, sagði Nonni litli. — Vildi læknirinn reyna að snúa að honum bakinu? spurði móðirin,

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.