Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1950, Blaðsíða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1950, Blaðsíða 28
Auk þess, að nú eru eíngöngu notaðir Diesel hreyflar til að knýja skipin, eru aðrar vélar og tæki nokkuð frábrugðin því, sem var í skipum fyrir stríð, og raf- magn meira notað en áður var. Áður var t. d. tog- vindan oft drifin með gufu, þó skipið væri Diesel-skip, en er nú drifin með rafmagni. Auk þess eru ýmis ný- tízku siglingatæki, t. d. lang- og stuttbylgjusendir og móttökutæki, sem gera skipinu kleift að vera í beinu sambandi við heimalandið, þó það sé á fjarlægum mið- um. Einnig eru í skipunum talstöðvar, dýptarmælar og miðunarstöðvar. Olíunotkun hvers skips er milli 4 og 4% tonn á dag, en olíugeymar skipsins rúma 540 tonn. Ferskvatn og kjölfesta er nálega 230 tonn. Skipin geta flutt nálega 1100 smál. af saltfiski í 4 lestum. í yfirbyggingu skips- ins (Case) er lifrarbræðsla, en aftast, undir þilfari, eru lýsishylki, sem rúma 70 rúmmetra. Aðalvélin er fjórgengis Penhoet—Burmeister & Wain, sem framleiðir 1100 hemilhestöfl með 170 s. á mínútu. Hún er sex strokka, strokkvídd er 500 mm. og slag- lengd 900 mm. Smurolíu-, strokkkæli- og bullukælidælur eru drifnar af aðalvélinni, og auk þess sjódæla og lensidæla. Útblástursgas vélanna er leitt að „Cochran" katli, sem einnig er útbúinn með olíubrennara. Rafmagn er framleitt með þrem mótorum. Tveir þeirra eru tví- gengis Burmeister & Wain, 250 hemilhestöfl með 350 s. á mínútu og knýr hvor þeirra tvo rafla, er annar 115 kw. og framleiðir orku til togvindunnar. Þessi rafall framleiðir mismunandi orku á móti jafnri orku frá hin- um raflinum, sem framleiðir 44 kw. og jafnar eða bætir við og minnkar, eftir orkuþörfinni á hverjum tíma. Þessir raflar framleiða einnig rafmagn handa öllum öðrum hjálparvélum: dælum, vindum, kælivélum o. s. frv., með 220 volta jafnstraum. Þriðji mótorinn er sex strokka fjórgengis mótor, sem knýr 44 kw. 220 volta rafal j.st. Þrjár gerðir af franskbyggðum togvind- um voru settar í þessi sex skip. Dráttarorka hverrar þeirra er sem svarar 8,5 tonn miðað við, að hraði vírs- ins sé 1 meter á sekúndu. Meðal hjálparvélanna eru einnig 35 tonna smurolíu- dæla, kjölfestudæla, tvö hreinsitæki fyrir smurolíu og tvö fyrir brennsluolíu, 25 tonna sjódæla, 70 tonna „general-servise dæla“, ferskvatnsdæla og brennsluolíu- dæla. Áhöfnin er 60 menn, þar af 42 hásetar. Það virðist hafa verið hugsað nokkuð meira um velferð áhafnar, heldur en áður tíðkaðist á frönskum togurum, manna- íbúðir eru þægilegri og rýmri. í tveim síðustu togur- unum voru íbúðir innréttaðar þannig, að allir búa í 2—4 manna klefum. Auk þess er gríðar stór geymsla fremst undir hásetaklefunum fyrir vínámur. Þætti ef til vill einhverjum gott hér. Úr M. S. Ýmislegt Anglo-Iranian Oil Co. er að láta gera kvikmyndir, nokkurs konar fz-æðslumyndir, sem kallaðar eru „Oil Review". Það tekur tíu mínútur að sýna hverja mynd og ér ein framleidd á tveggja mánaða fresti. Mynd- irnar eru gerðar til að aýna þýðingu olíunnar og eru fyrst sýndar fyrir verkamenn félagsins, sem eru um 130 þús. að tölu. Myndirnar eru lánaðar endurgjalds- laust til sýningar fyrir almenning í Bretlandi af Petro- leum Films Bureau, 29, New Bond Street, London, W 1. Consolidated Fisheries, Ltd. í Grímsby, sem eiga nærri 50 fiskiskip, hafa gert samning við Richards Ironworks, Ltd,, Lowestoft um smíði á 112 feta dieseltogara, 22 feta breiðum, með 540 ha. Br. Polar diesel, snúnings- hraði 175 á mínútu, togvindan er drifin af 120 ha. diesel-vél. Amerísk skipasmíðastöð gerði nýlega fast tilboð í byggingu farþegaskips, sem væri alveg eins og „Oslo- f jord“, og tilboðið hljóðaði upp á £ 5.000.000, en verð skipsins í Hollandi var £ 2.600.000. Togarinn „Milford Knight“ er nú að verða fullgerður í skipasmíðastöð Cochrane & Sons, Selby. Hann er 105 feta langur og 21 fet á breidd, og er búinn 350 ha. Ruston Diesel-vél með 375 s. á mínútu, niðurfærsla á skrúfu er 1:3. Norski verzlunarflotinn hefur nú náð sömu stærð og fyrir stríð, um 5.000.000 smálestum, en erfiðleikar hafa verið á að manna skipin, aðallega hefur vantað unga stýrimenn og aðra faglærða menn, en einnig háseta. Skipshöfnin á Vafnajökli Sbr. mynd á forsíðu. Kæliskipið Vatnajökull hefur kannað ýmsar leiðir, sem íslenzk skip hafa ekki áður farið. Fyrir skömmu fór hann upp eftir öllu St. Lawrance-fljóti, eftir vötnunum miklu og upp skipastigann í Niagarafossunum frægu, alla leið til Chicago, fyrstur íslenzkra skipa. Myndin, sem Víkingurinn birtir á forsíðu, er af skipshöfn Vatnajökuls, tekin í Chicago, er skipið var þar dagana 2.—6. ágúst s.l. Skipverjar á Vatnajökli. Fremri röö, tali'ö frá vinstri: Árni Einarsson, loftskeytamaður, Haraldur Þórðarson, 2. stýri- maður, Júlíus Kemp, 1. stýrimaður, Bogi ólafs- son, skipstjóri, Sigurlaugur Sigurðsson 1. vél- stjóri, Kristberg Magnússon, 2. vélstjóri, Bjarni Guðjónsson, 3, vélstjóri. Áftari röö: Guðm. E. Friðfinnsson, þjónn yfirmanna, Haukur Guðmundsson hásti, Jön öm Bogason, háseti, Ámi Björnsson, bryti, Guðjón Guðnason, matsveinn, Atli Helgason, háseti, Magnús Axelsson, háseti, Þórður Geirs- son, háseti, Kristján Hermannsson, háseti, Höskuldur Þórðarson, smyrjari, Sigurður Guð- mundsson, smyrjari, Páll Torp, háseti og Sæ- mundur Þórarinsson, smyrjari. Fyrir miöju: Skipshundurinn Lassie. 22E3 V I K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.