Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1950, Blaðsíða 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1950, Blaðsíða 32
Framh. af bls. 229. ágætum, en er þó sjaldgæft, að slíkur upp- skurður ,sem þessi heppnist. Þegar hún glöð í hjarta er á leið um borð, staðráðin í því að lofa foreldrum sínum að gleðjast með sér, mæt- ir hún ungum og efnilegum Ameríkumanni. Svo talast til þeirra milli að verða hjón. Þessi stúlka hlýtur því bót allra sinna meina. 4. þerna var ekki eins gæfusöm. Veslings stúlkan hélt sig hafa svo sterka aðstöðu í Vest- urheimi, að henni væri allir vegir færir. En margt fer öðruvísi en ætlað er Tolli minn. 5. þerna er dóttir skipstjóra. Samt hefur henni ekki tekizt að reikna út rétt bestikk í ástamálum. Ég veit ekki Tolli minn, hvað skeði vestra, en aftur skila þær sér stúlkurnar til fósturjarðar- innar einar og ólofaðar, hvað við bezt vitum. Það eru ekki allar ferðir til fjár, ó nei, ó nei. 6. þerna er vestur-íslenzk, og hún leitar nú aftur átthaganna eftir 27 ára útivist. Svona er gangur lífsins Tolli minn, ein eilíf hringrás frá austri til vesturs og norðri til suðurs og að síðustu niður í gröfina. Ég hætti þá í þetta sinn, góði vinur Tolli. Mér vannst ekki tími til þess að byrja á ferðasögunni. Hún kemur í næsta bréfi. Svo bið ég þig að endingu að koma því í útvarpið heima, að borgarstjórinn okkar verði 45 ára næstkomandi laugardag, 11. sept. kl. 20,00. Kleppsbúar eru því þegar farnir að undirbúa hátíðina. Þá hef ég fregnað, að borg- arstjóri haldi opinbera veizlu þetta kvöld. Skrifa þér um það seinna. Heilsaðu öllum heima. Þinn vinur, Sasvar háseti á S/S „Marshall". Framh. af bls. 230. ingar eiga eða hafa til umráða. Nær bannið til allra fólksbifreiða, ann- arra en þeirra, sem sannanlega voru komnar í skip eða á afgreiðslu skipa í gær. — Kæliskipið „Vatnajökull“ kom til Chicago miðvikudaginn 3. þ. m., og tók þar smjörfarm, sem fara á til Ítalíu. Skipið lagði úr höfn laugardagsmorguninn 5. ágúst og varð fyrsta islenzka skipið til að sigla til Chicago. — Island er meðal þeirra 47 landa, sem þátt taka í alþjóða- sýningu í Chicago, og stendur Gunn- ar Pálsson, forstjóri í New York, fyrir hinni íslenzku sýningardeild, sem vakið hefur talsverða athygli. Sýndar eru vörur frá Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna og Sölusambandi íslenzkra fiskframleiðenda. — Nor- ræna skákmótinu er Iokið, og varð Baldur Möller skákmeistari Norð- urlanda í annað sinn í röð og hefur þar með öðlazt ^étt til þátttöku í undirbúningsmóti fyrir heimsmeist- arakeppnina 1953. Annar í landsliðs- flokki varð Guðjón M. Sigurðsson og þriðji Vestöl frá Noregi. í öll- um hinum flokkunum urðu íslend- ingar efstir, og í meistaraflokki vann yngsti skákmaður mótsins, Friðrik Ólafsson, en hann er aðeins 16 ára. • 12./8. Reknetabátar á Suðurnesj- um fá nú daglega ágætan síldarafla í Miðnessjó, og telja sjómenn þar mikla síldargöngu á ferðinni. Sildin veður þó ekki, en bátarnir leggja net sín á 5—7 metra dýpi og hafa undanfarna sólarhringa fengið að meðaltali 5 tunnur í net og sumir allt upp í 10 tunnur í net. Síld þessi er feit og mjög falleg. • 16./8. 1 gær hófst sumarslátrun og nýja kjötið kemur á markaðinn í dag. Framleiðsluráð landbúnaðar- ins hefur ákveðið smásöluverð kjöts- ins og er það kr. 23,20 kílóið. — Norska eftirlitsskipið Andenes, sem nú er á Islandsmiðum með síldar- flota Norðmanna, hefur tekið skýrsl- ur af 65 norskum reknetaveiðiskip- um við Norðurland. Iteyndist afli þeirra vera 11.133 tunnur. Norðmenn- irnir hafa einkum verið á Digranes- grunninu út af Bakkafirði. Til sam- anburðar má geta þess, að saltsild- arafli Islendinga er nú 39 þúsund tunnur. — Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni var júlímánuður „metmánuður“ í innflutningi, það sem af er þessu ári. Frá áramótum og til júlíloka hefur innflutningur- inn verið miklu meiri en útflutn- ingurinn og er vöruskiptajöfnuður- inn nú orðinn óhagstæður um rúm- Iega 100 milljónir króna. — Nýlega losaði m.s. Arnarfell timbur frá Finnlandi á Akureyri og mun skipið hafa viðkomu á fleiri höfnum norð- anlands og austan, en hleður þvi næst saltfisk á sömu slóðum og flyt- ur til Ítalíu. — Útgerðarfélag Akur- eyringa hefur í hyggju að koma upp fullkominni fiskverkunarstöð, á- samt saltfiskþurrkunarhúsi á Odd- eyrartanganum norðanverðum á hinu nýja fyrirhugaða hafnarsvæði þar, á milli Grímseyjargötu og Kaldbaksvegar, sem liggja eiga norð- ur yfir Tangann. í suð-austur horni þess hluta af þurrkhúsinu, sem nú verður reistur, verður ketilhúsið, en það verður, þegar lokið verður við byggingarnar, í miðju húsinu. — Rússneskt birgðarskip strandaði í Þorgeirsfirði skammt fyrir austan Gjögurtá austan Eyjafjarðar. Af 23ja manna áhöfn drukknaði einn maður. Strandmannahópurinn var flutt- ur um borð í hið 16.000 tonna móð- urskip síldarleiðangurs þessa. 17./8. Sænska útvarpið skýrði frá því nýlega, að Fjallfoss væri vænt- anlegur til Gautaborgar með 10.000 tunnur af nýrri Islandssíld. Var frá því skýrt, að þetta væri fyrsta síld- in, sem veiðst hefði. Þykir það jafn- an mikil frétt í Svíþjóð, er fyrsta |SÍldin berst þangað frá íslandsmið- lurn. — Fiskvinnsluhúsið við Elliða- ilárvog, sem byggt er upp af rústum bragganna, sem brunnu í vetur, er nú nær fullgert, og er þegar byrjað að þurrka fisk í nokkrum hluta þess. Er ein vélasamstæða fiskþurrkun- artækjanna komin í samband, en /verið er að koma hinum tveimur fyrir. Alls verða þrjú kerfi í húsinu. 232 V I K I N □ U F5

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.