Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1950, Side 1

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1950, Side 1
UIKIH6UR ÚTGEFANDI: FARMANNA- 0<S FISKIMANNASAMBAND ISLANDS XII. árg. 10. tbl.__________________________________________'_________ __________ Reykjavík, október 1950. ÓSKAR JÓNSSON: ERFIÐLEIKAR SMÁÚTGERÐARINNAR Ýmsir horfa með kvíða til komandi tíma. Verðlag á erlendum varningi fer hækkandi, en framleiðsluvörur landsmanna lækkandi. Stór- virkustu atvinnutækin liggja óvirk í höfn mán- uðum saman, og þegar þetta er ritað, sér eng- inn fyrir endann á flækjunni, sem snúin hefur verið um lausn á því máli. Faxasíldin hefur veiðzt í stórum stíl, fryst til beitu og söltuð, og má gera ráð fyrir, ef áframhald verður á veiðinni, að hún skapi gjald- eyri fyrir 30—40 millj. króna, þó ekki sé gert ráð fyrir Hvalfjarðarveiði. Það er eini Ijósi punkturinn í bili. Þegar samningar, sem gerðir hafa verið um sölu á Faxasíld, eru uppfylltir, má gera ráð fyrir, að bátar verði yfirleitt að hætta veiðum. Eins og kunnugt er, er verð á Faxasíld til söltunar 80 kr. fyrir 100 kg. vegin frá skipi. Útvegsmönnum þótti verðið lágt og fóru fram á við atvinnumálaráðherra í byrjun veiðitím- ans, að fá að kaupa inn vörur fyrir andvii'ðið, en var neitað. Var þá stungið upp á að mega nota gjaldeyrinn til að kaupa frílistavörur að meira eða minna leyti, og var því líka neitað. Skilja útvegsmenn ekki slíka neitun, þegar þeim er meinað að nota hluta af gjaldeyri þeim, er þeir afla, til að kaupa nauðsynjar til útvegsins. Hefði þó gjarnan mátt leyfa þeim að kaupa hessían um fiskbröndur sínar, svo eigi þyrfti að flytja þessa nauðsynjavöru með flugvélum, þegar mest liggur á. Mun hér á bak við liggja, að litið sé svo á, að ákveðnir menri flytji inn vörurnar, svo þeir hafi sinn hagnað af, en ekki óverðugir smáút- vegsmenn. En hvað svo þegar líður fram yfir áramót? Smáútvegsmenn horfa með ugg og ótta til næstu vertíðar, þar sem veiðarfæri eru nú tvö- falt dýrari en á síðustu vertíð. Olíur nær tvö- faldaðar og annar kostnaður stórhækkaður. Frystihúsin telja sig tapa í ár á þorskflök- um. Þau eru nú seld í Ameríku undir fram- leiðsluverði. Saltfiskframleiðendur, en þar eru meðtalin flest frystihúsin, reikna með talsverðu tapi á saltfiskinum. Sá, sem þetta ritar, full- yrðir, að eftir þeim söluhorfum, sem nú eru á frystum fiski, megi búast við meira eða minna tapi á hraðfrysta fiskinum. Líkur benda til, að tap verði á saltfiskinum einnig. Er nú útlit fyrir, að hvergi verði hægt að selja um 4000 tonn af þorskflökum af fram- leiðslu ársins. Þó má geta þess, að nú þessa dagana mun vera hægt að selja 1000 tonn austur fyrir járn- tjald í skiptum fyrir hveiti. Ýmis öfl — sum pólitísk — vinna á móti þessu. Þó er nú ekki annað, sem skeður við það, að hveiti þetta er jafngott og svipað að dýrleika og það hveiti, sem hingað til hefur verið keypt fyrir amerískt gjafafé. Hins vegar mun vera kostur á ódýr- ara hveiti fyrir frjálsa dollara, en þeir eru nú helzt til fáir, nema þá helzt fyrir fisk frá S. H., sem seldur er undir framleiðsluverði í U. S. A. Þeim, sem vinna á móti hagsmunum útvegs- ins í svona máli af pólitísku ofstæki, er ekki Ijóst, hvað þeir eru að aðhafast. Það er vitað, að hægt myndi vera að selja eitthvað meira af hraðfrysta fiskinum í vöru- skiptum, en þar er við svo marga drauga að glíma, að ekki er nú séð, hvað hægt verður að gera á þessari stundu. Þá er það saltfiskurinn. Með því að selja til V I K I N G U R 233

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.