Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1950, Blaðsíða 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1950, Blaðsíða 3
Br. JÓN DÚASON: Nt YERÐUR AÐ HEFJA ÚTGERÐ VIÐ GRÆNLAND Síðasta þing Farmanna- og fiskimannasam- bands Islands samþykkti áskorun eða álitsgerð þess efnis, að halda bæri fiskitilraunum frá í fyrra við Grænland áfram nú í sumar (1950). Þeir þremur leiðangrum, er fóru héðan til Grænlands í fyrra, hafði orðið margt að van- búnaði. Skipin komu t. d. ekki til Grænlands fyrr en komið var fram í júlí, aðalaflahrota sumarsins um garð gengin, fiskurinn kominn upp í sjó og á göngu norður með landinu, svo að eitt sé nefnt. Og sameinuð og í náinni sam- vinnu hefðu skip okkar átt að koma til Græn- lands, en ekki í þrennu lagi, og öll því með illa og dýra aðstöðu til að leggja upp aflann. Þótt öll skipin fiskuðu ekki fyrir kostnaði, varð útgerð þeirra allra þó stórum skárri en síldarskipanna við Norðurland í fyrra. En hinn helzti árangur þessarar tilraunar varð sá, að gera það augljóst, að íslenzk útgerð gæti átt mikla framtíð fyrir sér við Grænland, ef rétt væri að öllu farið, og jafnvel sýndist augljóst, að þrátt fyrir öll axarsköftin, og þrátt fyrir, kostar ekki neitt stórfellt rót í þjóðfélaginu. En hvað sem öllu líður, þá er eins og fyrr segir vonlaust að hreyfa mótorbátana næstu vertíð með sama fiskverði og í ár, miðað við þann mikla og síhækkandi tilkostnað, sem á smáútgerðina leggst eins og heljarfarg. Ennþá er hitt spursmálið, hver verður til að kaupa fisk í salt eða í frystingu, þó ekki væri nema fyrir sama hráefnisverð og í ár, hvað þá heldur hærra, þegar höfð eru fyrir augum öll þau vandræði með sölu þessara vörutegunda og hækkandi verð erlendis og heimatilbúin vand- ræði meðal okkar sjálfra í landinu? Ég held þeir verði fáir, sem hætta sér út á þann hála ís, þegar reynsla ársins í ár liggur nú nokkurn veginn opin fyrir. En mér og fleirum verður á að spyrja: Getur háttvirt Alþingi látið þetta mál af- skiptalaust? Hafnarfirði, 9. október 1950. Óskar Jóntion, að afli var rýr síðari hluta sumarsins í fyrra, myndu öll þau íslenzk skip, er sjófær voru við Grænland í fyrra, hafa fengið góðan hagnað af veiðinni, ef þau aðeins hefðu komið nógu snemma og náð í aflahrotuna í maí og júní, en hún var að fjara út í júlí, er íslenzku skipin komu til Grænlands. Það er bezt að segja það strax, að það var synjun bankanna á nokkru láni og hrein fjár- þröng, sem hélt skipum Björgvins Bjarnasonar föstum í Reykjavík mánuðum saman vorið 1949, unz aflahrotan við Grænland var búin. Og það var landsstjórnin sjálf, sem með óskiljanlegum drætti, æ ofan í æ, viðvíkjandi sölu eða leigu Súðarinnar, og loks verkfall, sem tafði vestur- för Súðarleiðangursins mánuðum saman. Og ætli það hafi ekki verið eitthvert viðlíka skiln- ingsleysi á viðleitni góðra manna til að brjóta nýjar brautir, sem tafði burtför þriðja leið- angursins? — Það er fjöldi ráðamanna þannig, að honum sýnist, að aldrei liggi neitt á: Það megi eins heyja á þorranum og hlaða skipin þegar allur fiskur er genginn af miðunum! Allir þeir Islendingar, sem komu í fyrra til Grænlands, fengu trú á aflamöguleikunum þar. Svo til allir vildu þeir komast aftur til Græn- lands nú í sumar. Allir undruðust þeir veður- blíðuna við Vestur-Grænland, en sumum fannst fullmikið að gera þar, því það gaf svo til hvern einasta dag á sjó. — Já, það var annað en að sitja niðri í lúkar og spila allt sumarið fyrir norðan land! Fannannasambandið óskaði eftir því, að þessari, að ýmsu leyti ágætu og álitlegu byrjun veiða við Grænland, yrði haldið áfram sumarið 1950, til þess að fá aukna þekkingu og reynslu á fiski við Grænland, en slíkan þekkingar- og reynslugrundvöll er óhjákæmilegt að fá, áður en hafin er útgerð við Grænland í stórum stíl. Slík reynsla og þekking er og skilyrði fyrir miklum afla og góðum hagnaði af veiðinni. Allir sjómenn skilja og vita þetta. Góður afli fæst ekki, ef renna þarf alveg blind í sjóinn. Það voru enn til góðir íslendingar, er greiða V í K I N G U R 235

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.