Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1950, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1950, Blaðsíða 8
Veðurf regnir SpásvœSin. — Sjá grein. Hinn 29. október 1949 skrifaði veðurstofustjórinn, frú Teresía Guðmundsson, bréf til 13. þings F. F. S. í., sem þá stóð yfir. Efni bréfsins var eftirfarandi: „Það mun algengt í öðrum löndum að sérstökum mönnum sé falið það starf að vera tengiliður milli sjó- mannastéttarinnar og Veðurstofunnar. Ég álít að mikil þörf sé á því að koma á slíku skipu- lagi hér á landi og vil leggja til við stjórn Farmanna- og fiskimannasambands Islands, að rætt verði á yfir- standandi þingi sambandsins um möguleika á því, að skipuð verði nefnd, sem hefði slíkt starf með höndum. Nauðsynlegt væri að í nefndinni ættu sæti bæði full- trúar frá sjómannasamtökunum og Veðurstofunni". Samkvæmt ályktun 13. þings skipaði stjórn F. F. S. í. þriggja manna nefnd, sem hefði samvinnu við Veður- stofustjóra eða fulltrúa hennar um bætt fyrirkomulag á veðurþjónustunni til sjómanna. Samstarfið er þegar farið að sýna árangur; í haust hefur orðið að sam- komulagi við Veðurstofustjóra að veðurspá verði gefin fyrir fiskimiðin sérstaklega, þegar þess gerist þörf. Hins vegar hafa togaraskipstjórar og loftskeytamenn lofað að senda veðurskeyti til Veðurstofunnar, og munu 10 togarar annast það. Kort það, er hér fylgir, sýnir skiptingu svæða þeirra er Veðurstofan ætlar að gefa út veðurspár fyrir. Er vonandi að þessi nýja tilhögun megi gefast vel, og á Veðurstofustjóri þakkir skildar fyrir frumkvæði sitt að henni. Vert er að benda á það, að veðurspár geta því aðeins orðið ábyggilegar, að veðurathuganir þær, sem Veðurstofunni berast, hvort heldur er útan af landi eða sjó, séu samvizkusamlega af hendi leystar. Starfsmaður F. F. S. í. hefur lofað að gefa allar þær upplýsingar, sem óskað kynni að verða eftir, varðandi veðurþjónustuna, og koma á framfæri við Veðurstofuna og veSurspár öllum tillögum eða umkvörtunum varðandi veðurspár o. s. frv. Skýringar og greinargerö frá Veöurstofunni. 1. Suðvesturmið — Hjörleifshöfði að Reykjanesi. 2. Faxaflóamið — Reykjanes að Snæfellsnesi. 3. Breiðafjarðamið — Snæfellsnes að Látrabjargi. 4. Vestfjarðamið — Látrabjai'g að Gjögri. 5. Norðurmið — Gjögur að Melrakkasléttu. 6. Norðausturmið — Melrakkaslétta að Dalatanga. 7. Suðausturmið — Dalatangi að Hjörleifshöfða. Grunnmið teljast 20 mílur út frá ströndinni. Auk veðurathugana frá ýmsum veðurathugunarstöðv- um á íslandi verða lesnar veðurathuganir frá: Þó —■■ Þórshöfn í Færeyjum. Veðurskip „I“, 59° N, 19° V. Veðurskip „A“, 62° N og 33° V. Ap — Apútiteq, Grænlandi. CT — Cap Tobin við Scoresbysund, Grænlandi. JM — Jan Mayen. Veðurskeyti frá íslenzkum skipum óskast frá svæðinu milli 60. og 70. breiddarbaugs, Greenwich lengdarbaugs (0°) og suðausturstrandar Grænlands. Veðurathuganir verða lesnar í sömu röð og áður, — byrjað á Reykjavík og farið vestur um land. Síðan verða erlendu athuganirnar lesnar í þessari röð: Þórs- höfn í Færeyjum, veðurskip „1“ (um 500 km. suður af Vestmannaeyjum), veðurskip „A“ (um miðja vegu milli Reykjaness og Hvarfs í Grænlandi), Apútiteq (á Græn- landi, norðvestur af Látrabjargi), Cap Tobin (við Scoresbysund, norður af Hornbjargi), Jan Mayen. Veðurspár verða gerðar fyrir djúpmiðin, og er miðað við allt að 200 faðma dýpi. Spásvæðið verður milli 63° og 6714° breiddarbauga og 12° og 27° lengdarbauga. Ákveðið var að skipta spásvæðinu í sjö minni svæði með ákveðnum markalínum. Það má þó ekki taka þessar línur alltof bókstaflega. Þær eru dregnar með það fyrir augum að kveða nánar á um takmörk hvers spásvæðis. Það er augljóst að veðrið breyttist ekki undir venjulegum kringumstæðum við skýrt afmarkaða línu. Þetta er tekið fram til þess að forðast allar hár- toganir og óþarfa gagnrýni, sem annars kynni að koma fram. Veðurathugunarmenn á skipum geta hvenær sem er snúið sér til Veðurstofunnar til þess að fá skýringu á hverju þvi, er gæti ef til vill verið óljóst í sambandi við veðurathuganirnar. Það skal sérstaklega brýnt fyrir hlutaðeigandi aðiljum, að því nákvæmari sem veður- athuganirnar eru, því réttari má vænta að spárnar verði. Z4D V I K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.