Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1950, Blaðsíða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1950, Blaðsíða 10
lóðarmálum skólans verió svo mikil, að um það hafa heyrzt háværar raddir, að efnt yrði til camtaka r oal sjómanna um að gefa dagsverk eða daglaun tií lagfæringar á skólalóðinni, ef það mætti verða til þ_ss, að koma skrið á frrm- kvæmdir. Auk þessera tveggja meginatriða Víkings- greinarinnar, sem bæði flutti ádeilur á hendur fjárveitinga- nr; framkvæmdavaldsins, var lítil- lega vikið að öðrum efnum og minni háttar, og neita ég ekki, að í þeiin .mmælum hafi falizt nokicur gagnrýni á forráðamenn skólans. Nefnd- ar voru kassaíjahr fyrir gluggum og laust rusl á skóialóðinni, vikið að því, að enn skorti fasta skiyun um yfir; jórr. skólans, og loks rifjað i.pp hve óhagkvæmt það væri, að margar af aenrslubókum skóians væru enn á erlendum málum. Þetta, og annað ekki, var gagnrýnt í grein- inni. Pér hafið tekið þessa gagnrýni óstinnt upp. En þótt þér hafið þegar ritað tvær grein- ar af þessu tilefni, er eftirtekjan furðu rýr. Gremja yðar er máttlaus. Öll atriði greinarinn- ar í 5. tbl. Víkings standa enn óhrakin. Ég hef nefnt þau hér að framan, og ætla ekki að end- urtaka þá upptalningu. Mun ég hiklaust leggja það í dóm lesenda þessara orðaskipta okkar, hvoi’t ekki er svo, sem ég segi. Þá skal ég víkja að spurningum þeim, sem þér beinið til mín með nokkrum þjósti. Spurn- ingarnar eru í raun og veru tvær, og er hin fyrri í þrem liðum (no. 1—8). Sú spurning er til orðin vegna þessara ummæla í Víkingsgrein- inni: „Ástæða væri til að nefna fleira í sam- bandi við stjórn og rekstur sjómannaskólans". Þér feitletrið þessa setningu og spyrjið síðan, hvort þér eigið ekki að taka þetta til yðar. Ennfremur spyrjið þér, hvað þarna eigi eftir að upplýsa um stjórn og rekstur skólans, en skjótið því inn, milli sviga, að þér eigið „auð- vitað ekki við skólanefndina eða kennslubæk- urnar“. Þá látið þér og fyllilega liggja að því, að í Víkingsgreininni hafi falizt dylgjur um óstjórn á skólanum. Þarna þykist þér víst setja mig rækilega í gapastokkinn og langar auðsjáanlega til að herða vel að! En yður fatast tökin. Þér látið yður sæma að slíta hin tilvitnuðu orð út úr samhengi og spinnið síðan um þau lopann. í greinni stendur: „Ástæða væri til að nefna fleira í sambandi við stjórn og rekstur sjómannaskólans. Hér skal aðeins drepið lauslega á tvö atriði, sem bæði hafa verið rædd áður hér í blaðinu. Annað eru tillögur F. F. S. 1. um yfirstjórn skólans .. .. (hitt) að fjöldinn allur af kennslubókum skól- ans skuli vera á erlendum málum, sem nem- endur kunna ýmist lítt eða ekki“. Á eftir hinni tilvitnuðu setningu eru því beinlínis tekin fram tvö atriði, sem bæði snerta „stjórn og rekstur skólans“, og hið fyrra jafn- vel í svo ríkum mæli, að þar er um að ræða sjálft fyrirkomulagið á yfirstjórn skólans. Þér viljið láta líta svo út, sem alls ekki hafi verið við þetta átt, þótt hver maður, sem greinina les með sæmilegri stillingu, hljóti að sjá, að hin tilvitnuðu ummæli eigi fyrst og fremst við þau atriði, sem nefnd eru í næstu setningum. Hins vegar dettur mér ekki í hug að segja, að þar með sé allt upp talið í sambandi við svo víð- tækt mál sem „stjórn og rekstur skólans". Þar stendur vafalaust sitthvað til bóta, eins og eðli- legt er, og vitið þér það vafalaust gerzt sjálfur. Myndi það ekki rétt, að nokkur skortur hafi verið í skólanum, og sé jafnvel enn, á ýmsum tækjum og áhöldum, sem æskilegt væri að hafa við kennslu í nýjustu siglingatækni ? Þá spyrjið þér einnig, hvort „sagan um tunn- una, brotnu rúðuna og aðrar slíkar sögur séu til þess fallnar, að auka á hróður skólans eða greiða fyrir fjárveitingum til hans?“ Þessu vil ég svara með svofelldum orðum: Ef þær „sögur“, sem Víkingurinn hefur sagt um skólann, eru slúður eitt og uppspuni frá rótum, dæma þær sig sjálfar, og koma blaðinu en ekki skólanum 'í koll. En hafi verið satt frá skýrt — og því hafið þér ekki neitað — dettur yður þá í hug að vitneskjan um ástand skóla- lóðarinnar hefði hvergi orðið kunnug, ef Vík- ingurinn hefði aðeins þagað? Og mætti ekki ætla, að það herti heldur á hinu opinbera að hefja einhverjar aðgerðir, ef því er lýst í víð- lesnu blaði, að ástand skólalóðarinnar sé óvið- unandi ? Loks segið þér mig skrökva því, að þér hafið oftar en einu sinni látið yður fátt um finnast eða jafnvel þykkzt við, er fram hefur komið gagnrýni á skólann og aðbúð hins opinbera að honum. Þér notið þarna stór orð, stærri en þér getið staðið við. Að minnsta kosti tvívegis haf- ið þér á opinberum vettvangi risið öndverður gegn gagnrýni, sem fram hefur komið hér í blaðinu, í fyrra skiptið þá er þér deilduð um hinar erlendu kennslubækur skölans við Grím Þorkelsson stýrimann, og nú í annað sinn í orðaskiptum okkar. Þetta stendur svart á hvítu. Erfiðara er að benda á þau ummæli — þó fallið hafi — sem hvergi eru bókfest, en það ætla ég, að lítt hafið þér tekið undir tillögur þær, sem hvað eftir annað hafa verið samþykktar á þing- um F. F. S. 1. og skólann snerta. Þér virðist furða yður stórlega á því, að 242 V í K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.