Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1950, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1950, Blaðsíða 11
ELlAS MAR: Siómmjasafnið í Greenwich Ekki alls fyrir löngu brá ég mér til Green- wich, sem er ein af útborgum Lundúna, til þess að fá lauslegt yfirlit yfir hið merka sjóminja- safn, sem þar er, National Maritime Museum. Frá miðbiki Lundúna er haldið uppi reglu- bundnum bátsferðum þangað, lagt af stað frá Thamesárbakka skammt frá Parliamentsbygg- ingunum og siglt niður eftir ánni um það bil klukkustundar leið. Ekki er hægt að segja, að það sé beinlínis skemmtileg sigling, nema ef vera kynni út frá sögulegu sjónarmiði, því báð- um megin við ána rísa dökkir og hálfhrundir kumbaldar hafnarinnar, vörugeymslur, iðn- stöðvar og skipakvíar, sumt af þessu stór- skemmt eftir styrjöldina. Það sem eina helzt vekur athygli manns, að undanskildum Tower of London, eru nýbyggingar þær og tilfæring- ar, sem risið hafa upp á suðurbakkanum skammt frá Waterloo Bridge, þar sem halda á geysimikla sýningu og hátíð á vegum gjörvalls Bretaveldis næsta ár. Verið er að byggja nýja tónlistarhöll á staðnum, sem áætlað er að verði sú fullkomnasta í álfunni. En þegar kemur niður undir Greenwich, skiptir mjög um svip. Við sjónum manns blasa hvítar og vel skipulagðar byggingar. Það er hinn konunglegi sjómannaskóli, sjóminjasafnið og sjómannaspítalinn. Umhverfis þessar bygg- ingar er geysistór parkur, en á hæðinni ofan- nokkur skuli voga sér að minnast á sjómanna- skólann, án þess að hafa leitað fyrst til yðar — ég veit ekki hvort heldur eftir fræðslu eða leyfi til að minnast á stofnunina. Er gott til þess að vita, að þér skuluð vera fús til að láta í té upp- lýsirigar um skólann. En það hljótið þér að skilja, herra skólastjóri, að ekki er sérstök á- stæða til að biðja yður „upplýsinga" um það, hvort ástæða sé til að krefjast þess af Alþingi, að það geri skyldu sína gagnvart skólanum og hafi hann ekki stöðugt að olbogabarni. Ég fæ ekki séð, að frekari umræður um þetta mál hafi að svo stöddu neina þýðingu. Get ég vel unnt yður þess, ef yður sýnist svo, að hafa síðasta orðið. Virðingarfyllst, Gils Guðmundsson. vert við þær rís hin fræga stjörnurannsókna- stöð, sem nú er að vísu komin úr notkun. Bygg- ingar þessar og umhverfi þeirra stingur mjög í stúf við flest annað af því tagi í London, því hvað sem líður ýmsum ágætum mannvirkjum hér, er umhverfi þeirra jafnan svo þröngt og vanhugsað, að þau njóta sín miklu síður en skyldi. London má heita skipulagslaus borg, og allar horfur eru á því, að hún verði lakast skipu- lagða heimsborgin eftir nokkra áratugi — að Shanghai og Reykjavík ekki undanskildum. Greenwich og ýmsir aðrir nýrri hlutar hennar eru þó undantekning, enda er allt reynt sem hægt er til þess að koma viðskiptalífinu og sam- göngumiðstöðvunum til úthverfanna. Þegar ég kom til Greenwich, hafði ég ekki tíma til að skoða annað en sjóminjasafnið og það mjög lauslega. Safn þetta er í þrem aðal- byggingum, tengdum með súlnagöngum, og er miðbyggingin frá 1635, svokallað Queen’s House. Meginhluti safnsins er þó ekki þar, heldur í hliðarálmunum, einkum svonefndri Neptune’s Hall. í Neptune’s Hall er safn af eftirlíkingum skipa svo meistaralega gerðum og fjölbreyttum, að annað eins finnst ekki. Þar eru skipamyndir frá ýmsum tímum og ýmsum þjóðum, flestar að vísu gerðar undanfarna ára- tugi með stuðningi við áreiðanlegustu heimildir. Þó eru til fjölmörg slík líkneski frá sautjándu öld, því þá tíðkaðist mjög, að skipasmiðir gerðu eftirlíkingar skipanna um leið og þeir sömdu uppdrættina, og átti þetta einkum við um þá sem sáu um smíði herskipa. Nokkur líkneski frá ennþá eldri tímum eru geymd í Queen’s House. Þarna eru fjölmörg skip, sem maður kannast við, skemmtiferðaskip, sem sigldu m. a. til íslands fyrir stríðið, herskip ýmissa þjóða, sem fræg urðu í báðum heimsstyrjöldunum, lystisnekkja Hitlers, „Grille“, stórskipin „Nor- mandie“ og „Queen Mary“ o. fl. o. fl. Ekki hvað sízt er fróðlegt að skoða gerðir elztu skipa og siglingatækja. Þarna er samankomið mikið af hlutum úr skipum, einkum skipum, er getið hafa sér einhverja frægð, að ógleymdum þeim leif- um „Fock“-leiðangursins til Norðurpólsins á s.l. öld, er fundizt hafa, og eru að mínum dómi áhrifamestu og sérstæðustu gripir safnsins. Allt annarrar tegundar eru skilríki eins og V I K I N □ U R 243

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.