Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1950, Blaðsíða 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1950, Blaðsíða 13
Hnattlíkneskjum, sólúrum, stundaglösum, krónómetr- um, segulsteinum, nútíma áttavitum og öðrum þeim tækjum, sem ég kann ekki að nefna. En einna mesta athygli vekur þó sautjándu- aldar-safn það af slíkum tækjum, sem tilheyrðu eitt sinn Barberíni kardínála, hvers föðurbróðir kvað upp dóminn yfir Galileo á sínum tíma fyrir þær vísindalegu staðhæfingar, sem hann hélt fram og þóttu þá guðlast. Sjóminjasafnið í Green- wich var stofnsett með lög- um frá brezka þinginu 1934 í því augnamiði að skýra sjóferðasögu Breta, geyma minningar um herskipaflota þeirra, verzlunarflota og veiðiflota. Það var opnað almenningi með mik- illi viðhöfn af Georgi VI. þann 27. apríl 1937. Aðsókn að safninu er mikil og öllum ókeypis. Núverandi forstjóri þess er Frank G. G. Carr. Salur í sjóminjasafninu í Greenwich. BARA BLA * Þegar ég hafði litið yfir það, sem mér vannst tími til, gekk ég upp á hæðina fyrir ofan bygg- ingarnar, en þaðan er fögur sýn yfir skipuleg húsin og ána, sem bugðast til sjávar. Uppi á hæð þessari standáf hús stjörnurannsókna- stöðvar þeirrar, sem sett var á stofn af Charles II. árið 1675 og að miklu leyti teiknuð af ein- um frægasta húsameistara Breta, Wren, þeim sama er sá um smíði Pálskirkju. Byggingar þessar eru nú í fádæma niður- níðslu og stjörnurannsóknir engar á staðnum, hins vegar veðurathuganastöð. Merkastur eða öllu heldur þekktastur er staðurinn fyrir það, að þaðan eru mældir lengdarbaugar hnattarins og stundatalið miðað við Greenwich. Umhveri’i bygginganna er mjög fagurt. Til suðurs liggur breiður vegur með háum trjám til beggja hliða, en turni Allraheilagra-kirkj u fyrir endanum. Til norðurs er borgin. En leifar stjörnurann- sóknastöðvarinnar eru til lýta á staðnum, úr því þeim er ekki betur haldið við. Hálfkúlur tui’nanna eru komnar að niðurlotum, og ekkei t bendir til þess, að frá þeim punkti sé reiknaður hver nýr dagur. London, maí 1950. 1Vlías Mar. Nýtt bindi væntanlegt. Eins og lesendum Víkings mun yfirleitt kunnugt, hef- ur Farmanna- og fiskimannasamband íslands gefið út tvö bindi af sjómannabókinni „Bára blá“, og hafa þau flutt sögur, kvæði og frásagnir um líf og störf íslenzkra sjómanna. Nú er að koma út þriðja bindi þessa safn- rits. Flytur það eingöngu valdar sjómannasögur eftir erlenda höfunda, og hefur mikill meirihluti sagnanna verið þýddar sérstaklega fyrir þessa útgáfu og ekki verið birtur hér áður. Bókin er nú fullprentuð og kemur væntanlega í bókaverzlanir um eða eftir miðjan nóvem- ber. Þetta bindi er 15 arkir að stærð. Efnið er fjöl- breytt. Sumar sögurnar eru stórbrotnar lýsingar á bar- áttu sjómannsins við hamfarir náttúruaflanna. Má í þeim hópi nefna Stormur á fiskimiðum eftir Johan Bojer, Niður hringiðuna eftir Edgar Allan Poe og Elías og skrímslið eftir Jonas Lie. Aðrar sögur bregða upp eftirminnilegum myndum úr lífi farmanna og fiski- manna, svo sem Sagan af Særek eftir Holger Drach- mann, Skipbrot eftir Axel Sandemose og Sjómanns- brúðurin eftir Elin Wagner. Þá eru sögur, sem fyrst og fremst lýsa hreysti og harðfengi: Iiule Britannia, ágæt saga úr Napóleonsstyrjöldinni eftir J. N. Hall og Hvíti livalurinn eftir Herman Melvville. Snjallar gaman- sögur og ástarsögur er þarna einnig að finna, svo sem Belson skipstjóri eftir A. R. Wetjen, ísjakinn ofhlaöni eftir Morley Roberts, að ógleymdri bráðfyndinni sögu eftir W. W. Jakobs. — Verði bókarinnar hefur verið stillt mjög í hóf. Hún kostar kr. 40 óbundin og kr. 50 í bandi. V I K I N E U R 245

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.