Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1950, Blaðsíða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1950, Blaðsíða 22
flutningar yfir Norðursjó. Nokkur vöruflutn- ingaskip, en aldrei framar suður að miðbaug. 0g svo lendir hann inni í Eystrasalti, og situr þar. Hann siglir til þýzkra, rússneskra og finnskra hafna. Og loks kemur Norðurlands- ströndin. Þér verðið að gæta yðar, skipstjóri, segja þeir, annars neyðumst við til að segja yður upp. Það líður misseri, og samningurinn er brátt á enda, en áður en þar að kemur hafa þeir neyðzt til að segja skipstjóranum upp. Og árið eftir fær hann enn minna skip. Örlítið flutningaskip, sem flytur mjólk til borgarinnar. Skipstjóri og æðstráðandi er J. G. Botnhamar. I fyrra veiktist hann enn, svo að minnstu mun- aði, að hann sigldi litlum dráttarbát á land upp. Og útgerðarmennirnir sögðu, að þetta mætti skipstjóri með fortíð J. G. Botnhamars ekki gera. Þá gekk hann á land og út á þjóðveginn, burt frá hafinu. Hann gekk nokkrar mílur og kom hingað, og það var undarlegt að hafa svo víðáttumikið land til að standa á. Og hann gekk gegnum bæinn og bar skipstjóratitil sinn. Menn voru alúðlegir við hann og báru dálitla virðingu fyrir honum, þrátt fyrir allt. Ef til vill hafa þeir haldið, að hann ætti peninga — já, ef til vill halda þeir það enn í dag, þar sem hann situr hálfsofandi og lætur Dúfuna flytja sig yfir að ígulskeri. Þegar vélstjórinn gefur merk- ið með eimpípunni, rankar hann ofurlítið við sér, opnar augun eins mikið og hann getur — það er ekki mikið — og gefur skipanir sínar fyrir siðasakir: Hægt áfram, aftur á bak, hægt áfram, og svo leggur báturinn að landi. Hann heyrir í draggarganinu og fiðlunni ofan frá danspallinum, og fótastappið á þilfarinu og uppi á bryggjunni. Og hann finnur bátinn rugga, þegar herra Júbelíus stígur á land. í þessari höfn á hann að liggja og taka inn farm af tómleika. Hann á að liggja hér í tíu mínútur, og hann þarf ekki einu sinni að líta á klukk- una. Halda síðan aftur á sæ út, heilan kílómeter inn til bæjarins, og taka farþega og vörur. Vörurnar eru límonaðikassar og brauðkörfur. Einstöku brennivínsflösku er líka smyglað með. Á það að vera einn lítill? segja þeir við skip- stjóra og æðstráðanda. Og svo fær hann sér einn, þótt útgerðarmennirnir hafi sagt, að hann megi ekki drekka. Herra Júbelíus stendur uppi á bryggjunni og horfir niður á hann. ístran á honum hangir út yfir bryggjubrúnina, og göngustafurinn hans er eins og mælikvarði. Með honum mælir hann reglusemi og sómatilfinningu þeirra, sem stíga á land á ígulskeri. Hann mælir skipstjórann, og skipstjórinn kemst ekki einu sinni upp í hálfa alin. Skipstjórinn skeytir sem sé ekki um að líta upp, þegar yrt er á hann. Hann svarar ekki einu sinni. „Þetta gengur ekki lengur, Botnhamar. Það er sama sagan á hverjum laugardegi. Einstöku laugardaga, endrum og sinnum, gætuð þér þó reynt að halda yður ófullum. Þótt ekki væri nema svo, að þér stæðuð á fótunum“. Og Júbelíus stendur á stuttum, digrum fót- unum og horfir niður á skipstjórann, sem situr á sykurkassanum og skeytir ekki einu sinni um að svara, þegar yrt er á hann. „Heyrið þér ekki einu sinni, maður?“ „Jú“, segir skipstjórinn dræmt. Og svo lítur hann upp. í sjóinn með hann, hugsar hann. Það er sjúkdómurinn, sem er að ná tökum á honum. Skipin á land og mennirnir í sjóinn. 1 sjóinn með hann, hugsar hann. Hann rís upp af sykurkassanum. Hann er stöðugur á fótunum, það er engin hætta á öðru. Og nú stendur hann uppi á bryggjunni og horf- ir á ístruna á herra Júbelíusi. 1 sjóinn með hann. Hann ýtir svolítið við honum. Hann virðist ekkert taka á, en herra Júbelíus pompar í vatn- ið. Hann rekur upp öskur, eins og hann sé að drukkna, þó að allir viti, að þarna er ekki nema einn metri í botn. En skvampið er gífurlegt. Það, sem síðan skeður, kemur skipstjóra og æðstráðanda ekki við. Hann hefur ekki frekari afskipti af málinu. Vélstjórinn hjálpar herra Júbelíusi aftur upp á bryggjuna, og herra Júbel- íus lætur Kristján fiska göngustafinn upp úr vatninu. Það gerir Kristján með glöðu geði. Svo segir herra Júbelíus sitt af hverju, sem skip- stjórinn skilur ekki, og gengur nokkur skref í áttina til hans. En hann snertir ekki skipstjór- ann, það þorir hann ekki. Skipstjórinn snýr baki við þeim öllum og horfir út á vatnið. Herra Júbelíus stígur aftur um borð í Dúfuna. Hann ætlar heim til þess að hafa fataskipti og tala við lögregluna. Og vélstjórinn á að stýra Dúf- unni í þessari mikilvægu för. Þegar báturinn leggur frá landi, stendur skipstjóri og æðstráð- andi enn á bryggjunni, og nú er auðvitað kom- inn hópur unglinga kringum hann. Þeir horfa á hann með forvitni, og kannske líka með dá- lítilli lotningu. Einhver segir eitthvað, en hann skeytir ekki um að hlusta. Hann stendur þar bara og horfir út yfir litla stöðuvatnið. Nú er því að minnsta kosti lokið, hugsar hann. Nú er öllu lokið. Og hann er rólegur, nærri því glaður. Þarna koma bræður hafsins róandi. Þeir hafa andbyr og geta ekki slagað. En nú skal verða slagað, ef þeir fá skipstjóra og æðstráðanda um borð. Þeir sjá, að hann bíður eftir þeim. Þeir 254 V í K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.