Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1950, Blaðsíða 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1950, Blaðsíða 25
Frá hafi Franski fiskiflotinn. Samkvæmt ársskýrslu 1948 var franslti fiskiskipaflot- inn þá ca. 20 skip um 1000 tonn að stærð hvert, ca. 250 stálskip 100 til 250 tonn að stærð, ca. 300 skip 50 til 100 tonn að stærð, og 12.000 vélbátar undir 50 tonn- um að stærð. Á þessum fiskiflota starfa 65.000 manns. • Brezka hafrannsóknaskipiö „Ernes Holt“ fór í aprílmánuði til Bjarnareyjar, til þess að gera hitarannsóknir í sjónum í sambandi við þorskveiðarnar þar. Áformað er að safna skýrslum um hitastig á hafsvæðum þar sem þorskveiði er stunduð. Svo er helzt að sjá, sem þorskurinn haldi sig helzt £ 2 gráðu heitum sjó, en um gottímann eitthvað minna. (Hér við land er æskilegasti sjávarhitinn fyrir þorsk- inn talinn vera 4 til 9 stig). Amerískur hvalveiöileiðangur. Amerískt fyrirtæki, Olympia Whaling Company Inc., sem nýlega hefur verið stofnað, áformar að senda hval- veiðileiðangur í Suður-íshafið á næsta hausti þegar hvalveiðitíminn byrjar. Talið er, að 9 milljón dollara þurfi til þess að koma þessu í framkvæmd, og er þar með talin breyting á tankslcipinu T 2 Herman F. Whiton (16.641 d. w. tonn) og 12 fyrrverandi styrjaldarkor- vettum. Móðurskipið Herman F. Whiton var byggður 1943 og er nú þegar byrjað að breyta skipinu í skipasmíða- stöðinni Howaldtswerke, Kiel Þýzkalandi. Stefnið verð- ur tekið af skipinu og það lengt um 41 fet, en við það stækkar það um 2000 d. w. tonn. Ýmsar breytingar aðrar verða gerðar til þess að koma skipshöfninni fyrir, sem verður um 325 manns. Þau ríki, sem fyrir eru við hvalveiðar í Suðurhöfum eru: Noregur, Bretland, Holland, Sovétríkin, Argentína og Japan. • Fiskveiðar Pakistan. Dr. Blegvad, formaður líffræðideildar fiskirannsókna- stofnunar Dana, hefur verið á ferðalagi í Pakistan fyrir skömmu síðan, og tilkynnti stjórn Pakistan eftir veru hans þar, að fiskveiðar Pakistan yrðu fimmfald- aðar frá því sem nú er, þannig að Pakistan myndi framleiða nógan fisk til innanlandsneyzlu og hafa um- framframleiðslu til útflutnings. Einnig hefur verið á- kveðin mikil uppbygging á fiskiðnaði í landinu og þar á meðal á að reisa verksmiðjur til þess að vinna há- karlalifur. Samin hefur verið áætlun um þessar fi-am- kvæmdir allar og leitað hefur verið fyrir sér í Ástralíu um kaup á skipum og ýmsum útbúnaði til hafnargerða o. fl. Ákveðið hefur verið að byggja alveg nýja fisk- veiðihöfn í Karachi. til hafnar Norska skemmtisnekkjan Stella Polaris hefur undan- farið verið í förum með amerískt skemmtiferðafólk á dollarasvæðinu. Skipið var leigt tvær ferðir frá Eng- landi til Miðjarðarhafsins í ágúst og september. • írskir kolainnflytjendur hafa orðið að panta mikið af kolum frá Saar-héruðunum og Póllandi vegna þess að Bretar hafa dregið mjög úr útflutningi kola til írlands. • Árið 1949 ferðuðust 600.000 manns sjóleiðina yfir Atlantshaf, en 270.000 með flugvélum. Af hinum fyrr- nefndu ferðuðust 250.000 með skemmtiferðaskipum. • Sem bætur upp í það tjón, sem hersveitir Mussolinis ollu í Grikklandi, eiga ítölsk skipafélög að byggja tvö 5 þúsund smálesta og þrjú 1500 smálesta farþegaskip fyrir Grikki. • Pólverjar hafa nýlokið við þriggja ára áætlun sína um að endurbyggja skipaflotann eins og hann var fyrir stríð. Nú hafa þeir samið 6 ára áætlun um mikla aukningu skipastólsins. • í stríðslok lágu í höfnum og dokkum Hamborgar um' 2900 skipa- og bátaflök af öllum stærðum. Nýlega var lokið við að ná þeim upp og er áætlað að í árslok verði búið að endurreisa að mestu vöruhúsin og markaðs- skýlin. • Hagnaðurinn af rekstri Panamaskurðsins 1948—1949 nam aðeins 1 pro mille. Hefur komið til mála að hækka skipagjöldin og ennfremur að leggja nokkurt gjald á bandarísk herskip og herflutningaskip, en slík skip hafa verið gjaldfrjáls til þessa. • Vegna þeirra ákvæða að 50 pct af Marshall-aðstoð verði að flytja með bandarískum skipum, er korn nú flutt með Liberty skipum yfir Atlantshafið fyrir tæp £ 3, en brezk skipafélög bjóða flutninginn fyrir tæp £ 2 pr. tonn. • Norðmenn eiga nú tíu hvalveiðimóðurskip, Bretar og Japanir fimm hvor, Rússar tvö og Hollendingar, Argentínumenn og Chilemenn eitt hver. • Skipasmíðar aukast hröðum skrefum í Vestur-Þýzka- landi. Pantanir frá öðrum löndum hafa aukizt mikið. Tyrkir hafa pantað fjölda af fiskikútterum. Norðmenn sömdu nýlega um smíði á 6 togurum. Pantanir hafa einnig borizt frá Austur-Þýzkalandi á togurum. Þýzkar skipasmíðastöðvar hafa þegar náð fyrirstríðsfram- leiðslugetu, og samkeppni er mikil milli þýzkra skipa- smíðastöðva. VÍKINBUR .257

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.