Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 22
pvmch á afmælísdegi konungsins. Þar þótti of dýrt að útdeila rommi með stuttu millibili og var þar að auki ekki lengur talið nauðsynlegt, með tilliti til annars lífs- viðurværis, eins og áður, þar eð matur allur og annar viðurgemingur hafði batnað mjög á skipum hans há- tignar eftir þvi sem ný tækni og kröfur komu fram. * „Línan". Allir kannast við þá gömlu venju að „skíra“ menn, sem fara í fyrsta skipti yfir miðjarðarlínuna, en fáir vita hvaðan sú venja er ættuð, en hún er gömul — allt frá dögum Karþagómanna. Þeir höfðu þann sið, að færa guðum sínum fórnir, þegar þeir fóru yfir það, sem þeir kölluðu „endimörk allra leiðareikninga" eða „hom jarðar" — Gíbraltarsund. Líklega eru þó mið- jarðarfarar nútímans hættir að færa Neptúnusi fórnir eða biðja hann bæna fyrir heill sinni og hamingju. * „Son of the gun“. — „Sonur byssunnar“. Þetta er titill, sem Englendingar gáfu þeim drengj- um, sem voru fæddir í sjóhernum. Það er frá þeim tíma, þegar konur voru með í ferðum herskipanna. Þáð kom oft fyrir, að konur ólu börn á meðan fallbyssurnar drundu á þilfarinu. Fæðingar áttu sér vitanlega stað undir þiljum og oftast í hinum venjulegu mannaíbúðum, eða í skársta tilfelli í einu horni þeirra, þar sem segldúkur hafði verið hengdur fyrir til að skýla. í enskri dagbók, sem skipstjóri á briggskipi skrifaði á Miðjarðarhafi árið 1835, hefur eftirfarandi klausa fundizt: „í dag tjáði skipslæknirinn mér, að kona ein um borð hefði haft miklar fæðingarhríðir síðustu 12 klukku- stundimar, en ekki fætt, og spurði mig, hvort ég vildi láta skjóta af einni fallbyssu. Það gerði ég og hún fæddi yndislegt sveinbarn". Það kom oft fyrir, að vafi lék á um faðernið, sem heldur er ekki svo undarlegt, þar eð stærstu skipin höfðu fleiri hundruð manna áhafnir. En Englendingar stóðu þá ekki ráðalausir og skrifuðu tafarlaust í skipsbækurnar að þessi og þessi kona hefði fætt „Son of the gun“. * „Hnútur". Orðið „hnútur“ er oft notað, þegar talað er um hraða skipa. Einn „hnútur“ er 1852 metrar. Leiðamælislínan var þannig búin hnútum (einn fyrir hver 46 fet), að hraði skipsins var ein sjómíla (1852 metrar), ef einn hnútur hljóp af línunni á 28 sek. fresti. Tímalengd var á tímum hnútalínunnar mæld með tímaglasi. Nú eru menn hættir að nota hnútalínuna, en nota í þess stað ýmist svonefnd „patent-logg“, eða nú síðast rafmagns- leiðamæli, en samt nota menn ennþá orðið „hnútur“. * „Tapto". Eitt orð, sem menn heyra oft erlendis, er orðið „Tapto". Það er merki þess, að sjóliðarnir eigi að koma sér í koju. Orðið er upphaflega hollenzkt og merkir þann tíma, er veitingahúsum og krám skyldi lokað. Þessi „sjómannsins önnur heimili" kallast á hollenzku „taps“. Þar eð orðið er gamalt, má af því ráða, að það eru ekki aðeins sæfarar nútímans, lem litið hafa inn í veitingakrárnar. * Skotœfingar. í brezka flotanum var sá siðui', að sjóliðar, sem áttu vöku um sólarlag, skutu úr byssum sínum upp í loftið. Þetta var engin kveðja, eða neitt því um líkt, bai'a gömul venja frá tímum forhlöðnu byssanna. Á þeim tíma var, satt bezt að segja, undir hælinn lagt, hvort púðrið og vopnið virkaði eður ei, en til þess að fullvissa sjálfa sig um ágæti áhaldsins, skutu menn út í loftið í þá átt, sem þeim þótti bezt henta, og var það einatt á land upp. Kom þá fyrir, er þessari sólarlagsskothríð skipverja var lokið, að friðelskandi sálir, sem á ferð voru í myrkrinu, höfðu orðið byssuhólkum að bráð. * Bretar höfðu einnig þann sið að draga blómkrans upp í masturstopp, þegar einhver af skipshöfninni kvæntist. Fyrir um það bil 200 árum var þessi regla viðhöfð á skipum, sem nýkomin voru í höfn. Næstu daga á eftir var nefnilega lítið unnið á skipunum, því menn þurftu margt að segja stúlkunum, sem strax voru komnar um borð. í þann tíma gengu eftirlitsmenn á milli skipanna og litu eftir, að allt væri í lagi og vel þrifið eftir hinn daglega hreingerningatíma. Þau skip, sem höfðu krans uppi, höfðu leyfi til að vera í dálítilli óreiðu, og þegar eftirlitsmaðui'inn sá kransinn, ónáðaði hann ekki hina kátu sæfara og ennþá glaðari „sweet- hearts". * „Húrra!“ hrópum við í sambandi við hátíðleg tæki- færi, án þess að hugsa út í það, að forfeður okkar not- uðu þetta sama hróp fyrir meir en 1000 árum. Þá hét það „Hr Rollo!“ Seinna hét það „Haro!“ og hefur síðan breyzt smátt og smátt í „Húrra!“ Ballo (Hrólfur) var þekktur víkingaleiðtogi í kringum árið 912 og her- menn hans heilsuðu honum með því að hrópa nafn hans. S. B. — Jæja, skósmiður! Eru stígvélin mín til? — Nei, en þau skulu verða til á morgun. — Hvað er þetta? Þér sögðuð í gær, að þér væruð með það síðara. — Já, það var ég líka, en þegar ég hef mikið að gera, byrja ég ævinlega á síðara stígvélinu. ★ — Vertu sæll, vertu sæll, elsku Karl, og skrifaðu mér , nú oft — þótt það væri ekki annað en póstávísusn! ★ Ungur' maður (situr úti hjá unnustu sinni): — Hefurðu tekið eftir því, elskan mín, að milljónir af stjörnum stara niður á okkur? Stúlkan: — Nei, er það satt? Ó, almáttugur! Er hatturinn minn eins og hann á að vera? 2BD VÍKIN G U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.