Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Page 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Page 29
sökkvum við á fimm mínútum. Og farðu nú aftur á, sonur sæll, og taktu til starfa. Þú mátt trúa því, að annaðhvort drögum við þetta skip til Port Royal, eða við fylg.ium því f.iandans til“. Dagur rann, og skipstjórinn reiknaði dæmi í huganum. Sker.iagarðurinn var aðeins sjö míl- ur í burtu, gerði hann ráð fyrir, og ekki leit út fyrir, að storminum ætlaði að linna fyrst um sinn. Það var því lítil von um, að skipin mundu komast af. Hann óskaði, að farþegamir á Tamp- ico gætu gert sér fulla grein fyrir því, svo að þeim mætti auðnast að strengja sem veglegust fjárhagsleg heit í tilefni hættunnar — ef þeim gæfist þá nokkurn tíma tækifæri til að efna þau. En betta yrði nú útkliáð innan hálfrar ann- arrar klukkustundar, og Morgan var feginn því. Raunverulega voru bað ekki margar klukku- stundir, sem hann hafði staðið á stjórnpalli Parac/uays, en honum fannst bað óralangur tími. Æðisgenginn stormurinn hafði lamið hann, svo að hann var eitt mar frá hvirfli til ilja. Hann var allur helaumur, og vindurinn hafði tætt bunnar baðmullarflíkumar utan af honum, líverja af annarri, þangað til hann stóð alls- nakinn við stýrið. Aftur virtist Tampico ætla að draga þá niður í djúpið. Dráttartaugin kipnti stefninu á Para- guav tvö áttastrik á bakborða, og fiallhá bylgja skall skáhallt á kinnungnum. Skipið lagðist breytulega undir hana, og hver maður um borð hélt. að nú væri það að sökkva. Þó hristi það sig hægt upp úr sjónum, en í þetta sinn voru báðir bakborðsbátarnir farnir, og gildir davíð- arnir undnir eins og vírspottar. Auk þess var reykháfurinn horfinn, kubbaður af vélarskýl- inu eins og vaxkerti. Annar stýrimaður skjögraði enn upp á brúna, með blóðið fossandi úr d.iúpum skurði á vang- anum. „Skipstjóri", æpti hann. „Þú myrðir okk- ur alla með því að halda þessu áfram. Þessi síðasta bylgja skolaði einum hásetanum enn út- byrðis, og við gátum ekkert hjálpað honum“. „Við höldum áfram, sonur sæll“, öskraði skip- stjórinn til baka. „Og eftir fimm mínútur muntu þakka mér fyrir. Hann hefur blásið svo ákaft, að hann hlýtur að fara að gefast upp. Hlauptu nú niður aftur og gáðu að því, að dráttartaugin slitni ekki“. Enn skall ein vindhviða yfir þá, sem sleit bylgjurnar bokstaflega sundur og feykti hlut- um þeirra í loft upp, og minnstu munaði, að hún hrekti skipstjórann frá stýrinu. Svo sljákk- aði í veðrinu, og áður en þeir voru búnir að spýta saltvatninu úr munninum, var komið blæjalogn. Öldurnar voru ískyggilega háar, en enginn vindblær ýfði þær. Hvirfilbylurinn var farinn framhjá, til þess að gera spellvirki sín annars staðar. Hættan var liðin hjá, nærri því eins snögglega og hún hafði skollið yfir þá. Morgan skipstjóri sleppti stýrinu, klæddi sig og tók sextunginn. Fimmtán mínútum síðar, er hann hafði gefið hásetanum stefnuna, leit hann með velþóknun yfir það, sem eftir var af skipinu hans, og síðan á náföla farþegana, sem störðu á það af lyftingunni á Tampico. „Eg verð einhvern veginn að ná tali af þessum fugl- um, áður en við komum til Kingston“, sagði hann við Llewellen. Sennilega hefur það verið í þessu skyni, sem Parapuay stanzaði daginn eftir, til þess að vél- stjórinn gæti dvttað svolítið að vélinni, eins og það var látið heita. 0g þar eð sýnt var, að viðgerðin mundi taka sex eða s.iö klukkustund- ir, þótti Morgan skipstjóra tilhlýðilegt að nota tímann til kui'teisisheimsóknar. Honum var róið yfir að Tampico, af þrem óhreinum og tötra- legum hásetum í eina björgunarbátnum, sem eftir var á skipinu. og þar var honum tekið með kostum og kynjum, tárum og fagnaðarlátum. Það var einmitt verið að hringja til hádegis- verðar. og hann var leiddur tíl sætis við hægri hönd Vaughans skipstióra, nálægt enda mið- borðsins. Isinn glamraði í kampavínsglösunum, og Vaughan skipstióri reis á fætur og mælti nokkur vel valin orð um afrek Morgans. Síðan var skál hans drukkin með miklum húrrahróp- um, og Morgan skipstjóri reis upp til þess að svara. Hann var enginn ræðumaður, en þetta var örlagastund í lífi h'ans og hann lét ekki sitt eftir liggja. Hann hafði barizt fyrir peningum, lagt líf sitt og skip í hættu fyrir peninga, og nú ætlaði hann að tryggja sér borgunina. Hann grunaði, að Vaughan hefði re.vnt að gera sem minnst úr hættunni, til þess að gera ekki far- þegana órólega. sEn hann kærði sig kollóttan um sálarró þeirra. Hinsvegar var honum annt um subbulega konu og nokkur úfin og óhrein börn í sóðalegum hafnarbæ í Wales, og þeirra vegna tók hann til máls. Hann gortaði ekki af sjálfum sér, heldur talaði aðeins um háskann, sem vofað hafði yfir Tampico. En það var líka umræðuefni, þar sem hann gat notað hin sterk- ustu lýsingarorð, sem hann kunni. Hann talaði ekki lengi, en þegar líann settist, voru farþeg- arnir fölir af skelfingu við tilhugsunina um, hve naumlega þeir höfðu sloppið úr greipum dauðans; og kurteisi maðurinn í glæsilega ein- kennisbúningnum, sem sat við hlið hans, réð sér varla fyrir niðurbældri reiði, meðan hann hlustaði á hann. Það var allt satt, sem hann sagði, dagsatt, en hin óskráðu siðalögmál skip- V í K I N G U R 2B7

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.