Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Síða 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Síða 42
HÆTTULEGIR INNFLYTJENDUR Sunnudag einn vorið 1930 gekk- dýrafræðingur nokk- ur sér til skemmtunar um strandhéraðið við Natal í Brasilíu. Þá uppgötvaði hann, sér til mikillar undr- unar og ótta, lirfu úr flugunni Anopheles gambiæ. Það lá við að hann fengi taugaáfall. Hann hraðaði sér heim og sagði við konu sína: •— Ég hef fundið lirfu úr Anopheles gambiæ! — Einmitt það, sagði konan. — Segirðu einmitt það? Veiztu, að fluga þessi á heima í Afriku og að þetta eru í fyrsta skiptið, sem hún finnst annarsstaðar? -■ ■ Nei, það vissi ég ekki. — Þá er kominn tími til að þú vitir það. Anopheles gambiæ er nefnilega hættulegasti malariu-smitberi, sem menn þekkja, og nú getum við átt vón á reglu- legum maraliufaraldri hér. Menn vita ekki með vissu, hvort flugan barst til Brasilíu með flugvél eða skipi. Aftur á móti fengu menn brátt fullvissu fyrir því, að hún hafði aukið kyn sitt í stórum stíl í strandhéruðunum við Natal, áður en vitað var um hana. En þegar vitað var um tegund flugunnar, bentu vísindamenn á ráð til útrýmingar á henni til að koma strax í veg fyrir malariu-hættuna. Vatnið í pollunum og vötnunum, sem flugan hélt sér í, var ósalt, því hún getur aðeins þrifist í ósöltu vatni. En pollar þessir voru aðskildii' frá hafinu af mjórri landræmu, og ef landræman væri rofin og saltvatnið látið flæða yfii' landið og vötriin, myndi flugunni verða útrýmt í einu vetfangi. Hugmyndin var því borin undir yfirvöld staðarins, sem sögðust myndu athuga hana og kannske skipa riefnd í málinu. Þetta var í maímánuði 1930. í september sama ár gengu vísindamennirnir eftir svari. — Það er nú það -— sögðu yfirvöldin. — Þetta er skrambi flókið mál og viðkvæmt, þar sem ýmsir ólíkir hagsmunir rekast á. Jarðeigendur eru til dæmis Enginn trúði honum, þegar hann sagðist hafa fengið blóðnasir. Hann var dæmdur til að hengjast — og hann var hengdur. Gálginn stóð þá fyrir utan London, og böðullinn átti svo annríkt, að hann vann verk sitt oft illa. Hálftíma seinna áttu systir og mágur hins hengda af hendingu leið framhjá, og systirin þekkti bróður sinn. Þau skáru hann niður til að veita honum sæmi- lega útför, — en þegar þau fóru að bera hann á milli sín, urðu þau þess vör, að hann var lifandi. Þarna var enginn maður nærri, svo þau leiddu hann á milli ekki sérlega hrifnir af að fá saltvatn flæðandi yfir landeignir sínar, jafnvel þó þeir fái skaðabætur. Nú, hver á að greiða þær? Getum við náð þeim inn með sköttum og þá hverskonar sköttum? Þetta er allt saman svo eru skaðabæturnar einnig nokkuð vandamál. Þvi mjög vandasamt mál, herrar mínir, sem þarf tíma til að leysa, og það þýðir þess vegna ekkevt að reka á eftir. Nokkrar viðræður áttu sér enn stað um málið, sem þó engan árangur báru, og í apríl 1931 kom fyrsti malariu-faraldurinn. Á meðan hann stóð yfir og fólk lá í hrönnum og hundruð manna létu lífið, var loks hin lofaða nefnd sett á laggirnar. Hún var þó aftur leyst upp strax og faraldurinn var liðinn hjá og engar nýjar nefndir voru skipaðar, er fjraldurinn gaus upp aftur: Því nú höfðu menn sætt sig við ástandið sem óviðráðanlegt böl, sem ekkert varð gert við eða breytt! Fólk hrundi niður í þúsundatali, ekki aðeins í brasil- iska heimahéraði flugunnar, Rio Grande do Nort og nábúahéraðinu Ceara, heldur einnig í öðrum héruðum. Heilir landshlutar tæmdust af fólki, sem flúði í ofboði undan dauðanum. Við önnur héruð stöðvuðust allar samgöngur af hræðslu við veikina. Vísindamennirnir héldu fyrirlestra og bentu á hvaða vcpn gegn flugunni væru tiltækileg. Þeir upplýstu meðal annars, að Gambiæ-flugan væri dugleg að fljúga og tæki ekki nærri sér að ferðast 4 til 5 km. í leit að heppilegum vatnspytti, þar sem hún gæti verpt eggjum sinum. Þeir fengu vitneskju um að nú hefði flugunnar orðið vart 180 km. frá þeim stað, er fyrst varð vart við hana. Þá 220. Síðan 300 km. o. s. frv. o. s. frv. I einstaka héruðum fóru menn eftir ráðleggingum vísindamannanna, en allar ráðstafanir, sem gerðar voru allt til ársins 1939, voru að mestu vindhögg og kornu ekki að notum. 1938 var Gambiæ lirfan komin 400 km. frá strand- sín heim. Hvort heldur hann var sekur eða saklaus, varð hann auðvitað að flýja landið, ella átti hann á hættu að verða hengdur aftur, og þau komu honum um borð í skip, sem var á förum til Ameríku. Hálfu ári eftir að hann sté á land í New York, stóð hann allt í einu á götunni augliti til auglitis við sjómanninn, manninn, sem hann var ákærður fyrir að hafa myrt, og hafði verið hengdur fyrir. Sagan á að vera skráð í enskum réttarannálum. Hún er gott dæmi um þau furðulegu atvik, sem oft gerðust í sambandi við ,,pressunina“. 3DD V I K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.