Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Side 45

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Side 45
Öftast héldu þessir markaðsprangarar því fram, að þeir væru sjálfir eitt til tvö hundruð ára gamlir og festu upp á staur vottorð frá kirkjunni, þar sem þeir höfðu verið skírðir, þessu til sönnunar. Almenningur vitkaðist ekki hót, og þó mönnum fyndist þeir hafa verið gabbaðir af einum, festu þeir strax trúnað á þann næsta. Menn höfðu yndi af að hugsa sem svo: Hvers vegna skyldi maður ekki geta orðið hundrað ára eða meir? Það fannst engum neitt ótrúlegt við það, að hægt væri með einhverjum ráðum að lengja lífið stórum. Úr því biblían skýrði frá Methúsalem, sem varð 965 ára, var það næg sönnun þess, að óþarfi væri að deyja 70 til 80 ára gamall. Ein aðalástæðan fyrir því, að menn trúðu á slíka lífdrykki, voru frásagnir um óvenju gamalt fólk. Latneski sagnritarinn Sueton segir frá því, að í tíð Títusar keisara hafi iifað 3 manneskjur í Róm 140 ára, og 6 120 ára. Attila Húnakonungur, sem kallaði sig „svipu guðs“, og uppi var á 5. öld, varð 124 ára. Englendingur nokkur, fæddur árið 1483 og dáinn 1651 varð eftir því 168 ára og iifði stjórnartíðir tíu kon- unga, og árið 1666 segir þýzki læknirinn Christian Mentzellius frá því, að þegar hann hafi fylgt kjör- furstanum í Brandenburg til Clewe, hafi hann hitt þar öldung, 120 ára, sem sýndi sig fyrir peninga. Ennþá furðulegri er frásögn þýzka læknisins Hufeland. Hann segir frá öldung, sem hann hafi hitt í Pfalz og varð 120 ára, er hann dó, fjórum árum síðar. Árið 1787, þegar Hufeland talaði við hann, og hann var 116 ára, hafði hann misst allar tennurnar, en skyndilega uxu átta nýjar tennur í munni hans. Þessar átta tennur duttu að vísu úr honum eftir 6 mánuði, en átta aðrar uxu í þeirra stað og urðu til frambúðar. Þessar sagnir eru reyndar ekki svo ótrúlegar, því að á vorum dögum eru dæmi þess, að fólk hafi í raun og veru orðið mikið yfir hundrað ára. Um 1870 var uppi maður í Líflandi, sem raunverulega var 168 ára og hafði verið í orust- unni við Poltava, og franskur liðsforingi, Saxin, sem var tekinn til fanga af Rússum við Bereziwa árið 1813, dó ekki fyrr en 1916, yfir 126 ára gamall, í borginni Saratow, þar sem hann hafði setzt að sem kennari. Það er einnig sannanlegt, að Norðmaðurinn Christian Drakenberg, sem dó í Aarhus árið 1772, varð 146 ára. Þegar samtíðarmenn þessa eldgamla fólks sáu aldur þess, hlutu þeir að festa trúnað á, að það hefði ef til vill þekkt einhver dularfull meðul til að lengja lífið, og þegar gamla fólkið var spurt um það, má vera, að það hafi stundum látið drýgindalega og sett á sig leyndardómsfullan svip, sem auðvitað varð til að styrkja trú hinna. . i. 4a Nú eru menn hættir að trúa á „æskulindina og „líf- drykkinn", að minnsta kosti í þeirri mynd, sem menn hugsuðu sér fyrrum. En hinsvegar hefur maðurinn ekki gefið upp vonina um, að ráð kunni að finnast til að legja lífið allverulega, og menn lesa af ákafa frá- sagnir um þessi efni. Þegar nemandi Pasteurs, Rússinn dr. Metchnikoff, fann fyrir nokkrum áratugum blóð- vatn gegn makrophagos, hvítu blóðkornunum, sem talin eru orsaka eyðileggingu líkamsvefjanna smátt og smátt — en reyndar blóðvatn, sem einungis verkaði á kánínur og marsvín — nefndi hann það natneska nafninu: „Serum antileucocytaire", en öllum almenningi fannst Þig hinztu kveðju Icveö ég hér minn kæri frændi og vinur. Mér fellur þungt aö fallinn er hinn frjálsi, sterki hlynur. En eftir vakir minning manns, sem mikla víösýn átti og batt sitt traust viö bjargráö hans sem blessun gefa mátti. Af alhug vil ég þakka þér allt þitt, í kynningunni, öll gullin, sem aö gafstu mér til geymslu í minningunni. Þín glaöa lund, þín góöa sál, þitt göfga, hreina hjarta, þín gjörhygli á menn og mál og mannkærleikann bjarta. Nú siglir þú meö segl viö hún aö sjómanns stoltum vanda og lífsins, dagsins bjarta brún þér birtir sýn til landa. Því fáir áttu fegri gnoö þá féll þeim stundarslagiö, jafn hreinan skjöld, jafn hvíta voö í hinzta feröalagiö. M. A. þetta nafn allt of erfitt og tilkomulítið og nefndi það „Blóðvatn gegn ellinni“. Það var gamla, dulda vonin, sem kom hér aftur í ljós. Þegar Ponce de Leon lagði af stað fyrir fjórum öldum til að finna æskulindina, fann hann hana að vísu ekki, en hann fann hið fagra Florida. Þegar gull- gerðarmaðurinn Böttiger leitaði að lífdrykknum, fann hann samsetningu postulínsins. Eitthvað finnst ætíð, þegar leitað er. Og þó tæplega sé hægt að gera ráð fyrir, að meðal finnist við dauðanum, er ekki ólíklegt, að ýmis ráð finnist til að legja lífið. „Lífdrykkinn“ finnum við ekki fremur en þeir gömlu. V I K I N G U R 3D3

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.