Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 59

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 59
Þessi tvö atriði voru tillögur P. F. S. f. um yfirstjórn skólans (skólaráð) og hugleiðing um kennslubækur hans. Var síðan farið nokkrum orðum um bæði þessi atriði. Nú spurði ég: „Hvað á þarna eftir að upplýsa um stjórn og rekstur Sjómannaskólans (ég á þarna auð- vitað ekki við skólanefndina og kennslubækurnar) ?" Orðunum innan sviga bætti ég við til þess að knýja yður til að skýra frá hvað þér væruð þarna að gefa í skyn, ef það væri þá annað en gaspur út í loftið, því ég ályktaði sem svo, að varla gætuð þér átt við það, að ræða þyrfti á ný atriði, sem gerð hafði verið full grein fyrir áður og drepið lauslega á aftur nú. Eitthvað mun hafa vafizt fyrir yður að svara þessari spurningu, en óskaráðið kom yður samt í hug. Jú, það voru einmitt skólanefndin og kennslubækurnar, sem átt var við!! Að vísu spyrjið þér nú, hvort ekki vanti eitthvað af nýjum tækjum í Sjómannaskólann, eins og þeir skólar, sem þar eiga heima, séu einu skólarnir í landinu, sem ekki hafi getað fullnægt þörfum sínum fyrir ný tæki á þessum erfiðleikatímum; en það er bara til að segja eitthvað. Ekki tekur betra við, þegar þér ætlið að finna stað orðum yðar um þá furðulegu afstöðu, sem þér segið mig hafa tekið, þegar rætt hafi verið um að fullgera húsið og ganga frá lóðinni. Það athugist vel, að þau ummæli standa í 2. grein yðar og mér virðist þau vísa tií einhvers, sem á að hafa skeð áður en deila okkar byrjaði. Þau hefjast á orðunum: „Oftar en einu sinni . . ." (sjá framar). Þessu kvað ég yður hreinlega hafa skrökvað upp, og skoraði á yður að afsanna þann áburð með því að nefna dæmi. Skulum við nú athuga hvernig yður tekst það. Nú er ekki að sjá, að þetta hafi skeð nema tvisvar, og segið þér fyrra skiptið hafa verið, þegar ég deildi við Grím Þorkelsson stýrimann um kennslubækur Stýri- mannaskólans, en hið sanna í því er þetta: Árið 1946 skiptumst við Grímur Þorkelsson á skoðunum um kennslubækur Stýrimannaskólans og annað, er að sjálfri kennslunni lýtur, en hvorugur minntist einu orði á framkvæmdir við skólahúsið eða lóðina. Um þetta getið þér sannfærzt sjálfur með því að fletta upp í VIII. árg. Víkings. Hin fullyrðing yðar, að ég hafi hellt úr skálum reiði minnar út af því, að kröfur komu fram í fyrstu grein yðar um að fullgera skólahúsið og ganga frá lóðinni, vona ég að ekki þurfi mörg orð um að hafa. Hún er svo fráleit og fjarri allri skynsemi, að hver meðalgreindur maður hlýtur að hlæja að slíkum tilbúningi, og sýnir eins vel og tilvitnun yðar í orða- skipti okkar Gríms Þorkelssonar, út í hvaða vandræði þér eruð kominn. En þó þetta tvöfalda haldreipi yðar hafi nú bilað, eruð þér ekki af baki dottinn, því þér eigið annað til vara. Þér gefið nefnilega í skyn, að ef til vill hafi ég viðhaft einhver slík ummæli, þó ekki séu þau bók- fest, og svo haldið þér að ég muni lítt hafa tekið undir tillögur frá þingi F. F. S. f., sem snerta skól- ann! Jæja, hvað þarf þá frekar vitnanna við? Er ekki þarna sannað, að ég hafi „þykkzt við og hellt úr skálum reiði minnar" yfir einhvern? Þér eruð orðhagari en ég, herra ritstjóri, og meiri fræðimaður, svo að það er bezt að þér ráðið sjálfur nafninu á þessari málsmeð- ferð yðar. í fyrri skrifum mínum í þetta blað hef ég boðið bæði yður og öðrum, sem um málefni skólans rita, allar þær upplýsingar, sem ég get í té látið, og sam- vinnu um allt það, sem stofnuninni mætti verða til gagns. Þetta heitir á yðar máli að ég „furði mig á að nokkur skuli voga sér að minnast á skólann án þess að leita fyrst til mín", og þýðir nú ekki að kipp'a sér upp við slíkt lengur. En haldið þér nú, herra ritstjóri, að mikið hefði sakað þótt þér hefðuð aflað yður hald- betri vitneskju en þér virðist ráða yfir um málefni Sjómannaskólans, áður en þér fóruð af stað með fyrstu grein yðar, jafnvel komið til min og rætt við mig í allri vinsemd um það, sem þér höfðuð á hjarta, því aðstöðu minnar vegna ættu ekki aðrir að vera kunn- ugri þessum málum en ég? Ég held fyrir mitt leyti, að þá hefðum við komizt hjá þessum orðaskiptum, sem ég býst við að hvorugum hafi verið til ánægju né mál- efnum Sjómannaskólans til framdráttar. Vel get ég trú- að því, að í upphafi hafi það ekki verið ætlun yðar að veitast að okkur, forráðamönnum skólans, þó svona tækist til. En þegar út í það var komið, hafið þér ekki viljað draga í land, enda hefur mér fundizt, að í þess- ari deilu okkar hafið þér stundum beitt meir mál- færsluaðferðum sumra samferðamanna yðar en reglu Ara Þorgilssonar, að vilja hafa það heldur, er sannara reyndist. Ég læt nú útrætt um þetta af minni hálfu, og breytir þar engu um, hvort heldur þér látið hér staðar numið eða ekki. Með þökk fyrir birtinguna. Friðrik V. Ólafsson. Þótt ekki væri með öllu ástæðulaust að gera nokkrar athugasemdir við þetta svar Friðriks V. Ólafssonar skólastjóra, mun ég láta það ógert, þar eð ég fæ ekki séð, að málefni því, sem um er deilt, sé greiði ger með frekari orðaskiptum í þessari tóntegund. Gils Guðmundsson. Fjórtánda þing F. F. S. í. Fjórtánda þing Farmanna- og fiskimannasambands íslands var háð í Reykjavík í nóvembermánuði s. 1. Þingið var fjölmennt og athafnasamt og gerði margar ályktanir. Fréttir af þinginu verða birtar í janúar- blaði Víkings. VIKlN G U R 317
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.