Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 23
BÆKUB TIL IOLAGIAFA Ef þér lítlð yfir eftirfarandi skrá, þá munuð þér sannfœrast um, að þar er að finna bœkur vlð hvers manns hæfi, ungra os «,amalla, karla og kvenna: 1. Sögur ísafoldar, 4. bindið er komið, en fyrri bindin eru því nær uppseld. í þessu bindi er m. a. Vendetta. 2. Æfisaga Guðmundar Friðjónssonar, skráð af Þóroddi syni hans. 3. Norræn söguijóð, eftir Matthías Jochums- son. í þessari bók eru ljóðaflokkamir Frið- þjófssagá, eftir Tegner og Bóndinn, eftir Hovden, báðir skreyttir myndum. 4. Afdalabam, eftir Guðrúnu frá Lundi. Þið rnunið eftir Dalalífi. — Afdalabarn gerist á sömu slóðum. 5. Bjössi á Tréstöðum, unglingasaga, eftir Guð- mund L. Friðfinnsson, bónda að Egilsá í Skagafirði. 6. Snorrahátíðin. Myndir frá Snorrahátíðinni, ræður, ávörp og lýsing á hátíðahöldunum. Jónas Jónsson sá um útgáfuna. 7. Dnlarmögn Egyntalands, eftir Brunton. — Guðrún Indriðadóttir þýddi. Bækur Bruntons eru afburða skemmtilegar og vel ritaðar. 8. Nonni. Hvert mannsbarn á Islandi kannast við bækur Jóns Sveinssonar. Þær voru lesnar á hverju heimili, næst á eftir Beraskunni, eftir Sigurbjörn Sveinsson. Nonni er 4. bókin, sem kemur út af safni Nonna-bókanna. 9. Bernskan. Heildarútgáfa af verkum Sigur- björns Sveinssonar, eru tvö bindi, Bernskan og Geislar. Bækurnar eru gefnar út í fallegri útgáfu, með myndum eftir danska teiknar- ann Falk Bang, Tryggva Magnússon, Halldór Pétursson o. fl. Nú eru aðeins örfá eintök eftir af þessari vinsælu bók. 10. - Mamma skilur allt, eftir Stefán Jónsson. íslenzkir lesendur kannast við Hjalta litla. Þessi nýja bók er framhald af Hjalta. 11. Virkið í norðri, eftir Gunnar M. Magnúss. Þetta er 3. og síðasta bindið og lýsir atburð- um ófriðarins á sjónum við strendur lands- ins og áhrifum þeirra á líf þjóðarinnar. Auk þess eru þar myndir af öllum íslendingum, sem fórust á sjó af ófriðarástæðum. 12. Gröndal. í fyrra kom út fyrsta bindi af verkum Benedikts Sveinbjarnarsonar Grön- dals. í þessu bindi eru greinar han.s, r;tgerð- ir, bréf o. fl. 13. Eiríkur Hansson, eftir Jóh. Magnús Bjama- son. 14. Lltli dýravinurinn, sögur og ljóð eftir Þor- stein Erlingsson. Mest af því, sem þarna kemur, birtist áður í gamla dýravininum og sömu vinsælu myndiraar, sem fylgdu sögun- um þar, skreyta bókina. En auk þess hefui Ragnhildur Ólafsdóttir teiknað nokkrar fallegar myndlr. 15. Bélu-Hjálmar. — Heildarútgáfa af verkum Bólu-Hjálmars í fallegu skinnbandi. 16. Einar Benediktsson. — Ljóðasafn Einars í vönduðu skinnbandi. 17. Bláskógar, ljóð Jóns Magnússonar, bundin í vandað skinnband. 18. Islenzk úrvalsljóð, eftir öll helztu ljóðskáld íslendinga, tólf bindi, bundin í alskinn og gyllt í sniðum. 19. Gömlu ljóðabælrurnar Snót, Svanhvít og söfnin, sem út hafa verið gefin og verða Svava. Þetta eru ennþá vinsælustu ljóða- lengi. 20. íslenzk nútíma lyrikk. Ljóðaúrval í framúr- skarandi fallegu bandi. 21. Ferðaminningar Sveinhjarnar Egilson. — Ferðaminningarnar eru í tveimur bindum, skemmtilegar og fróðlegar. 22. Sjómannasaga, eftir V. Þ. Gíslason skóla- stjóra. Fróðleg og skemmtileg lýsing á lífi íslenzkra sjómanna, skreytt miklum fjölda mynda. 23. Sjósókn, endurminningar Erlends Björns- sonar á Breiðabólstað, skráðar af séra Jóni Thorarensen. 24. Saga Vestmannaeyja, mikið verk og fróðlegt, eftir Sigfús M. Johnsen. 25. Barðstrendingabók, eftir Kristján Jónsson frá Garðsstöðum. 26. Saga Strandamanna, eftir Pétur Jónsson frá Stökkum. 27. íslenzkir þjóðhættir, eftir Jónas Jónasson frá Hrafnagili. 28. Eirlkur á Brúnum, heildarútgáfa, Vilhj. Þ. Gíslason bjó undir prentun. 29. Læknar á íslandi, eftir Vilmund Jónsson landlækni. Merkilegt heimildarrit. 30. Lífið og ég, eftir Eggert Stefánsson söngvara er ein af þeim bókum, sem mesta athygli hafa vakið á þesus hausti. Eggert hefur sér- stæðan og glampandi stíl. 31. Á hverju heimili ætti að vera til Sálmabókin, Biblían í myndum (myndirnar eftir lista- manninn Doré), Bænabókin, eftir séra Sig- urð' Pálsson í Hraungerði og Nýjar Hug- vekjur Snúið yður til næsta bóksala eða beint til BÓOVERZLUNAR ÍSAFOLDAR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.