Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1951, Blaðsíða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1951, Blaðsíða 6
skipi. Kostnað af' þessum skemmtunum fyrir útlenda sjómenn munu danskir skipaeigendur greiða. Skemmtiferðalögin út um Danmörku fyrir erlenda sjómenn eru landkynningarstarf, sem „Söfartsklubben" gengst fyrir. Ég vil benda íslenzkum sjómönnum, sem koma til Kaupmannahafnar og vilja skoða sig um og skemmta sér ódýrt, á að snúa sér til erindreka „Söfartsklubben" og fá leiðbeiningar og aðstoð. Þær eru veittar af velvilja og endurgjaldslaust. Að lokum vil ég svo kynna Börge Mikkelsen (MIKE) fyrir ykkur. Hann er fæddur árið 1906 í Lönstrup, og er fiskimannssonur. Fjórtán ára fór hann fyrst til sjós á fiskiskip. Síðan sigldi hann á skonnortu á milli Nýfundnalands og Spánar með fisk og salt. Þá var hann eitt ár á fjórmöstruðum „bark“, Hertzogin Cecilie frá Marianhamn. Sigldi svo með Hollendingum, Englendingum, Norðmönnum og Ameríkönum. Að lokum var hann þrjú ár í ameríska strand- varnarliðinu (U.S. coast-guard). Frá því 1940 þar til í maí 1944 var Mikkelsen brúarvörður við Löngubrú í Kaupmannahöfn. Þar gat hann sér mikinn orðstír fyrir hversu hann bjargaði mörgum frá drukknun. Hann var þá sæmdur danska afreksmerkinu fyrir björgun úr lífs- háska. Árið 1944 tóku Þjóðverjar hann til fanga og sat hann í fangelsi í átta mánuði. Mikkelsen hefur fengizt töluvert við ritstörf. Frá því 1940 hefur hann skrifað átta drengja- bækur, safnað sjómannasöngvum, skrifað fjór- ar skáldsögur um líf sjómanna, svo og greinar og smásögur. Skáldsagan „Tre slags Folk“ mun nú hafa verið þýdd á íslenzku og mun bráð- lega koma út á vegum Sjómannaútgáfunnar undir nafninu „Þrenns konar menn“. Fyrsta maí 1949 réðist Mikkelsen sem erindreki „Sö- fartsklubben“. Mikkelsen er einnig umboðsmað- ur góðgerðaskrifstofu norska kaupskipaflotans. Sem gamall farmaður þekkir hann sjómanna- stéttina, áhugamál hennar og athafnir á sjó og í landi. Starf sitt leysir hann því af hendi • með ágætum, af alúð og kostgæfni, svo vart verður betur gert. Eitt sinn er ég ræddi við Mikkelsen um sjómannastéttina, spurði ég hann, hvemig honum hefðu komið íslenzku sjómenn- irnir fyrir sjónir og hvernig honum félli við þá. Svaraði hann eitthvað á þessa leið: „Ég er glaður yfir að hafa haft tækifæri til að kynn- ast íslenzku sjómannastéttinni. Islenzkir sjó- menn eru dulir og flíka ekki með tilfinningar sínar, og eru seinir til kunningsskapar. Ég vona að ég eigi eftir að kynnast mörgum íslenzkum sjómönnum, því kynnin hafa verið slík“. Fj. Frá hafi til hafnar Japanska stjórnin hefur pantað 600 þús. smál. af brotajárni og hyggst vinna úr því ca. 200 smál. af stáli, sem notað verður til nýbygginga. • Sænskt skipafélag er að láta smíða nýtízku „sjóbíl", sem á að annast farþegaflutning milli Kaupmanna- hafnar og Malmö. Á harm að flytja 65 farþega og ganghraðinn verður 30 sjómílur á klukkustund. • Frá ársbyrjun 1950 til júlíloka námu sektir fyrir smygl á svissneskum úrum til Bretlands alls 130 þús. sterlingspund. Alls fundust 27 þúsundir svissneskra úra. • Ástralska stjórnin hefur í undirbúningi smíði sex 2 þús. smál. kafbátaspilla af nýrri gerð og á hver þeirra að kosta 2 milljónir sterlingspunda. • Danmörk og Sovétríkin hafa gert með sér viðskipta- samning. Selja Danir hesta og saltsíld, en kaupa kol í staðinn. • Laun japanskra sjómanna í utanlandssiglingum á japönskum skipum eru þrisvar sinnum lægri en brezkra sjómanna. • Norski tankskipaflotinn hefur stækkað mikið á árinu 1950 og er hann nú þriðji í röðinni í heiminum. Aukn- ingin er öll stór og nýtízku tankskip. • Fljótandi eldhús, sem Þjóðverjar byggðu fyrir hafnar- verkamenn í Hamborg eftir mestu loftárásir Banda- manna, verða nú notuð fyrir sýningargesti á hinni miklu sýningarhátíð Breta í London á sumri komanda. • Kafarar hafa nýlega fundið rómverskt skip hlaðið vínámum á tíu faðma dýpi nálægt Cannes. • Ákveðið hefur verið, að hin mikla olíuhreinsunarstöð, sem Bretar eru að byggja nálægt Southampton, og áætlað er að kosti 37,5 millj. sterlingspunda, skuli full- gerð 1. janúar 1952. • Rússar hafa náð upp þýzka farþegaskipinu Hamborg, sem sigldi á Ameríku. Viðgerð á skipinu fer fram í Hollandi. Brezk tollyfirvöld telja að þau hafi upprætt smygl- arahring, sem starfað hefur síðastliðin þrjú ár í ýmsum hafnarborgum Bretlands. • Maoria ættflokkurinn í Nýja-Sjálandi hefur nýlega haldið mikla hátíð í tilefni af því, að sex hundruð ár voru liðin frá því að forfeður þeirra námu þar land, á flota, sem taldi níu eintrjáninga. 6 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.