Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1951, Blaðsíða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1951, Blaðsíða 9
ágætum árangri. Þeim hefur tekizt að þekkja í sundur fisktegundirnar í sjónum, þegar fiskur fer í torfum, t. d. ufsa frá síld. Eitt einasta rannsóknaskip á Norðurlöndum er nú búið svona tæki, en það er hið nýja, mikla skip Norðmanna, Georg Ossian Sars. Það dregur um hálfa sjómílu út frá skipinu á hvorn veg og getur því sópað slóð, sem er ein sjómíla á breidd. Nákvæmni þess er svo mikil, að það finnur síldartorfur, sem ekki er í nema f jórar— fimm tunnur. Asdic-tæki eru sjálfritandi, en all-margbrotin í meðferð, enda höfðu Norð- menn þrjá sérfræðinga, aðeins til þess að beita því, í rannsóknaleiðangrinum síðastliðið sumar. Því skal skotið inn í, að íslendingar eiga því miður ekkert asdic-tæki enn sem komið er, og væri þess þó hin brýnasta þörf. Enn má nefna áhald, sem kemur að góðu gagni, þegar farið er yfir straummót, en það er sjálfritandi hitamælir. Bæði Dana og Sars eru búin slíkum tækjum, en þau eru nú einnig, fyrir tilstilli Fiskideildarinnar, komin í örfá íslenzk skip, þar á meðal Maríu Júlíu. 7. Hafstraumar við ísland. Að íslandi renna tvö straumföll, Golfstraum- urinn að sunnan, Pólstraumurinn að norðan, enda liggur landið á hrygg, er þvergirðir At- lantshafið og skilur hlýjan sjó frá köldum. Golfstraumurinn kemur upp að suðurströnd- inni, rennur vestur með henni og norður með vesturströndinni. Undan Vestfjörðum greinist hann í tvennt og fellur kvísl til vesturs og síðan suður um Grænlandshaf, en önnur rennur norð- ur fyrir og austur með norðurströndinni. Eink- um getur hún látið mikið til sín taka á sumrin og hitar þá sjóinn úti fyrir Norðurlandi langt norður í haf, en hluti þessarar kvíslar kemst austur fyrir Langanes og rennur til suðurs meðfram Austfjörðum. Straumurinn, sem að norðan kemur, greinist all-norðarlega, vanalega á milli Grænlands og Jan Mayen, í tvær álmur, og fellur önnur, Austur-Grænlandsstraumurinn, suður um Grænlandshaf fyrir vestan Golf- strauminn, en getur stundum náð alveg upp undir norðvesturhorn landsins. Hin álman tek- ur stefnu til suðausturs, en þegar hún rekst á Færeyjahrygginn, fyrir austan ísland, beygir hún austur í haf. Þessi álma nefnist Austur- Islandsstraumurinn. Mjög eru áraskipti að því, hve sterkir straum- ar þessir eru. Eftir fréttum fi’á rannsóknaskip- um hafa allir kaldir straumar látið óvenjulega mikið til sín taka síðastliðið sumar, bæði Aust- ur-íslandsstraumurinn, Austur-Grænlands- straumurinn og Labrador-straumurinn, á milli Grænlands og Kanada. Doktor Táning kom fyrstur með þá skoðun fyrir tveimur árum, að þegar Austur-Islandsstraumurinn væri mjög sterkur, kynni hann að koma í veg fyrir göngur Norðurlandssíldarinnar nógu langt til vesturs til þess að hún gæti náð Norðurlandi, og taldi hann þetta vera líklega skýringu á síldarfæð- inni við Norðurland það ár. Á hinn bóginn hafði ég gert mér í hugarlund, að of mikill Golfstraumssjór sunnan um landið gæti ráðið úrslitum, enda hafði ég ekki á þeim árum tæki- færi til þess að kynnast straumunum fyrir austan landið og útbreiðslu síldarinnar í haf- inu þar. Það virðist nú vera að koma í Ijós, að styrkleiki Austur-íslandsstraumsins kunni að hafa úrslita þýðingu um síldargöngur til Norðurlands á sumrin, og kem ég nú að því að skýra frá niðurstöðum Dana og Norðmanna síðastliðið sumar. o 8. Rannsóknir Dana í hafinu austur af íslandi síóastli'öiö sumar. Danska hafrannsóknaskipið Dana var að störfum hér fyrir austan landið tvisvar sinnum síðastliðið sumar, fyrst í júní og síðan í ágúst, undir stjórn hins þekkta danska fiskifræðings, dr. Tánings. Þegar Dana var á heimleið, skrif- aði dr. Táning mér frá Færeyjum, og leyfi ég mér nú að drepa á það helzta, sem í því bréfi var sagt varðandi Norðurlandssíldina. I byrjun ágústmánaðar var útbreiðsla síldar- innar norður af Færeyjum allt öðru vísi en verið hafði í júní og var það bersýnilegt, að hér hafði kaldi sjórinn verið að verki, annað hvort beinlínis eða óbeinlínis, með því að breyta átuskilyrðunum. Við rannsökuðum svæðið frá austurströnd íslands eftir 65° 20' nbr., þangað til komið var austur á 3° vlgd. Síðan var farið yfir svæðið norðaustur af Færeyjum. Allsstað- ar, þar sem kaldi sjórinn, en hitinn í honum var 3° C. eða lægri, nálgaðist yfirborð, í 40—60 m. dýpi, var síldarlaust, en annarsstaðar var síldin um allt, á leiðinni til austurs út frá Seyð- isfirði. Síldin, sem þarna var á ferðinni, en af henni veiddum við sýnishorn í reknet, var greinilega úr norsk-íslenzka stofninum. Mæld- ar voru 119 síldar, og reyndist meðallengdin 35 cm. Síldin var nú orðin feit, ólíkt því, sem hún hafði verið í júní. I aðaldráttum reyndist útbreiðsla síldarinnar eftir 65° 20' nbr. að vera á eftirtalinn hátt: Nálægt íslandi var sjórinn kaldur, og þar gátum við ekki fundið neina síld á bergmáls- dýptarmælinn. Um 70 sjómílur austur af Is- landi byrjaði síldin að koma í Ijós og var tals- vert af henni á um það bil sextíu sjómílna bili, VÍ KIN □ U R 9

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.