Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1951, Blaðsíða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1951, Blaðsíða 10
eða milli 11°—9° vlgd. Við 3° vlgd. beygðum við til suðurs, svo eigi vitum við, hve langt austur síldin náði. Eftir að komið var suður fyrir 65° nbr., gat ekki heitið að við yrðum varir við síld. Þó varð vart við dreifða smá- hnappa við og við, þangað til við áttum eftir um 70 sjómílur til Færeyja, úr því varð engrar síldar vart. Síldin, sem við fundum þarna í júní, hafði auðsjáanlega gengið til vesturs og norðvesturs. Annað hvort er þetta hennar eðli- legi ferill á þessum tíma árs, eða hún hefur forðast kalda sjóinn, sem þarna hafði alveg yfirhöndina, því aðeins á litlum svæðum var sá blandaði sjór, sem norsk-íslenzka síldin virt- ist helzt una á þessum slóðum. 9. Rannsóknir NorSmanna. Nú víkur sögunni til Norðmanna. Hið nýja rannsóknaskip þeirra, Georg Ossian Sars, var á straumunum frá 5. júlí til 24. ágúst, en yfir- stjórn leiðangursins hafði Finn Devold, fiski- málaráðunautur, og hafði hann 7 vísindamenn í ýmsum greinum sér til aðstoðar. Á landgrunns- brúninni fyrir norðan Færeyjar var byrjað að leita síldar með asdic-tækinu, en ekki fundust neAa óverulegar torfur. Nú var haldið að veð- urskipinu, en staður þess er 66° nbr.—3° vlgd. Ætlunin hafði verið að taka þaðan beina stefnu á Langanes, en með því að fréttir báru það með sér, að síldargengd var ennþá lítil við ísland, var áætluninni breytt og stefnt á Stokksnes, til þess að kanna svæðið milli Færeyja og Is- lands. Þegar siglt hafði verið um 100 sjómílur VSV frá veðurskipinu, fóru að finnast síldar- torfur, sem héldu sig á 10—30 m. dýpi, og þegar komið var á 65° 27' nbr.—3° 14' vlgd., voru lögð reknet. Talið var að of bjart hefði verið til þess að nokkuð fengist, enda veiddust aðeins 27 síldar, í net úr fíngerðum nylon- þræði. Þetta var 16. júlí. Daginn eftir var hald- ið áfram, og stöðugt fundust síldartorfur. Þennan dag var farið í gegnum kaldan sjó, en þegar vestur fyrir hann kom, fannst aftur síld. Um kvöldið voru lögð 13 net og fengust 41/2 kassi af feitri hafsíld. Fitumagnið var 18.5%. Eftir að kom inn á landgrunnið, varð ekki síldar vart. Nú var tekin stefna til suð- austurs í von um að suðurtakmörk síldarsvæð- isins yrðu fundin, en ekkert fannst og var skipt um stefnu og haldið í réttvísandi norður frá 64° nbr.—10° vlgd. Eftir tveggja sjómílna sigl- ingu í þessa stefnu fannst síldin, og aðfaranótt þess 19. voru netin lögð, en þá vorum við á 64° nbr.—12° vlgd. 56 síldar fengust um morg- uninn, allar í nylon-netið. Við héldum áfram í norðurátt, en breyttum stöðugt um stefnu og !□ allsstaðar fannst síld, bæði með dýptarmælinum og asdic-tækinu. Á 64° 59' nbr. og 9° 46' vlgd. fundust margar torfur sem áður. Kastað var á tvær og fengust 5 hektólítrar í öðru kastinu, en milli þrjátíu og fjörutíu í hinu, klukkan 11 um morguninn. Saltaðar voru 30 tunnur og 500 síldar merktar. Þarna veiddust 100 stór- ufsar á færi. Síldin stóð hvergi dýpra en 5— 30 m., þar sem hiti sjávarins var 8.5° C., en þegar dýpra dró, lækkaði hann ört og var ekki orðinn nema 3° C. á 50 m. dýpi. Þegar að landi dró, varð ekki asdic-tækið vart við nema torfu og torfu á stangli. Síldin virtist hverfa um það bil er kom inn yfir 500 m. dýpi. Forstjóri leiðangursins, Finn Devold, segist hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að allsstaðar við Norður- land hafi verið sáralítið um síld, aðeins smá- torfur hingað og þangað niðri í djúpinu, aðal- stofninn hafi staðið langt fyrir austan ísland. Á leiðinni frá fslandi fannst ekki síldin fyrr en skipið var komið 60 sm. A af Langanesi, en þar var hún á miklu svæði, hvar sem farið var. Var þá norski flotinn hvattur til þess að leita þangað, en ekki sinnti hann því. Nú var haldið til Jan Mayen, en undir eins og kom í kalda sjóinn, sem farið var yfir, varð ekki síldar vart. Tólf reknet voru lögð við eyjuna, fyrir austan kalda sjóinn, og fengust 16 tunn- ur síldar. Hún var stór og feit, fitan var 20.1%, en á sama tíma, eða í byrjun ágústs, var síld, sem veiddist rétt austan við ísland, 17.2% og síld út af Siglu.firði 16.1%. Allsstaðar á leið- inni frá Jan Mayen til Noregs var hafsíld, þangað til vantaði 300 sjómílur til lands. Þá kom fyrst 100 mílna breitt belti síldarlaust, en úr því var kræða í mikilli mergð, alla leið til lands. Nokkrum dögum seinna var Devold aftur kominn til Jan Mayen og setti nú stefnuna til suðurs, til þess að vera fyrir austan kalda sjó- inn, en ekki á Langanestá, eins og ákvarðað hafði verið. Sjórinn hitnaði eftir því sem sunn- ar dró og síldarmagnið óx. Sunnudaginn 13. ágúst óð síldin allsstaðar. Kastað var og fengust 40 tunnur, en í 40 reknet fengust 64 tunnur um nóttina. Síldin var stór, og fitan 20.6%. Haldið var áfram í suðvestur, en sjávarhitinn fór vaxandi, og eftir að hann var orðinn 9° C. á yfirborði, hvarf síldin. Þá var haldið í suð- vestur, hitinn lækkaði og síldin fannst á ný. Þegar lengra dró til suðvesturs, var komið í kalda sjóinn, en þar var síldarlaust. Stefnu var þá breytt til suðausturs, og brátt fannst heitari sjór og síld. Yfirleitt var ástandið þannig, að síldin stóð Framh. á bls. SO. VÍKIN □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.