Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1951, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1951, Blaðsíða 12
fyrir framgangi þessa máls, með því að fá sam- þykktar nauðsynlegar fjárveitingar til lúkning- ar þessara framkvæmda. Leyfir þingið sér að benda háttvirtum alþingismönnum á, að sjó- menn hafa greitt þeim atkvæði sitt í trausti þess, að þeir sýni menningar- og öryggismálum sjófarenda fullan skilning. Þá vill þingið sérstaklega undirstrika sam- þykkt 9. þings um stjórn Sjómannaskólans, sem er svohljóðandi: Skólanum sé stjórnað af skólaráði, er saman- standi af öllum skólastjórum skólanna. Þeir velji sér formann úr sínum hópi, og sé hann valinn til eins árs í senn. Starf formanns og skólaráðs verður, að sjá um allan rekstur Sjó- mannaskólans, með svipuðum hætti og Háskóla Islands. Síðan ræður skólaráð mann, er sér um allt reikningshald skólans og útborganir. Þar sem þetta skólaráð hefur ekki ennþá ver- ið stofnað, eða annað hliðstætt stjórnarfyrir- komulag, og byggingu skólans ekki lokið, verð- ur að líta svo á, að allt það er viðkemur fram- haldsbyggingu skólahússins sjálfs og vélahúss- ins, ásamt frágangi á lóð skólans, heyri undir byggingarnefnd, svo og forráðamenn skólanna (skólastjórana). Vill þingið því sérstaklega hvetja þessa aðila til að ganga fast eftir því við fjárveitingavaldið, að það veiti á yfirstand- andi Alþingi allt það fé sem þarf til að ljúka byggingu skólahússins, svo og til fullnaðarfrá- gangs á lóð skólans, þar sem skipulag hennar mun nú ákveðið, að því er upplýst hefur verið. Öryggismál. 14. þing F. F. S. í. lýsir fyllsta stuðningi sín- um við tillögu þá, er þeir alþingismennirnir Jóhann Þ. Jósefsson, Pétur Ottesen og Finnur Jónsson hafa borið fram á Alþingi um: „að fela ríkisstjórninni að hlutast til um það við land- símann, að vélbátum, sem talstöðvar hafa, verði látin í té án endurgjalds, vitneskja um veður- far, sjávarlag, landtökuskilyrði og annað, er máli skiptir fyrir öryggi þeirra og telur að hér sé um þýðingarmikið atriði að ræða, hvað snert- ir fiskveiðar frá verstöðvunum. Jafnframt skorar 14. þing F. F. S. I. á sömu flutningsmenn að beita sér fyrir því, að Al- þingi það, er nú situr, feli ríkisstjórninni að hlutast til um það við landsímann nú þegar: 1. Að vörður verði haldinn allan sólarhring- inn allt árið um kring, við loftskeyta- og tal- stöðvarnar í Vestmannaeyjum og Siglufirði eins og í Reykjavík, ísafirði og Seyðisfirði. Sérstök fjárveiting verði veitt til aukinna útgjalda í þessum efnum, ef nauðsyn krefur. Þá verði tryggt, að þessar stöðvar séu útbúnar varaafl- gjafa, sem grípa megi til, ef aðalrafstraumur rofnar af einhverjum ástæðum. 2. Að landsíminn tryggi sjálfur talstöðvarn- ar, er hann leigir til fiskiskipa. 3. Að landsíminn sendi út á stuttbylgjum daglegan fréttaútdrátt, er fréttastofa útvarps- ins leggur til íslenzkra skipa á höfum úti. 4. Að öll símaviðskipti íslenzkra skipa við land til að fá radiomiðanir, verði gjaldfrjáls. 5. Að landsíminn hafi næga varahluti til tal- stöðva og hæfan viðgerðarmann í aðalverstöðv- unum. 6. Að landsíminn hlutist til um, að endur- útvarpað verði til sjófarenda veðurfregnum að nóttu til, frá öllum stöðvum landsímans, þar sem næturvörður er haldinn. Greinargerð. öll þau atriði, sem eru upptalin, eru svo aug- ljós, að þau skýra sig sjálf án langrar greinar- gerðar. Er óhætt að segja, að í tillögunum sé hvergi til ofmikils mælst til hagræðis fyrir báta- útveginn og til öryggis fyrir sjómennina. Hér er um aðkallandi nauðsynjamál að ræða, sem ekki má lengur láta dragast að koma á endan- legri framtíðarskipan. Um margt af þessu hef- ur verið rætt og ritað á fjölmörgum þingum og ráðstefnum og sjómannastéttin hlýtur að skoða það sem fjandskap við sig, verði lengur skellt skolleyrum við réttmætum kröfum sjómanna í þessum efnum. Sjávarútvegsmál. 14. þing F. F. S. I. beinir þeirri eindregnu áskorun til Alþingis, að lögbinda, að álagning á útgerðarnauðsynjar verði ekki hærri en 18%, miðað við sömu álagningarreglur og nú gilda. 14. þing F. F. S. í. beinir því til ríkisstjórn- arinnar, að hlutast til um það við innflytjend- ur og skipafélög, að útgerðarvörur verði, þegar hægt er að koma því við, fluttar til hinna ýmsu staða úti á landi með gegnumgangandi flutn- ingsgjöldum, enda verði þær vörur seldar á sama verði um land allt. Þingið krefst þess, að niður verði felldur all- ur innflutningstollur af kapitalvörum sjávar- útvegsins. Þingið bendir á þann háska, sem sí- versnandi efnahagur sjávarútvegsins hlýtur að hafa í för með sér, ef hann drægist mikið sam- an á þessum tímum gjaldeyrisörðugleika. Þingið skorar á Alþingi og ríkisstjórn, að gera allt, sem í þeirra valdi stendur, til að koma á verzlunarjöfnuði. Sambandsþingið lítur svo á, að spara megi mjög mikið gjaldeyri með 12 VÍ K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.