Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1951, Blaðsíða 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1951, Blaðsíða 13
strangri takmörkun á innflutningi og bættri hagnýtingu á áður innfluttum, eyðslufrekum framleiðslu- og flutningatækjum. Þingið lítur svo á, að gengisfellingin hafi ekki borið þann árangur, sem henni var ætlað, og varar mjög eindregið við frekari skerðingu krónunnar, þar sem hún myndi, að áliti þings- ins, hafa mjög alvarlegar afleiðingar á viðleitni til spárnaðar og f jársöfnunar meðal almennings í landinu. 14. þing F. F. S. í. ályktar, vegna framkom- innar tillögu um tekjuöflun til hlutatrygging- arsjóðs, að ógerlegt sé að skattleggja útveginn meir en orðið er, enda þótt það sé til tekju- öflunar í hlutatryggingarsjóð. Alþingi og rík- isstjórn verða því að afla sjóðnum nauðsynlegra tekna á annan hátt. 14. þing F. F. S. í. skorar á Alþingi og ríkis- stjórn, að létta af þjóðinni þeim höftum, sem áðurnefndir aðiljar hafa á hana lagt s.l. 20 ár, í sölu útflutningsafurða, og gefa þjóðinni aftur það frelsi, sem hún hafði áður í útflutnings- verzluninni. 14. þing F. F. S. í. skorar eindregið á Alþingi, ríkisstjórn og fjárveitinganefnd Alþingis að gera róttækar ráðstafanir til niðurfærslu á öll- um ónauðsynlegum f járveitingum, sem ráðgerð- ar eru í framkomnu fj árlagafrumvarpi. Af því fé er þannig sparast, verði varið 10 milljónum til eflingar hlutatryggingarsjóði. 14. þing F. F. S. í. beinir þeirri fyrirspurn til Alþingis og ríkisstjórnar, hvort eigi muni ger- legt, að krefja sömu tolla og skatta af innflutn- ingi á þurftum þjóðarinnar. Þingið lítur svo á að ógerlegt sé að líða að nokkur skattafríðindi séu veitt, hverjum sem í hlut á, meðan fjárhagsafkoma er slík, sem raun ber vitni. Þarna myndi og vera um allverulega tekjuaukningu ríkissjóðs að ræða. Fiskirœkt og fiskvernd. 14. þing F. F. S. 1. skorar mjög eindregið á Alþingi það er nú situr, að setja strax á þessu þingi fullkomna löggjöf um fiskirækt og fisk- vernd. Greinargerð. Það er öllum fiskimönnum fullljóst, þótt á- hugaleysis virðist hafa gætt um of hjá ábyrg- um aðilum, að sú þjóð, sem verður nær ein- göngu að byggja innflutningsgetu erlends varn- ings á gjaldeyrisverðmæti því, sem fæst fyrir útfluttar sjávarafurðir, verður meðan svo er ástatt, að hlúa eftir föngum að uppvexti nytja- fiskanna, með öllum þeim ráðum, sem tiltæk þykja og sérfræðingar okkar ráðleggja. Á þessu hefur verið mikill misbrestur allt til þessa dags, lítt skiljanleg deyfð um jafn stórkostlegt hags- munamál íslenzku þjóðarinnar. Uppeldisstöðvar nytjafiskanna hafa verið og eru skafnar með dragnótum, rækjutrollum og botnvörpum ár eft- ir ár. Kræðuveiðar hafa verið látnar viðgangast með vafasömum hagnaði. Smáufsaveiði með landnótum er ein tegund þessarar rányrkju, og hefur verið stunduð tals- vert til loðdýraeldis. Smáþyrslingsgöngur hafa verið uppurnar af stórvirkustu botnvörpuskip- unum og aflinn malaður í fiskimjölsverksmiðj- unum. Heilir firðir, þar sem % og allt upp í %o hlutar kolaaflans eru fyrir neðan hálft pund, eru mjög eftirsótt dragnótasvæði (Hafursfjörð- ur, Álftafjörður, Hamarsfjörður, Húnafjörður, Haganesvík). Það þjóðarhneyksli er látið viðgangast ár eft- ir ár, að Faxaflóalandhelgin er skafin með drag- nótum og einnig stundum með síldartrollum, enda þótt unnið hafi verið að því árum saman að fá samþykki nágrannaþjóðanna um algera friðun flóans fyrir botnsköfum, og allar heyr- anlegar raddir hérlendis virðast hafa verið því samþykkar. Engin hrygningasvæði þorsks eða ýsu eru friðuð, tæpast að heyrzt hafi raddir um að það væri nauðsynlegt, hvað þá að um slíka friðun hafi verið rætt við aðrar þjóðir, ef und- an eru skildar umræður þær, sem fram hafa farið um Faxaflóa. Ránfiski og offiski er ekkert hégómamál hinni íslenzku þjóð, meðan högum er háttað eins og fyrr hefur verið að vikið. Þessi tillaga er fram- borin til þess að vekja áhuga ráðamanna þjóð- arinnar á þessu nauðsynjamáli. Fiskþurrð á heimamiðum nági’annaþjóða okkar er stórt vandamál viðkomandi þjóða. Fiskþurrð á heima- miðum okkar er ekki langt undan, verði ekki nú þegar hafizt handa um vei'ndun ungviðis í laixdhelginni. Ennfremur er áríðaixdi, að fylgj- ast með fiskræktartilraunum annarra þjóða og færa okkur þær í nyt án tafar, ásamt þeim til- lögum, sem frarrx hafa komið frá íslenzkum aðil- um um fiskirækt. Framh. 13 VÍ K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.