Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1951, Blaðsíða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1951, Blaðsíða 14
Bréf til ritstjóra SjómannabEaðsins Víkingur Varðskipinu „Ægi“ um áramótin 1950—1951. Herra ritstjóri Gils Guðmundsson! Komdu sæll og blessaður. Ég óska þér árs og friðar. Frá mér og mínu starfi er yfirleitt allt tíðindalaust. Dagar, vikur, mánuðir og ár líða og hverfa í aldanna skaut. Samt skiptir það miklu, hvernig degi hverjum er varið, því að ónotuð stund kemur aldrei aftur í þessari jarðvist. Misnotkun á tíma og hvers konar van- ræksla hefnir sín grimmilega fyrr eða síðar og heftir þroskabraut manna. Samúð, hófsemi, góð- viid, umburðarlyndi og kærleikur lyfta mönn- um ofar því lága og gefa lífinu varanlegt gildi. Svo er nú það! Hver ratar hinn gullna veginn ? „Dæmið ekki, svo þér verðið ekki dæmdir". Þá er það Víkingurinn, blað sjómannasam- takanna. Það er alla jafna nærtækt, að gera kröfur á aðra, að þessi eða hinn eigi að gera hlutinn. Menn segja, að ritstjórinn og ritnefnd- in eigi að sjá um efni og útgáfu blaðsins. Til þess séu þeir aðilar ráðnir og skipaðir. Þetta er rétt, það sem það nær. Það er ekki mjög örðugt, að safna efni víðs vegar að í blaðið, en það er ekki eins auðvelt að afla nógu mikils af lifandi efni, sem fræðir, göfgar og bætir hag þeirra sjómannasamtaka, sem hér eiga hlut að máli. Til þess að blaðið geti alltaf haft nóg af slíku efni, verða sjómennirnir sjálfir að skrifa í blaðið. Allir þeir, sem standa að Vík- ingnum, eru sérmenntaðir í fögum sínum. Marg- ir af þeim hafa ágætan tíma til skrifta, enda gætu þeir í sameiningu gert Víkinginn mjög f jölbreyttan að efni og læsilegasta blaðið. Marg- ir þessir menn eru ágætir málamenn og geta því þýtt fjölda greina úr þeim blöðum og tíma- ritum, sem þeir kaupa á ferðum sínum víðs vegar í hafnarbæjum. Aðrir eða sömu menn- irnir gætu skrifað greinar um dægurmálin (ekki stjórnmál), velferðarmál stétta sinna og ann- að, er varðar hag samtakanna og þjóðarinnar í heild. Þá eru það sérmál stéttanna, sem of lítið gætir í Víkingnum. Breytingarnar og fram- farirnar á öllum sviðum sjómennsku og sigl- inga eru svo geysihraðfara, að það er nauðsyn- legt að fróðir menn, sem vel fylgjast með, hver í sinni grein, skýri jafnóðum frá helztu nýj- ungum, til gagns og ánægju fyrir marga, sem ekki eiga þess kost að fylgjast með þessu á annan hátt. En til þess að það geti orðið, verða sem allra flestir að leggja hönd á plóginn. Já, félagar góðir. Nú sný ég máli mínu beint til ykkar, íslenzkir sjómenn: margir ykkar verða að bætast í rithöfundahópinn á þessu ári, til þess að styrkja blaðið ykkar, sem fyrst og fremst á að verða skrifað af ykkur og stend- ur og fellur með stuðningi ykkar. Það þýðir ekki fyrir ykkur, herrar mínir, að skammast út í blaðið og finna að því, meðan þið látið það vera ykkur óviðkomandi og viljið ekki rétta því örfandi hönd. Munið, að Sjómannablaðið Vík- ingur stendur með sóma, ef sjómenn almennt skrifa í hann, en veslast fyrr eða síðar upp að öðrum kosti. Enginn þarf að draga sig í hlé, þótt hann sé ekki vanur að semja greinar. Aðal- atriðið er að hafa eitthvað að segja og skýra mál sitt blátt áfram og með einföldum orðum. Ritstjórinn lagfærir mállýti ef einhver eru. Við erum engir prófessorar eða langskólamenn, nema þá í skóla lífsins. Hann er nú stundum strembinn og fullkomlega þess verður, að vera tekinn til greina, þegar um menntun er rætt. Þess vegna er bezt að skrifa hiklaust eins og andinn blæs manni í brjóst hverju sinni og um þau hugðarefni, sem bezt láta manni, ef þau gætu orðið manni sjálfum og öðrum til gagns og gamans. Ég t. d. sendi hér til birtingar dá- lítið plagg um stjörnuheiminn. Alstirndur him- inn er eitt af því dásamlegasta, sem ég sé. Það má segja, að það sé að fara aftan að siðunum að ég, vélstjórinn, sé að grufla í stjörnunum. Það væri þó nokkru nær, að það kæmi frá skip- stjórnarmanni. En þetta er svipað og þegar Sigurður Gíslason skipstjóri er að skrifa um vélfræði í Víkinginn. Þannig eru mennirnir, hugðarefni þeirra eru margvísleg og liggja líka fyrir utan verkahring hvers og eins, enda lifir maðurinn ekki á einu saman brauði. Ég hef 14 VÍ KIN □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.