Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1951, Blaðsíða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1951, Blaðsíða 19
Það er dásamlegt að lifa Smásaga eftir James Hanley Tveir öldungar sátu á græna bekknum í skemmti- garðinum og lutu höfðum saman. Öðruhverju kinkuðu þeir kolli eins og tvö einkennileg blómstur bærðust fyrir vindblæ. Undir bekknum, þar sem þeir sátu, var grasið dökk- grænt og gróskumikið. Sólgeislafióðið var svo sterkt, að augu þeirra leituðu til jarðar vegna ofmagns birt- unnar. Augun, sem séð höfðu svo margt af undrum hinna sjö hafa, voru nú orðin veik og döpur gamal- mennaaugu, sem þoldu ekki lengur hina bitru sólarbirtu. En þarna sátu nú þessir tveir öldungar og ræddu um liðna tíma. Öðruhverju slitnaði þó hinn eiginlegi sam- talsþráður af innskotum, sem snertu líðandi stund. „Hvar er Harry? Undarlegt, að Harry skuli ekki vera kominn ennþá“. Félagi þess, er talaði, kinkaði kolli samþykkjandi, líkt og hann vildi segja: „Já, víst er það undarlegt“. En svo sló hann saman höndunum eins og óþolinmóður krakki, sem vill heyra endirinn á sögunni: „Það gildir einu, hann getur komið hingað á hverri stundu, hér eftir“. „En hvað Harry snertir", sagði hinn. „Hefur þú nokk- urntíma hitt nokkurn mann, sem er jafn fær í allan sjó og hann? Allir, sem þekkja Harry, eru vanir að segja: „Það sló aldrei út í fyrir Harry“. „Einkennilegt að hann skuli ekki liafa látið sjá sig ennþá. Hann, sem er þó vanur að sitja hér á bekknum hvert eitt og eilífasta síðdegi. Kannske kerlingin hans hafi nú látið hann fara að þvo diskana". Og öldung- arnir tveir hlógu með tannlausum munnunum. Hinn eldri, sem slefaði dálítið, þegar hann hló, kiknaði í sæt- inu af hlátrinum. „Allt í lagi með Harry, hann getur komið á hverri stundu. En haltu áfram að segja söguna. Hvað varstu annars að segja um Garrity?“ „Hann er dauður“, svaraði liinn öldungurinn, sem hét Simon. „Nei, það getur ekki verið satt. Slíkur maður, nei alls ekki. Fjórum sinnum sigldi ég með honum fyrir Kap Horn. Hann var afbragðs maður. Nei, þessu trúi ég ekki. Sá maður var ekki dauðalegur". „Og þó er þetta dagsatt. Jack Stout sagði mér að hann hefði dáið í New York“. Báðir þögðu nú stundarkorn. Síðan hreytti hinn eldri, sem hét Larry Devine, út úr sér: „Þú ert óhræsi, og ekkert annað. Hér situr þú og masar um mann rétt eins og hann væri bráðlifandi, en svo segir þú þegar minnst varir: Hann er dauður. Jack Stout sagði mér það. Þetta er ósvífni. Ég er sannarlega hissa á þér Símon. Jæja, hann er þá dauður. Vesa- lings Garrity gamli. Ég hélt, að hann myndi aldrei leysa festar til þeirrar ferðar. Aldrei. Ég hef séð marga príma karla um æfina, en hann . . . Ó, skapari minn og herra“. Gamli maðurinn lagði slíka áherzlu á orðið hann, sem væri hann að nefna Guð föður almáttugan. „Hann dauður. Nei, því trúi ég aldrei. Hvaðan hefur Stout líka fengið þessar fréttir? En þú hefur nú samt hryggt mig mikið Símon. Aldrei bjóst ég við því, að ég mundi frétta að hann væri stunginn af. Ég man eftir honum þegar hann vai smástrákur og öllum hans uppáfinningum á þeim árum. Guð veri sál hans náðugur". Gamli maðurinn var augsýnilega hrærður af fréttun- um. Hann krækti mögrum höndunum saman framan við hnén og reri hægt fram í gráðið með fjarhuga blik í augunum. Litlu síðar sagði hann: „Já. Þannig gengur það hér í heimi. Hver og einn fær sinn tíma útmældan, og allt sem lifir og hrærist skal þessa götuna ganga". „Jæja, eins og ég var að segja, þegar þú truflaðir mig, þá lágum við við festar í Port Said sunnudags- morgun nokkurn. Það var fagur morgunn og sólin brenndi og sveið eins og venjulega á þeim slóðum, því máttu trúa. Við þoldum tæplega að ganga á járnþiljum skipsins. Hitinn var svo mikili, að enginn gat sofið í hásetaklefanum. Ég svaf hjá Garrity uppi á þiljum. Þar hafði hann útbúið þá merkilegustu hengirekkju, sem nokkurn tíma hefur séð dagsins ljós. Já, sá náungi hafði lág á að búa þægilega um sig hvar sem hann var. En þennan bjarta sunnudagsmorgun hafði hann fengið flugu í höfuðið, og eginn jarðneskur máttur hefði verið þess umkominn að berja hana úr kollinum á honum, ekki einu sinni með hamri og meitli. Já, svona var Garrity. Og hann var ekki lambið að leika sér við, þegar hann var í illu skapi. Og reyndar eru allir írlendingar sama tóbakið, og þú skiiur það vel, hvað ég er að fara. Og auk þess hefur þú sjálfur siglt með honum". „Já-, en ekki í þessari ferð, skilurðu", sagði hinn. „En haltu bara áfram. Nú þegar hann er dauður getum við heiðrað minningu hans með því að segja frá því, sem hann gerði meðan hann var lifandi. Ég gæti trúað, að það sem þú ætlar nú að segja frá, sé sagan um föt skipstjórans. Ef svo er, þá hef ég heyrt hana áður, svo þú gerir þér óþarfa ómak með því að segja mér hana, gámli minn“. Hann glotti og dró ódýrt úr upp úr vestisvasanum. Úrið hékk í skóreim, og meðan gamli maðurinn hélt því á milli titrandi fingranna og athug- aði skífuna, virtist hann fullkomlega hafa gleymt fé- laga sínum. Hugur hans snerist um Harry. Tíminn leið, VIKINGUR 19

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.