Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1951, Blaðsíða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1951, Blaðsíða 20
um það var ekki að villast, en enginn Harry kom í sjón- mál. Mundu þeir nú máske verða af með venjuleg kvöld- um það. Snögglega stakk hann úrinu einbeittlega í vas- glös sín í Hreiðrinu í dag? Nú fór að verða tvennt til ann og' sagði: „Jæja, haltu bara áfram gamli rninn, en ég hef heyrt söguna áður“. „Það, sem þú hefur heyrt, er hvergi nærri allt. En ég veit hvernig þetta gerðist og gekk til, allt frá byrjun. Já, það byrjaði uppi á þiljunum, þar sem við höfðum hengirekkjurnar. Þar var það, sem hann fékk hug- myndina, meðan hann lá á hryggnum í hvílunni og velti sér þar eins og greifi í sólskininu". En niðri á lágþilj- unum stóð bátsmaðurinn, hann var nú annars alltaf bölvaður refsidómur hvar sem hann var eða fór, og hrópaði sig hásan við að kalla á Garrity. Við vissum vel hvað hann vildi. Garrity átti vakt og nú grenjaði bátsmaðurinn upp til hans“: „Hvenær I helv. ætlarðu að láta strákana þvo þilj- urnar“? En þetta raskaði ekki hið minnsta ró Garrity. Hann hafði litla löngun til að vinna á sunnudögum, og í því efni fylgdu honum flestir að málum. Á sunnu- dagsmorgnum átti helzt enginn að þurfa að öhreinka hendur. En samt var það nú einu sinni bátsmað- urinn og enginn annar, sem skipaði fyrir um það efni. — Þú veizt hvað greindur Garrity var. Hann gat svei mér lesið skipslögin bæði aftur' á bak og áfram dagana sem skráð var á skipin. Það voru líka einu dagarnir, sem ég sá hann ófullan. Já, þá gætti hann þess, að vera allsgáður. Já, hann var sjómaður sem kunni sitt starf út í æsar, og hann vissi, að hann var ekki skyldugur til að þvo þiljur á sunnudagsmorgni, þegar skipið lá í höfn. En sem sagt, þarna kjöftuðu þeir og rifust svo að rauk upp af þeim báðum. Það var alveg dæmalaust á að heyra. Þegar minnst varði þaut svo bátsmaðurinn eins og eldibrandur upp og orgaði framan í Garrity: „Ef þú lætur ekki þvo þiljurnar, og það sem skjót- ast, læt ég setja þig í járn. Heyrirðu það, bölvaður jálk- urinn þinn“? Já, þetta sagði hann, og svo gláptu þeir hvor á annan eins og mannýg naut um stund. Að lokum sagði Garrity: „Ef yður er það ekkert á móti skapi, þá fer ég nú og tala við skipstjórann“ Og þá, einmitt þá, mun hug- myndin hafa fæðst hjá honum. Hann var raunar fast- ákveðinn í því, að þvo ekki þiljurnar á sunnudags- morgni, en færi svo, að hann yrði þrátt fyrir allt að gera það, skyldi sannarlega einhver fá að gjalda þess“. Öldungurinn þagnaði um stund og dró djúpt and- ann, en félagi hans virtist svo niðursokkinn í að horfa á hvernig vindurinn lék að frakkalafi hans, að hann tók ekki eftir því, að frásögnin féll niður. Gamli mað- urinn hóf þó brátt frásögn sína að nýju, og nú gaf hann orðum sínum áherzlu með því að berja krepptum hnefanum á kné sitt. Hann hló við og svipur hans tók stöðugt breytingum. „Og hugsaðu þér svo“, hélt hann áfram. „Garrity fór beina leið til gamla skipstjórans. Hann hafði einu sinni ákveðið, að gera það, og þá var ekkert það til, sem hindrað gat hann í að framkvæma áformið. Hann var katólskur, og það eru þeir reyndar allir þessir írlend- ingar. Hann ætlaði sér því ekki að saurga helgidaginn með vinnu. Og beint til skipstjórans fór hann. Þú þekktir Garrity, — Guð náði hans örmu sál — og þess vegna veiztu eins og ég, að hann var sá mesti stórlyg- ari, sem ég hef fyrirhitt á minni lífsfæddri æfi. Og nú spann hann langan lygalopa í hlustir skipstjórans, og sagan sú hlýtur að hafa gengið skipstjóra til hjartans. Þú þekktir Prodgers gamla, eða hvað? Afbragðs sjó- maður og skipstjóri alla sína daga. Strangur og áreið- anlegur, góðhjartaður og heiðarlegur, þó hann væri kat- ólskur. En allt þetta, sem ég segi þér nú, hef ég eftir þjóni Prodgers gamla, og hann ætti að vita hvað gerð- ist og hvernig það gekk til. Hann var einmitt rétt að ljúka við að búa upp hvílu skipstjórans, þegar Garr- ity kom inn og sagði: „Hvar er skipstjórinn"? Eg vil fá að lala við hann alveg tafarlaust“. Pilturinn leit á hann og sagði „Hann stendur nú þarna“, og svei mér ef skipstjór- inn hafði ekki staðið rétt íraman við nefið á Garrity frá því að han kom inn í klefann. „Jæja“, sagði skipstjórinn. „Hvað viljið þér, minn góði maður“? „Góði maður“, sagði hann. Finnst þér það ekki kostu- legt? Gai’rity horfði beint í augun á Prodgers gamla og lopaði upp úr sér stórfenglegri lygasögu. Og hvað heldurðu að dóninn hafi sagt? Jú. Hann sagði, að þó hann skildi mæta vel, að skyldu-vinnan yrði að ganga fyrir öllu öðru, þá yrði hann þó fyrst að hugsa um sínar eigin skyldur við sjálfan sig. Og þarna hitti hann einmitt viðkvæmasta blett Prodgers gamla. „Skyldur? Hvaða skyldur"? þrumaði Prodgers fram- an í hann. „Jú, herra minn. Ég er alltaf vanur að fara í kirkju, þegar ég ligg í höfn á sunnudögum, og í dag er auk þess afmæli mömmu gömlu. Ég finn það vel, að ég verð að fara í kirkju í dag. En á hinn bóginn, ef þér viljið endilega að ég þvoi þiljurnar, ja, þá er það ekki nema sjálfsagt herra minn“. Jú, þarria hitti hann beint í markið. Skipstjórinn var raunar frómasta sál og bar mikla virðingu fyrir öllu kirkjulegu, og öllum þeim, sem áhuga höfðu á trúmálum, hver svo sem trúarjátningin var. Og hvað gat liann svo eigilega sagt við þessu? Auðvitað datt Garrity ekki eitt augnablik í hug að fara í kirkju þénnan dag, nei, ónei, ekki frekar en bekkjarskriflinu, sem við sitjum á. Og hún gamla mamma hans, guð veri með sál hennar, — sagði einu sinni við mig: „Garry minn hefur ekki séð innviðina í kirkju í meira en tuttugu og tvö ár“. Já, það sagði hún, blessuð sálin“. Gamli maðurinn þagnaði til þess að ná meiri áhrifum með frásögn sinni, en félagi hans tautaði með vaxandi óþolinmæði: „Áfram, áfram". „Jæja, hann fékk sem sagt landgönguleyfi, en fyrst varð hann þó að vinna verkið, og jafnskjótt og hann kom niður úr brúnni hvein í honum: „Upp með ykkur. Komið með slöngurnar, og það í einum grænum“. Nú hafði hann komið málum sínum í það horf, sem honum líkaði. Og trúðu mér hvort sem þú villt eða villt ekki, en svo sannarlega, sem ég sit hérna hjá þér á bekknum, hafði Garrity ekki einungis fengið landgönguleyfi vegna kirkjugöngu, heldur hafði skipstjórinn einnig stungið að honum 5 shillingum og 20 V í K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.