Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1951, Blaðsíða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1951, Blaðsíða 21
lánað honum einn fatnaðinn sinn, svo hrifinn hafði hann orðið af guðhræðslu hans og rækt til móður sinnar. „Þú getur fengið þennan lánaðan“, sagði Prodgers og fékk honum klæðnaðinn, „og hérna eru 5 shillingar í gjafabauk kirkjunnar". Hugsaðu þér bara, að maður með lífsreynslu Prod- gers skyldi bíta á jafn illa engdan krók og lygaþvætt- ing Garrity. Og fjandakornið sem ég hef nokkurntíma séð katólska kirkju á þessum slóðum. En þú hefðir átt að sjá svipinn á náunganum, þegar hann kom og var að raupa af því, hvað vel hafði gengið. Við vorum allir gapandi af undrum yfir þessari dæmalausu irsku frekju. Engum okkar hefði nokkru sinni getað dottið í hug, að aðhafast nokkuð svipað þessu. En honum, þessum stór- lygara, virtist enginn hlutur ómögulegur. Fyrir honum gekk allt sem í dillandi dansi. Við fylgdum honum eftir að landgöngubrúnni og hlógum eins og fífl að kirkjuferðinni hans og mömmu gömlu, en öllu slíku tók hann með glöðu geði og veifaði til okkar í kveðjuskyni. Nokkrir af strákunum hrópuðu á eftir honum: „Mundu nú eftir að hafa eitthvað drekkandi með þér um borð“. „Ef þú skyldir rekast á einhverja lögulega griðku í Londonstreet, þá semdu við hana um afgreiðslu- tíma fyrir mig“, hrópaði einn. En nú var Garrity kom- inn svo langt frá skipinu, að hann heyrði ekki til þeirra lengur. Hann var áreiðanlega ekki í vafa um hvert halda skyldi. „En meðal annara orða“, tók nú hinn öldungurinn fram í fyrir sögumanni. „Hver fjandinn hefur orðið af Harry? Það vildi ég gjarnan vita. Hann skyldi þó aldrei vera veikur. Hann hefur aldrei mætt svona seint í samkvæminu, svo lengi sem ég man. Nú má hann fara að hraða sér, ef eitthvað drekkandi á að verða eftir handa okkur í Hreiðrinu í dag“. „Ja — há, þú skilur“, og hér kom mjög dramatísk þögn í frásögninni. „Þú skilur. Auðvitað fór Garrity þráðbeint á fyrstu krána, sem varð á vegi hans, og þar drakk hann sig strax augafullan, og þegar ég segi fullan, þá meina ég það, alveg blindfullan, en það er nú kannske gáta útaf fyrir sig hvernig hann fór að því fyrir fimm shillinga. En við hverju var svo sem öðru að búast af honum? Hann hefði ekki hikað við að drekka brennivín úr forugu sjóstígvéli, ef svo hefði borið undir. Og ég segi það enn aftur: Hvernig í ósköpunum gat gamli og reyndi skipstjórinn látið snúa svona á sig, svona herfilega? Já, oft hef ég undrast það. Hvernig fór maðurinn að kjafta sig svona inn á gamla Prod- gers? Við sáum ekki Garrity framar um borð þennan daginn. Hann hélt sig í landi sæll eins og sá, sem sálu- hjálpina hefur öðlast, en sáluhjálp sína fann hann að þessu sinni í hálsmjóum flöskum og víðum glösum. En alveg fórst það fyrir, að hann ákvæði nokkurn af- greiðslutíma fyrir hleðslustjórann okkar á skipinu. Allir undruðumst við, hvað satans lengi hann var að drekka út þessa lúsugu fimm shillinga. En hvað heldur þú að hann hafi annars verið að aðhafast"? Hér hóf gamli maðurinn á ný að berja krepptum hnefanum í kné sér. „Jú, það fengum við bæði að sjá og reyna síðar. Þegar klukkan var orðin fimm fengum við allir landleyfi. Við þvoðum okkur og snyrtum og vonuðumst eftir því, að karlinn mundi láta okkur fá svo sem fimm-kall hvern til að skemmla okkur fyrir í landi, en við fengum ekki nema þrjá shillinga hver, og skipsdrengurinn ekki nema einn. Nú, en hvað um það, í land fórum við. Auðvitað ekki allir í hóp, heldur tveir og tveir í einu. Ég slóst í för með brytanum okkar . Það var ágætur strákur. jafnvel þó hann drykki aldrei dropa, en af þeirri ástæðu gat hann auðvitað ekki kallast fyrsta flokks félagi. En eins og ég er búinn að segja, fórum við í land. Félagi minn átti nokkra skildinga í fórum sínum frá fyrri tíma, eins og gefur að skilja um mann, sem hvorki drakk né reykti. Við náðum í vagn og ókum upp í borgina. Þetta var dásamlegt kvöld. Allan daginn hafði verið heitt eins og í víti, en nú var orðið þægi- lega svalt, allt var í bezta lagi, þó ég geti raunar aldrei vanist þeirri viðbjóðslegu lykt, sem allt af hangir þarna í loftinu. Það er einkennilegt fólk þessir Arabar. Strax og við stigum niður af vagninum þyrptist heill hópur af Aröbum utan um okkur og allir góluðu þeir og görguðu eins og vitfirringar, en það eina, sem við skildum var „Englese, englese". Við gáfum þessu engan gaum fyrr en félagi minn sagði við mig: „Nei, maður, þarna er Garrity. Líttu á hann. Fari ég þá norður og niður ef hann hefur nokkurn þráð á skrokknum“. Og þetta var hverju orði sannara. í kirkju hafði hann ekki farið þann daginn. Við gengum áleiðis til arabahópsins, sem hnappaðist umhverfis Garrity, þar sem hann stóð allsnakinn og veifaði skyrtunni yfir höfði sér og hrópaði: „Hver vill kaupa þessa skyrtu? Fyrsta flokks skyrta fyrir þrjá pjastra. Hver býður í?“ Hann var auga- fullur svo við forðuðumst að nálgast hann. Garrity var svo fjári vondur við vín. Ja, það veizt þú auðvitað mæta vel, þú drakkst svo oft með honum sjálfur. En, sem sagt . . . “ Nú kom löng þögn og það var eins og sögumaðurinn vægi nákvæmlega hvert orð, sem hann vildi segja. Hann horfði lengi með mikilli eftirtekt á vin sinn, sem stöðugt sat með höfuðið hvílandi niðri á bringu. Ef til vill vöknuðu nú hjá honum fornar minningar um hinn gamla skipsfélaga, sem svo óvænt hafði nú létt akkerum til hinnar hinztu siglingar. Ef til vill skynjaði hann á þessum augnablikum löngu liðnar stundir, ef till vill námu nú eyru hans forn skipunarorð og vindþyt í reiða frá löngu liðinni tíð. Hann sat hreyfingarlaus, en kinkaði bara kolli öðru- hverju. Þegar minnst varði var þó þögnin orðin honum of löng, og hann spurði með nokkru óþoli í röddinni: „Nú, nú. Hvað gerðist svo?“ „Tja“, svaraði hinn og hló nú stóran hlátur. „Nú kemur það allra bezta. Getur þú skilið, að skratt- ans þrælnum honum Garrily skyldi detta í hug og meira að segja framkvæma það, að selja alklæðnað gamla Prodgers? En hvað voru líka fimm shillingar fyrir mann eins og Garrity? Hann var vanastur því að hafa úr pundum að spila. Og náttúrlega lá það í augum uppi, að þegar vasapeningarnir voru þrotnir langaði hann í meira af drykkjarvörum. Peninga hafði hann ekki lengur, en fötin hans gamla Prodgers hafði hann og hvað lá þá beinna við en að selja þau? Ég geri ráð fyrir að jakkkinn og vestið hafi orðið samferða í fyrstu umferð, og að þá hafi uppboðinu verið frestað um stund meðan hann fór inn í krána til þess að V I K I N G U R 21

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.