Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1951, Blaðsíða 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1951, Blaðsíða 27
fjárborg í uppbólgið lón og fórst þar. 35 kindur fundnar dauðar. • 16/12. Gullfaxi hefur flogið sem svarar 25 sinnum kringum linött- inn. Ifomið 200 sinnum til Reykja- víur frá útlöndum. — Lokið er smíði nýrrar bryggju á Svalbarðseyri. • 19/12. Margir togarar komu af veiðum um og eftir lielgina. Tveir seldu afla sinn í Englandi. • 21/12. Járn og aluminíum úr ís- lenzku hraungrýti. Góður árangur rannsókna í sumar og haust. — ÍJt- gerðarráð gerir tillögur um að Reykjavíkurbær kaupi fimm togara. • 28/12. Liggur við neyð vegna at- vinnuleysis í Flatey á Breiðafirði. — Neðansjávarleiðsla lögð frá Shell- bryggjunni 260 m. út í Skerjafjörð. — Mann tók út af togaranum Bjarna riddara á aðfangadag. — Harðbakur kom til Akureyrar á 2. jóladag. — Ævintýraleg ferð kolaskips til Is- lands. Norska skipið Norvega var 41 dag á leiðinni frá Póllandi til Akraness. — Á jóladag tókst Ægi að bjarga Northern Spray. 29/12. Saltaðar hafa verið rúml. 130 þús. tn. Faxasíldar. Söltun lýkur á gainlársdag. — Jón Þorláksson seldi í gær fyrir 8989 sterlingspund. — Fiskverð í Færeyjum er tvöfalt hærra en hér á landi. Færeyingar fá 1,30 til 1,54 fyrir þorsk með haus, en hér á landi er verðið aðeins 0,55 —0,75 kr. 30/12. 1000 tunnur af ufsa veidd- ar í Keflavíkurhöfn. — Akranesbátar eru að hætta síldveiðum. — Búið að frysta um 500 tonn af karfa á Akra- nesi. — 45 Islendingar fórust í sjó 1950, en 14 í umferðarslysum. — Þre- falt fleiri drukknanir en 1949. ERLENDAR FRÉTTIR. 18/11. Brezki togarinn „Lan- cennia“ var kyrrsettur í rússneskri höfn í 19 daga, vegna ólöglegra veiða í landhelgi, sektaður um £25. • 19/11. Mikill fjallgarðu fundinn á sjávarbotni í Kyrrahafi. • 21/11. Hersveitir S. Þ. eru við landamæri Mansjúríu. Bandarískar hersv'eitir komnar að Yalufljóti. Landamæraborgin Hysanjin féll í morgun. • 22/11. Illviðri hafa geisað í Evrópu seinustu dægur. Hefur það valdið tjóni bæði á sjó og landi. — Fiski- skip frá Kaupmannahöfn fékk tund- urdufl í vörpuna í Eystrasalti. • 24/11. Allharðir bardagar við skæruliðasveitir kommúnista norðan Seoul. — Níu km. af landamærum Mansjúríu á valdi S. Þ. — Lítil við- höfn var, er ösku Shaw var dreift um garðinn hans heima. — Mesta járnbrautarslys í sögu New York borgar. Létu 78 manns lífið, en 150 særðust. 25/11. Lokasókn S. Þ. í Kóreu gengur samkvæmt áætlun. — Minni hætta talin á að Iíóreu-styrjöldin breiðist út. • 26/11. Eiturgufa banaði 28 manns í Mexíkó. — Finnar eru öllum frjáls- um þjóðum til fyrirmyndar, segir Harriman, er fer lofsamlegum orðum um baráttu þeirra. — öryggisráðið frestaði fundi vegna ofviðris. — Ótt- ast að fjöldi hafi látið lífið eða slas- azt í fárviðri og stórhríð, sem gekk yfir austurströnd Bandaríkjanna í gær. • 28/11. Allsherjar sókn lýðveldis- manna er stöðvuð í bili. • 29/11. 200.000 kínverskir kommún- istar sækja gegn S. Þ. í N.-Kóreu. — Norðmenn framleiða eggjahvítu- efni úr þorski. — Norskar þara- og þangrannsóknir. — Þangmjöl hefur reynst ágætur og verðmætur fóður- bætir í Noregi. — Truman boðaði í gær til sérstaks fundar. Rætt um ískyggilegar horfur í heimsmál- unum. • 1/12. Aldrei blóðugri orustur í Kóreu en nú. — Norðurherinn nálg- ast Hamhung á austurströnd Kóreu. — öðru bandaríska herfylkinu tókst að brjótast í gegn. — Kínverjar sækja hratt til austurs. • 5/12. Hersveitir S. Þ. hörfa suður fyrir Pyongyang. — Iíínverjar liafa nú 800.000 manna lið í Kóreu og við Yalufljót. — 15 þús. hermenn S. Þ. reyna að brjóta sér leið til strandar. • 12/12. Áttundi bandaríski herinn býst um í nánd við 38. breiddarbaug. • 13/12. Danir segja grænlenskar rækjur fyrsta flokks dollaravörur. — Blóðugt uppþot út af hollenzku skógarstúlkunni. Tólf fallnir og margir særðir í óeirðum í Singa- pore í gær og í fyrradag. — Ivín- verjar flytja mikið nýtt lið inn í Kóreu. • 19/12. Mikið gos í Etnu í gær- kvöldi. — Mikil síld er milli Færeyja og Noregs og eru Norðmenn sem óðast að búa sig undir væntanlega síldarvertíð. — Miklar flug- og flota- árásir við Hungnam. • 20/12. Gengið frá stofnun varnar- hers Atlantshafsríkjanna. Eisenhow- er hefur verið skipaður yfirmaður hans. • 22/12. 1 16 daga sókn Kínverja var manntjón þeirra tífalt meira en herja S. Þ. • 28/12. Búizt við stórorustum í Kóreu þá og þegar. — Fluglið Banda- ríkjamanna hefur fellt og sært 40 þús. Iíínverja. • 29/12. Bretastjórn kvað hafa til atliugunar að setja hámarksverð á fisk. Hefur það hækkað um þriðjung að undanförnu. VÍ K I N G U R 27

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.