Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1951, Blaðsíða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1951, Blaðsíða 28
Sigmundur Sigmundsson, skipstjón í tilefni sextugsaímælis 1. júní 1950 Hve margir hafa bundið við sjóinn sína drauma og sótt á djúpiö ungir, og byrjaö þar sitt starf. Þaö var sem brjóstiö geymdi þá hafsins hljóöu strauma, sem hinir gömlu.skildu, og hlutu í feöraarf. Og þú ert einn, sem hafiö gat heillaö töfrum sínum, þar hlaustu ungur frama og lof viö skyldustörf. Og því er bjartur svipur yfir sjómannsferli þínum, og sigrar margir unnir, viö heitin stór og djörf. Þinn vegur hlaut aö stælcka, þú stýrir knerri dýrum og styrlc er höndin prúöa, meö göfgi í formannssvi'p. Þú skipar ei meö þjósti, en þijöum róm og skýrum, og þú nærö alltaf landi, í höfn, meö menn og skip. Og því er gott aö vita sinn son meö þér á sænum, því svalt er stundum lífiö og vistin hörö um borö. Ef skipstjórinn er góöur, finnst bróöurþel í blænum, sem bindur menn og sættir, viö gleymd og falin orö. Þú ferö meö vöskum drengjum, sem þjóöin bezta þekkir og þar er hennar vegur, um sævardjúpin köld. Aö lifa fyrir starfiö, þeim heiöri enginn hnekkir, þar hollast er aö byggja sér gæfuríki og völd. Nú líöur senn á daginn, viö byröing allan brýtur, og bráöum feröu aö draga þitt góöa skip í naust. Og heilum vagni aö aka frá boröi bezt þú nýtur meö brimhljóö þinnar sálar i hafsins sterku raust. Og liföu heill og sæll, meö þín sextíu ár aö baki meö sigra þína og dáöir á hafsins víöu slóö. Og Ijúfur bylgjuhljómur í hjarta þínu vaki, aö hinztu stund sé dreymiö og glait þitt sjómannsblóö. Kjartan Ólafsson. 2B V í K I N □ U R i

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.