Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1951, Blaðsíða 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1951, Blaðsíða 31
þess að ræða hið nýja viðhorf og gera tillögur um síldveiðarnar næsta sumar. Á fundinum voru meðal anharra ýmsir, sem síðastliðið sum- ar höfðu gert veiðitilraunir við Jan Mayen. Eigi er ennþá vitað, hvað gérzt hefur á fundi fiskimálastjórans, en tillögur og samþykktir fundarins voru lagðar fyrir stjórnarfund í félagi síldveiðimanna (Sildefiskernes Forening) dagana 13. og 14. nóvember. Það skal að lokum tekið fram, að eyjan Jan Mayen kemur tæplega til gi-eina sem landbæki- stöð að svo stöddu, því þar er engin höfn og ekki auðvelt að gera höfn í fljótu bragði, þótt góð skilyrði séu til þess á einum stað. Sjókort- unum, sem til eru yfir svæðið, er mjög ábóta- vant, grynningar eru þar, sem brýtur á í brimi, en aðdýpi er mikið bæði að þeim og eyjunni, og skipum yrði erfitt að átta sig fyrr en kennir grunns, þar sem þokur eru mjög tíðar. Þó gæti eyjan nú þegar orðið nokkurs virði fyrir þau skip, sem mega liggja í hléi þétt uppi undir landi og athafna sig þar. Ef á að sækja veiði í síldarstofninn þar sem hann stóð síðastliðið sumar, en á svipuðum slóð- um hefur hann sjálfsagt staðið að meira eða minna leyti síðastliðin 6 sumur, þá er að ræða um hreinræktaða úthafssveiði. Með hverjum hætti má njóta hennar, þannig að sóknin svari kostnaði, er enn óráðið. Þó að ýmsir erfiðleikar séu á úthafsveiði, móðurskip dýr og óþjál og illt að koma þeim við í misjöfnu tíðarfari, þá geng ég þess ekki dulinn, að sigrast verður á þessum erfiðleikum með þeirri tækni, sem nútíminn ræður yfir, því hér er ekki að tefla um neina smámuni. Ef síldveiði við Norðurland bregst jafn eftirminni- lega á komandi árum eins og hún gerði síðast- liðið sumar, þá er aðeins um tvennt að velja, hætta að hugsa um Norðurlandssíld í bili, eða sækja hana þangað sem hún er. Stórum og góðum íslenzkum skipum ætti ekki að vera meiri vorkunn en útlendum að veiða síld eitt til tvö hundruð sjómílur austur í hafi. Ef þeir geta það þegar til kemur, þá getum viö það líka, og ætti jafnaðarlega ekki að vera nein frágangssök að koma aflanum í íslenzka bræðslu. Sú var tíðin, að skip urðu að gera sér að góðu að sigla með hlaðafla frá Langa- nesi til Vestfjarða og eiga þar fyrir sér bið, og hver man ekki síldarflutningana héðan til Siglufjarðar fyrir tveimur árum, og það um hávetur. Síldveiðar á úthafinu án bældstöðva í landi, er hins vegar atvinnugrein, sem engin reynsla er fengin fyrir. Norðmenn telja, að til slíkra veiða þurfi skip, sem geta verið samfleytt tvo Bréfaskóli S. í. S. Bréfaskóli S. í. S. hefur meðal námsgreina sinna sigl- ingafræði og mótorfræði. Hefur skólinn með þessum námsgreinum beinlínis lagt framleiðslustarfi og at- vinnulífi liðsinni og verður væntanlega að því mikið gagn. Siglingafræðikennslan hófst um áramót 1947—1948. Kennslubækurnar aða kennslubréfin voru samin af Jónasi Sigurðssyni, stýrimannaskólakennara, en hann hefur annast kennsluna frá byrjun. Kennsla þessi mið- ast við þær kröfur, sem gerðar eru í lögum til skip- stjórnar á allt að 30 lesta skipum. Er hér aðeins átt við bóklega þekkingu. Nemendur bréfaskólans í sigl- ingafræði hafa verið samtals tæplega 200 frá byrjun og má það teljast ágæt aðsókn. Flestir þessara nem- enda hafa verið ungir menn, sem hafa búið sig undir 30 smál. prófið eða framhaldsnám í siglingafræði og nokkrir hafa talið sig geta fengið undirbúning undir loftsiglingafræði. Margir sjómenn eru einnig í þessari námsgrein án þess að hafa próf í huga. Eru þeir bæði af smæstu bátum, togurum og stærri skipum. Fleiri nemendur í þessari námsgrein eru úr Vest- firðingafjórðungi en nokkrum öðrum landshluta. Það er ánægjulegt fyrir bréfaskólann að geta bent á efnilega fiskimenn, sem hafa notið náms á þennan hátt og einnig á efnilega nemendur sína, sem nú stunda framhaldsnám. Mótorfræðikennslan hófst seint á árinu 1949. Höf- undur kennslubréfa og kennari er Þorsteinn Loftsson, vélfræðingur Fiskifélags íslands. Kennsla þessi fjallar um undirstöðuatriði mótorsins, tvígengis- og f jórgengis- mótora, lágþrýstimótora, miðþrýstimótora, rafkveikju- mótora o. fh, út að dieselmótorum. Framhaldsflokkur í mótorfræði kemur væntanlega út á þessu ári, þar sem m. a. verður kennt um dieselvélar. Á því rúmlega eina ári, sem kennsla bréfaskólans hefur verið í mótorfræði, hafa nemendur verið samtals 130 og er það mjög mikil aðsókn. Margir þessara nem- enda eru sjómenn, en þó ekki nærri allir. Má þar finna menn úr mörgum stéttum, sem fást þurfa við einhverjar vélar og geta aflað sér bóklegrar þekkingar með þessu móti. Bréfaskólinn vill sérstaklega vekja atliygli sjómanna, hvers konar siglingar sem þeir stunda, á því að þeir geta notið tilsagnar hinna færustu kennara í umrædd- um námsgreinum og mörgum fleiri greinum. mánuði í hafi, og er þá að sjálfsögðu gert ráð fyrir að síldin sé söltuð. En það er ný aðferð til síldveiða, sem liggur alveg í loftinu, en það er að nota stór verksmiðjuskip eitthvað í átt- ina við það, sem nú tíðkast við hvalveiðar í Suðurhöfum, láta þau sjálf veiða síldina, ef til vill með dælum og þá væntanlega með að- stoð ragmagnstækni. Hvenær sú ö)d hefst, vit- um við ekki. En við lifum á tækninnar tímum og megum ekki láta neitt koma okkur á óvart. VÍ K I N □ Ll R 31

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.