Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1951, Blaðsíða 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1951, Blaðsíða 5
Ragnar V. Sturluson: Islenzk útgerð við Grænland Forspjall. Hið mikla fiski við Grænland síðastliðið sum- ar hefur vakið marga íslenzka sjómenn upp af þeim dvala, sem þeir hafa legið í undanfarið, um nauðsyn þess, að íslendingar hefjist handa um útgerð á Grænlandsmið, sem þannig sé rek- in, að ágóði geti orðið af henni. . Mun flesta þá, sem fóru sumarið 1949 á Grænlandsveiðar, fýsa þangað aftur, eða svo hafa margir þeirra látið í ljósi við mig. Þeir gera sér grein fyrir hvað þangað sé hægt að sækja, ef rétt er á haldið, þrátt fyrir óhagkvæma niðurstöðu 1949. 30 milljón króna gróði Norðmanna af veið- unum þar, síðastliðið ár, talar því máli, sem þeir menn skilja, er afla gjaldeyris handa hinni valútuvana íslenzku þjóð. Islendingar gerðu út þrjá fiskveiðileiðangra til Grænlands sumarið 1949. Var einn þeirra Súðarleiðangurinn svonefndi, studdur af rík- inu til þess að kynna sér aðstöðu og skilyrði til fiskveiðanna þar vestra. Ég var svo heppinn að vera með sem verka- maður í þeim leiðangri og reyndi að gera mér Ijóst, svo sem unt var, þau viðhorf ýmsra aðila, sem hljóta að myndast í sambandi við slíka 'útgerð. Súðarleiðangurinn hélt til í svokölluðum Kangerdluarssoruseq-firði, þar sem syðri Fær- eyingahöfn liggur. Hef ég skrifað lýsingu á því helzta er fyrir bar í leiðangrinum í Víking- inn og vísa hér til þess. Árangurinn af tilraunum þessa leiðangurs verður að meta eftir öllum aðstæðum, er fyrir hendi voru um útbúnað og reynzlumöguleika. Þess er fyrst að gæta, að seint og erfiðlega gekk að mynda félagsskap til þess að koma honum af stað, og engum tveim mönnum mun það eins að þakka, að það tókst, eins og þeim Jóhannesi Elíassyni lögfræðing og Steindóri Hjaltalín útgerðarmanni. I öðru lagi, leiðangurinn komst ekki á fiski- miðin fyrr en svo seint, eða um 20 júlí, að aðal aflatíminn á línu var búinn. f þriðja lagi, skipakostur var mjög óhentugur og útheimti meiri vinnu og fleira fólk en henti litlum afla. Fiskigengd töldu menn þar eitthvað minni en árið áður. En 20 ára reynsla Færeyinga og Norð- manna af fiskveiðum þarna vestra, bendir til þess, að þarna sé um auðug fiskimið að ræða, og stundum uppgripa afla, eins og t. d. sumarið 1950. Það má því gera ráð fyrir að íslendingar hyggi að efna til útgerðar á þessu svæði, þrátt fyrir erviða aðstöðu, sem stafar af lokun lands- ins. Það þarf því að vanda betur allan útbúnað þar að lútandi til þess að betri árangurs megi vænta, því slíkur atvinnurekstur verður þar, ekki síður en annarsstaðar, að svara kostnaði, ef hann á að verða eftirsólmarverður. Það hljóta því að koma fram tvennskonar, aðalsjónarmið innbyrðis milli þeirra íslendinga, er þangað hyggja að sækja afkomu sína. Annarsvegar sjónarmið útgerðarmannsins, sem vill hafa sem mestan hagnað af útgerðinni og fyrir sem minnstan tilkostnað og hinsvegar sjónannið sjómanna og verkamanna, er að fisk- veiðunum starfa, og auðvitað vilja bera sem mest úr býtum fyrir vinnu sína. Ég geri ráð fyrir að samningar yrðu gerðir milli þessara aðila hér heima um kaup og kjör og réttindi og skyldur beggja eins og gert var í sambandi við Súðarleiðangurinn. En þrátt fyrir það geta alltaf komið vandamál og ágrein- ingsatriði, sem úrskurðar þurfa við þar vestra og bagalegt gæti verið að láta bíða málareksturs og vafninga hér heima. Ég tel því að Landssamband íslenzkra út- gerðarmanna og sjómanna- og verkalýðssam- tökin hér heima þurfi að tilnefna fulltrúa, hvert úr sínum hópi af þeim mönnum, er þátt taka í fiskveiðunum þar vestra, til þess að jafna á- greiningsatriði og skera úr deilum sem upp kunna að koma og ekki þola bið, að úr sé leyst til bráðabirgða. I K I N □ U R 41

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.