Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1951, Blaðsíða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1951, Blaðsíða 9
Hvarf á Suöur-Grœnlandi. Herjólfsnes gengur fram undan fjallinu. Tovqussaq á Litla-lúðugrunn; og frá nyrðri Færeyingahöfn væri sótt á Stóra-lúðugrunn og norður í Bjarneyjarflóann, en það er nokkuð langsótt, og þyrfti því, ef vel ætti að vera, að hafa stöð norðar, sem lægi betur við til þess. Hvað snertir nyrðri Færeyingahöfn, sýnist mér á kortinu, að ákjósanlegra mundi að hafa stöðina í firðinum fyrir sunnan hana, eða þar sem kallað er Gamla Egedesminni. Það virðist vera um ákjósanlegt landslag að ræða. Stór dalur með afarmiklu stöðuvatni fyrir botni fjarðarins, sem er stuttur og rennur á úr því út í fjörðinn og hafa Grænlendingar kallað stað- inn nafni sem þýðir: Laxakyngi. Þessar stöðvar þyrftu að hafa talstöðvar og geta verið í stöðugu sambandi við eftirlitsskipið. Það svæði, sem þá vantar stöðvar við, eru flóinn út af Eystribyggð. Hygg ég að rétt væri, að reyna að fá stöð, á eða í nánd við Nunorsuit að norðanverðu við flóann. Einnig vantar stöð til að geta stundað Veiðar í Bjarneyjarflóanum, ef fiskur gengur þangað. En ég er ekki nógu kunnugur til að geta bent á stað þar fyrir hana. En hygg þó, að heppilegt væri, að hafa hana í námd við þessi þrjú þorp: Egedesminde, Jakobs- höfn, Góðhöfn, eða vestantil á Nugssuaqskagan- um. En nánari kynni munu leiða þetta í ljós, og V í K I N G U R ég tel óhjákvæmilegt, að þær stöðvar, sem ís- lendingar eiga kost á séu útbúnar strax. Beita, matvœli. Eitt aðal-vandamál veiðiflotans mundi vera geymsla á beitu, eða þó öllu heldur trygging þess, að nægileg og góð beita væri altaf tiltæk. Mikill veiðifíoti mundi þurfa kynstur af henni, og hún þarf örugga kæligeymzlu. Sé ég ekki annað ráð, en að hafa eftirlitsskipið útbúið með rúmgóðri kælilest, sem hægt væri að geyma í töluvert magn af frystri síld, eða annari frystri beitu, sem flytja yrði af og til héðan að heiman. Eins kæmi til greina, að veiðiflotinn hefði útbúnað til að veiða síld eða loðnu til beitu, ef hægt væri. Þetta atriði með beituna er mjög mikilsvert mál, sem þýðir ekki að skipuleggja með neinu sleifarlagi. Einnig þyrfti að vera hægt að geyma nægi- legar byrgðir af frystum matvælum handa flot- anum á sama hátt. Siglingasamband. Útgerðin þarf að hafa nægilega mörg skip í flutningum frá og til Grænlands, til þess að færa flotanum nauðsynjar og sækja aflaföngin 45

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.