Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1951, Blaðsíða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1951, Blaðsíða 16
nr. 2 — þá, sem ég hafði komið með, og samið við þá um, að ekki yrði leitað í. Þegar Wentock opnaði töskuna, leit hann til mín og glotti mikinn. Hann leit auðsjáanlega á þetta sem mikil slóttugheit, og það var mér ekki nægur styrkur í trúnni á drengskap mann- anna, að Ewiss leið áberandi illa. Ég var svo gramur, að ég hefði getað ljóstað upp um þá við yfirmenn þeirra, fyrir að þiggja mútur, því nú var alveg orðið augljóst, að þeir hefðu ekki minnst á það við hann, að við hefð- um komið okkur saman um að skipta á töskun- um. Ég sá hvernig þeir litu á málin. Þeir voru í raun og veru ekki mútuþægir, en ef fólk var nógu heimskt til að bjóða þeim mútur, þáðu þeir þær — sem gjöf; það var verst fyrir þann sem bauð, en ágætt fyrir tollþjónana að fá slíka „þóknun“. Ég geri í’áð fyrir, að enginn geti láð mér, þótt ég væri gramur. Rannsókn Wentocks á töskunni var hreinasta opinberun. Ég mótmælti einu sinni og sagðist myndi krefjast nýrrar tösku, því eftir því sem Wentock leitaði lengur og betur án þess að finna nokkuð, var helzt að sjá, að hann ætlaði að tæta töskuna í smáagnir, svo viss var hann um, að hann hefði mig í hendi sér. Að lokum varð hann að gefast upp, og lýsa töskuna saklausa að öllu tollskyldu, eins og hún auðvitað var, því eins og ég sagði honum á eft- ir, hafði mig grunað, að þeir myndu reynast svikulir, og því forðast að láta nokkuð tollskylt í töskuna í þetta sinn. Ég sagði þeim, að þetta hefði átt að vera eins konar reynsluför. Jafnskjótt og yfirmaðurinn var farinn út, lét ég þá fá það óþvegið. „Af öllum svikulum mannhundum eruð þið tveir þeir vesælustu, sem skríða ofanjarðar! Þið takið við peningum mínum með annarri hendinni, en reynið að koma mér í bölvun með hinni. Hvernig væri að skila aftur því, sem ég borgaði ykkur!“ Wentock hló glaðhlakkalega að þessu, eins og þetta væri sérlega blá fyndni, en ég sá, að Ewiss fór enn meir hjá sér en áður. „Hlunnindi okkar, skipstjóri“, sagði Wentock. „Okkur er oft boðinn kvöldverðarbiti, og við hittum fólk, sem er áfjátt í að rétta að okkur smáskildinga að gjöf. Og við segjum ekki nei, er það, Ewiss? Við erum báðir kvæntir menn og höfum fyrir ómegð að sjá, og þegar ég minn- ist þess, hversu innilega þér spurðuð um krakk- ana okkar, skipstjóri, þá ættuð þér að minnast okkar aftur, skipstjóri, ef þér eigið gamalt seðla- rusl, sem þér eruð hættur að nota. Og mikið vorum við hrifnir af kvöldverðunum, sem þér 52 buðuð okkur til. Þér getið gert það aftur skip- stjóri, hvenær sem er. Við erum alltaf reiðu- búnir. Ef þér hafið ánægju af félagsskap okkar, kvörtum við ekki. Jæja, hvernig myndi standa á hjá yður í kvöld. Við eigum báðir frí og — “. „Farið í glóandi helvíti!“ sagði ég, „og haldið ykkur þar. Þið eruð tvö svikasvín, eins og allir ykkar líkar, og þið hefðuð getað komio mér á kaldan klaka, hefði ég ekki farið gætilega. Fáið mér töskurnar og hafið skömm fyrir! Það er sagt, að maður skyldi aldrei treysta lögreglu- manni, jafnvel þó hann væri manns eigin bróð- ir. Hann myndi stinga manni inn við fyrsta tækifæri í von um að hækka í tign. Og ég geri ráð fyrir, að þið séuð samskonar vanmeta- skepnur“. Og að svo mæltu þreif ég töskurnar og arkaði út; Wentock hélt opinni hurðinni fyrir mig. En Ewiss var eins skömmustulegur og aumur og frekast varð á kosið. „Hvernig stendur á hjá yður í kvöld, herra minn?“ kallaði Wentock á eftir mér. „Farið til fjandans!“ svaraði ég. Og svo fór ég upp í strætisvagn og hélt upp í borgina, allhugsandi. 19. ágúst — enn sí'öar. Það vill svo til, að ég hef boðið náungunum — báðum, til kvöldverðar á ný, því ég er ekki einn af þeim, sem taka ósigrunum þegjandi og hljóðalaust. Ég skrifaði til Wentock í tollstofuna: Kæri hr. Wentock! Ég hef hugsaö máliö ofurlítiö og hef kom- izt aö þeirri niöurstööu, aö elcki hafi allt veriö sagt á síöasta fundi olckar, sem hægt heföi veriö að segja. Ég ber engan óvildar- hug til yðar fyrir þessa nokkuð svo grófu gamansemi, sem þér sýnduð mér. Mér hefur komiö í hug, aö ef til vill væri enn hægt aö ráöa málinu til lykta, sem væru nær mínu skapi, og ég get fullvissaö yöur og félaga yöar um, aö þiö munuö hagnast á þvi, án þess að ykkar strangheiðarlegu tilfinningum veröi á noklcurn hátt misboðiö. Viljiö þiö hitta mig á sama veitingahús- inu í kvöld á venjulegum tíma, og ég skal skýra máliö fyrir ykkur til fulls, því ég sigli á morgun og verö aö Icoma ráðagerð minni í framkvæmd áöur. Muniö, aö ég ber engan kala til ykkar. Lítiö á þetta sem vinsannlegt viöskiptatilboð. Yðar einlægur, G. Gault. V I K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.