Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1951, Blaðsíða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1951, Blaðsíða 18
Mesta sjóslys sögunnar Mörg stór sjóslys lifa lengi í hug manna og lengi er talað um þau manna á meðal, jafnvel þótt þau hafi skeð fyrir löngu. Svo er t. d. um Titanic-slysið og um það hafa verið skrifaðar bækur og gerðar af kvikmyndir. Það hefur þó ekki ennþá birzt mikið um það sjóslys, sem líklega er hið stærsta, sem sögur fara af. Það var þegar mótorskipinu „Wilhelm Gustloff“ var sökkt í Austursjónum í janúar 1945. Ef til vill hefur það fallið í skugga þeirra stóru heimsviðburða, sem þá voru að gerast, í endi seinni heimsstyrjaldarinnar. í síðustu útgáfu af þýzka sjóferðatímaritinu „Die Seekiste" er getið um þetta ömurlega sjó- slys. Stríðið geysaði þá nokkra kílómetra fyrir austan Gdynia. Mikill fjöldi flóttafólks hafði flúið þangað í von um að geta komizt vestur á bóginn. Allar bryggjur og vöruskemmur voru fullar af flóttafólki. Höfnin var full af allra handa farartækjum, smáum sem stórum, sem verið var að reyna að bjarga frá hættusvæðinu. Þar voru vöruflutningaskip, farþegaskip, stór hvalbræðslumóðurskip, skipakvíar og fjöldi af allra handa smærri skipum. Dráttarbátar voru önnum kafnir við að hjálpa til að koma sem mestu af þessu drasli undan, og fólkið hrúgað- ist í þúsundatali um borð í skipin, og sóttist fyrir alla muni eftir að flýja vestur á bóginn, áður en Rússar legðu undir sig landsvæðið. „Wilhelm Gustloff" tók um borð 5000 flótta- fólks, en var gerður til að flytja aðeins 1900 manns að meðtalinni skipshöfn. Það versta var, að skipið hafði ekki bjargbáta nema fyrir 750 manns, og nokkra fleka að auki. Aðra bjarg- báta var búið að taka, og voru þeir notaðir fyrir þoku-útlagningsmerki. Seinni hluta dags 30. janúar fékk „Wilhelm Gustloff" loksins burtfararleyfi. Það fylgdi hon- um eitt minniháttar herskip, þrátt fyrir það, að búið var að tilkynna, að heyrzt eða sést hafði til rússnesks kafbáts þar rétt fyrir utan. Rétt fyrir miðnætti sama dag heyrði beiti- snekkjan „Admiral Hippér", sem einnig var á leið vestur á bóginn með 3000 flóttamenn um 54 borð, neyðarskeyti frá „Wilhelm Gustloff". Þegar hann kom á staðinn, var „Wilhelm Gustloff“ kominn með mikla slagsíðu og fjöldi fólks hafði hent sér í sjóinn og var að velkjast þar um í ísköldum vetrarsjónum. Nokkrum var þá straks bjargað af fylgdarskipinu „Admiral Hippers“. Þegar svo öðru tundurskeyti var skot- ið á „Wilhelm Gustloff", og um leið tilkynnt, að rússneskur kafbátur sæist á yfirborðinu, þorði „Admiral Hipper“ ekki annað en forða sér, til þess að stofna ekki 3000 mannslífum í hættu að auki. Það var nú tilkynnt í útvarpi um slysið og fleiri skip komu á slysstaðinn og björguðu einhverju af fólki. Samt fórust þarna yfir 4000 manns. ,Wilhelm Gustloff“ var byggður árið 1938 hjá Blohm & Voss í Hamborg, fyrir félagsskap- inn „Kraft durch Frende“ í Þýzkalandi. Hann var 184 fet á lengd og 82 á breidd, með 9,500 hestafla vél, gekk 1 5*4 sjómílu á klukkustund. Var 25.484 rúmlestir brúttó, hafði rúm fyrir 1465 farþega á einu farrými. Fyrir stríð fór hann nokkrar skemmtiferðir til Madeira og Noregs. I stríðinu var hann notaður sem spítala- skip. Lauslega þýtt. E. Á lensi. Fer á lensi lífsins knör, létt á öldurn skríður. Fyrir stafni feigöar-vör fyr eða seinna bíður. Eins viö Ijúf sem óbliö kjör alltaf magnast hraðinn. Dauðinn þraukar þar í vör, þræðir í stefni vaðinn. Lítið stoðar lífsins þrá, léttir skriðinn bara, enginn skeika sltal eða má sköpum. ævikjara. Andrés Gíslason. V í K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.