Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1951, Blaðsíða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1951, Blaðsíða 20
Ingibjörg Sigurðardóttir: \ Grímur í Naustum Niður sandinn gamall gengur garpur, fyrrum kunnur þjóð, ungur hann við stjórnvöl stóð. Nú ei sækir sjóinn lengur, senn er brostinn lífsins strengur. Sagan lifir sönn og fróð. Ungur byggði hann bú i Naustum bjartri, ungri konu með, ástin helga gladdi geð. Sóttu fram með höndum hrausbum hjörtun búin dyggðum traustum, ungum var þeim lánið léð. Sezt á stein í sandi gráum, sjórinn blasir augum við, eyrun nema öldunið. Barðist fyrr á bylgjum háum beinn með hreysti og sigri fráum. Opnast kappans ævisvið. Ein hún horfði yfir sundið aldan þegar hljóðlát var, fegurð rikti friðsældar. Hjartað va,r hjá hetju bundið sem hafði úr nausti bátnum hrundið fyrr en dagur flóði um mar. Fjórtán ára fyrsta sinni fór hann suður á land í ver, „dótið“ bar á baki sér. Af lietjum syðra hafði kynni, hét að verða þeim ei minni, í trausti á þann, sem æðstur er. Honum fagnar, heim að landi hlöðmi stýrði fleyi í vör eftir vaska veiðiför. Ung þau tengdust ástarbandi, alltaf traustar knýtti vandi oft við háska og erfið kjör. Lærði ötull ár að beita, aldrei sig til hliðar dró eða stormi undan sló. Snilldin kunni lags að leita, laga segl og stefnu breyta. Karlmanns þor í brjósti bjó. Eiginkonan oft og tíðum óttaðist um manninn sinn. Hörpu stillti stormurinn út í hafsins straumi stríðum, í stórum norðan ógnarhríðum liljómaði bæn í himininn. Tuttugu ára eigin fleyi ötull stýrði fram á mið, gæfan sat við hægri hlið. Fyrr en röðull reis með degi renndi hann færi á söltum legi, fyllti bát að fræknum sið. Bað liún guð að landi leiða litla árafleyið hans, elsklmgans og eiginmanns, svo fengi hún hvíld við faðminn breiða í fögnuði sem hjörtun seiða og kveikir unað lcærleikans. Ægir kóngur brúnabyrstur blasti oft við sjónum hans út í stormsins æstum dans. Augun hvessti út í mistur, oftast varð að landi fyrstur, snilldin réði stjórnarans. Þá ’hún heimti hann að landi hrakinn eftir svaðilferð, um þann fögnuð ein þú berð sem að hefur heimt frá grandi lijarta tengt þér ástarbandi, sjómannskona er sælu verð. Alltaf stýrði hann opnu fleyi, aldrei knúið fram með vél, fast var sótt og fiskað vel. Hrannar ógnir hræddist eigi, hjartað þráði hafsins vegi. Engin hetja ef aldrei él. Naustakappinn sínum sonum sjómannsstörfin kenndi fljótt, ungir vöndust afla-gnótt. Sæinn bundu sínum vonum, settu mark að stríða á honum hetjur gæddar hreystiþrótt. 56 VÍKINGUR j

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.