Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1951, Blaðsíða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1951, Blaðsíða 23
eins og sumlr kölluðu það. Ég var þar oft — jú, jú! — Já, þó hann væri friðsemdarmaður og mesta snyrti- menni, verð ég nú að játa það, að hann var of mein- laus. Ég man eftir því, að hann sagði mér einu sinni, að hann væri ekki gefinn fyrir slagsmál, og að í stað þess að berja menn, þá tryði hann meira á það, að jafna allt með góðu. Ó, já. Honum þótti óvenjulega, já, fjarskalega vænt um konuna sína. — En loksins varð það einu sinni — eftir það að hún hafði verið óforskömmuð við hann, gert hann að athlægi — í knæp- unni — að það fauk í hann og hann talaði við hana með einurð! „Hvað?“ segir frú Dixon — og ætlaði varla að trúa sínum eigin augum. „Mundu við hvern þú ert að tala“, segir hann — já — það sagði hann. „Hvernig þorir þú að tala þannig við mig!“ — æpti frú Dixon og varð blóðrauð af illsku. „Hvað meinarðu með því? Ég tala svona við þig, af því að þú virðist gleyma því, hver er húsbóndinn hérna“, segir þá Dixon, með skjálfandi rödd, illur, já! bara illur. „Hús-b-ó-n-d-inn?“ segir hún — og það blossaði upp úr henni. „Ég-ég skal nú bráðum sýna þér það, hver er húsbóndinn hérna. Farðu út úr veitingastofunni minni! Ég vil ekki hafa þig hér! Heyrirðu það! Farðu út! En Dixon sneri sér bara við og fór að afgreiða við- skiptamann. „Heyrðirðu ekki hvað ég sagði“, segir frú Dixon — og stappar fætinum í gólfið. „Farðu út — út segi ég! Út úr minni krá. Hérna Charlie". „Halló“, segir þá frændi hennar, sem hafði staðið og hlustað á — og hlegið að. — „Taktu „húsbóndann" og láttu hann inn í dagstofu“ — segir frú Dixon — „og slepptu honum ekki þaðan út fyrr en hann hefur beðið mig fyrirgefningar". „Svona“ — segir Charlie — um leið og hann brettir upp skyrtuermarnar. „Inn með þig! Þú heyrðir hvað hún sagði“. Og nú greip hann í George Dixon, sem hafði snúið sér við til þess að gefa til baka af hálfri krónu — og svo hratt hann honum, sparkandi og með barsmíð inn í dagstofuna. Nú! en Dixon hafði nú reynd- ar gefið honum svona — ja — „einn lítinn" fyrir brjóstið — en höggið var svo vitleysislega lítið — hann var alltaf svo prúður — já, þetta var ekkert högg. En fyrir þetta litla högg fékk hann svo vel útilátið „prúff" á hnakkann, að það var lán að höfuðið fór ekki af aumingja Dixon — og náttúrlega féll hann í rot. En þegar hann komst til meðvitundar aftur, þá var hurðin fram í veitingastofuna lokuð og frændi frú Dixons, Burge gamli, sem hafði sofið í hægindastóln- um, fór að finna að því við Dixon, að hann hefði vakið sig upp úr fasta svefni. Frú Dixon kom inn og byrjaði að hella úr skálum reiði sinnar yfir mann sinn. Hann svaraði: „Ég hef verið prúður og þolað þér margt. En þú ert óánægð. Þú hefðir átt að giftast manni, sem hefði barið þig og farið illa með þig, þá hefðir þú verið sæl. En ég elska kyrrlátt og friðsamt líf, en þér virðist ekki geðjast að því*. „Ætl-ætlarðu að bi-biðja hann frænda minn og mig fyrirgefningar", segir hún og stappar enn niður í gólfið með fætinum. „Nei!“ segir Dixon. „Ég ætla ekki að biðja fyrir- gefningar, og ég er hissa á þér, að fara fram á slíkt“. „Jæja, en út úr þessu herbergi ferð þú ekki, fyrr en þú gerir það“, segir kona hans. „Það særir mig ekki“, segir Dixon. „Mér væri ómögu- legt að líta framan í nokkurn mann, eftir að mér hefur verið hrundið út úr minni eigin stofu“. Nú! og þarna létu þau hann dúsa það sem eftir var dagsins. Og þegar háttatími var kominn, sýndi Dixon sama þrályndið. Og frú Dixon, sem ekki lét „rnúkka" sig, kom niður með eitthvað af rúmfatnaði og bjó um hann á dívaninum. Ja, sko! Sjáið þið nú til, piltar! Haldið þið nú ekki, að einhver eiginmaður mundi hafa kallað á lögregluna fyrir minni sakir? Jú, ójú! En í stað þess að gera það, hegðaði Dixon sér eins og fjórtán ára drengur. Hann strauk og fór til sjós. Ja, ha, ha, ah-a! Þarna sjáið þið uppeldi! Ha? En bíðið þið nú við. — Um morguninn var hann horfinn og hliðardymar voru bara lokaðar með klinkunni. Hann hafði skilið eftir bréf til konunnar sinnar á borðinu, og sagt henni í því, hvað hann hafði gert. Það, bréfið, var hlýtt, en stutt, og það endaði á því, að biðja hana að gæta þess, að frændur hennar æti hana ekki út á húsgang. Og hún fékk annað bréf tveim dög- um seinna. í því stóð, að hann hefði ráðið sig á skip t— amerískt barkskip, sem héti „Sjófuglinn", og ætlaði til Kaliforníu, og að á því ferðalagi mundi skipið verða heilt ár, eð þar um kring. „Hann hefur gott af því“, segir gamli Burge, þegar frú Dixon var búin að lesa bréfið fyrir þau. „Það er hart líf, lífið á sjónum, og hann lærir á því að meta heimili sitt, að meta það að verðleikum, þegar hann kemur aftur. Hann veit ekki — finnur ekki — hvenær honum líður vel. Þetta heimili er þó eins notalegt og þægilegt eins og frekast verður á kosið". Það var undarlegt hversu litlum breytingum burtför Dixons olli í „Bláa ljóninu". Það virtist enginn sakna hans mikið, og allt gekk eins og áður en hann fór. Frú Dixon var sómasamleg við flesta viðskiptamennina, og ættingjar hennar áttu mjög góða daga. Gamli Burge fitnaði svo mikið, að bara það að sjá stiga var meira en 'nóg fyrir hann, hann var búinn að fá viðbjóð á slíku, og Charlie og Bob höguðu sér eins og þeir ættu þetta allt saman. Ekkert fréttist af Dixon í hér um bil átta mánuði, en svo fékk frú Dixon bréf frá honum. í þvi sagði hann, að hann væri nú kominn á annað skip. — Á „Sjófuglinum" hefði hann átt þá daga, að sig hryllti við að hugsa til þess, skrifaði hann. Hann sagði, að mennirnir þar um borð hefðu verið svo illir og dóna- legir — að verra gæti víst ekki verið til, að yfirmenn- irnir hefðu verið allra verstir, og að varla hefði hann lifað þann dag, að einhver hefði ekki barið sig. Hann hefði t. d. verið sleginn með handspaða, — og það hefði annar stýrimaðurinn gert — og eftir það hefði hann orðið að liggja í rúminu í heila viku, og að svo hefði þriðji stýrimaðurinn leikið sig á svipaðan hátt. — Hann sagði, að nú væri hann kominn á skipið „Rochester Castle", sem ætti að fara til Sydney og hann vonaði, VÍKINGUR 59

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.