Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1951, Blaðsíða 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1951, Blaðsíða 24
að hann ætti nú betri tíma framundan. Annað fréttu þau ekki í nokkra mánuði. En svo kom bréf, og í því sagði Dixon, að fólkið um borð í „Rochester Castle“ væri ennþá voðalegra en á „Sjófuglinum" og að hann væri nú farinn að sjá, að það að strjúka að heiman væri annað en hann hefði búizt við — og að hann bygg- ist við að hann hefði gert það of seint. — Hann vildi flytja konu sinni kærar kveðjur og bað hana að gera svona eins og fyrir sig að senda gamla Burge burt og syni hans líka, því að sig langaði ekki til að hitta þá þegar hann kæmi heim, vegna þess, að þeir væru orsök í öllum raunum hans. „Hann þekkir ekki sína beztu vini“, sagði gamli Burge — „hann hefur svo illt skap, sem ég er ekki hrifinn af“. — „Oh, ég skal tala við piítinn, þegar hann kemur heim“, segir Bob — „ég býst við að hann þykist geta verið nógu horskur og öruggur við að skrifa bréf með- an hann er í þúsund mílna fjarlægð". — „Síðasta bréfið, sem barst, kom frá Auckland, og í því stóð, að nú væri Dixon kominn á skipið „Monarch", og ætti það að fara til Albert Döcks, og að hann von- aði að geta nú bráðum komizt heim og tekið við stjórn á „Bláa ljóninu“, eins og á hinum góðu, gömlu dögum, áður en hann hefði gert sig að því flóni að fara til sjós. - Já, þetta var seinasta bréfið frá honum, og nokkru seinna var „Monarch" talinn á skiptapalistanum. Og brátt var það gert kunnugt, að „Monarch" hefði far- izt með allri áhöfn skömmu eftir að hann hefði farið frá New Zeeland. Við þessa frétt varð sú eina breyt- ing á í „Bláa ljóninu", að frú Dixon lét lita tvo kjól- ana sína svarta og Charlie, Bob og gamli Burge gengu með svört hálsbindi í hálfan mánuð og töluðu um Dixon sem „vesling George" og að þetta væri undarleg veröld, sem maður lifði í, en að allt, sem skeði, væri sennilega öllum fyrir beztu. — O, jæja, já. Það hljóta að hafa verið nær því fjögur ár, sem liðin voru frá því að Dixon. fór að heiman — eða strauk að heiman, og þangað til kvöld nokkurt, að Charlie sat í knæpunni og var að lesa dagblað — þar sem lítið var um sölu á þeim tíma. Sér hann þá manns- höfuð gægjast inn um dyrnar, sem snöggvast, og hverfa svo strax aftur. — Rétt á eftir gægðist það inn um aðrar dyr og hvarf aftur. Þegar þetta mannshöfuð gægðist inn um þriðju dyrnar, lagði Charlie blaðið frá sér og var nú viðbúinn til að athuga þetta. „Að hverju ert þú að gæta?“ segir hann höstug- lega. „Hvað vilt þú? Ertu að leika gægjuleik, eða hvað?“ Maðurinn hóstaði og brosti svo, og svo ýtti hann hurðinni upp með hægð og gekk inn, og stóð þarna og tók fingrunum upp í skeggið eins og hann vissi ekki hvað hann ætti að af sér að gera. „Ég er kominn aftur, Charlie", segir hann loksins. — „Hvað, George!" segir Charlie — og brá við. „Nú — ég þekkti þig ekki með þetta skegg. Við héldum öll, að þú værir dauður fyrir fjórum árum síðan“. „Og ég var það nú, nærri því, Charlie", segir Dixon og hristi höfuðið. — „Oh! Ég hef lifað hræðilega tíma, síðan ég fór að heiman". „Jæja, þú virðist að minnsta kosti ekki hafa orðið 6D ríkur“, segir Charlie og leit á fötin hans. — „Ég mundi skammast mín að koma heim svona til fara, ef ég væri í þínum sporum“. ,,Ég er úttaugaður maður. Það er ekkert eftir af sómatilfinningu í mér. Það er búið að berja hana úr mér. Hvernig líður Júlíu?“ „Henni líður vel“, segir Charlie. „Hérna Jú----—“. „Uss“ — segir Dixon og réttir handlegginn yfir boi'ð- ið og snart handlegg Charlies. „Segðu henni ekki of snöggt frá því — segðu henni frá því með hægð — svo að henni bregði ekki við“. „Hvaða bull er þetta", segir Charlie, hratt hönd hans af handlegg sér og kallaði: „Komdu hérna, Júlía, hann er kominn aftur!“ Frú Dixon kom hlaupandi niður stigann og inn í veitingastofuna. „Hamingjan góða“, segir hún og starði á eiginmann sinn. „Hver mundi hafa látið sér detta í hug, að nokkur mundi sjá þig aftur! Hvaðan hefurðu stokkið?" „Þykir þér ekki vænt um að sjá mig?“ — segir Dixon. „Jú, ég býst nú við því, ef þú ert kominn til þess að hegða þér vel“ — segir frú Dixon. „Með hverju ætlar þú að bera í bætifláka fyrir það að strjúka og svo að skrifa þessi bréf og segja mér að losa mig við ættingja mína?“ „Það er nú langt síðan, Júlía" — segir Dixon um leið og hann lyfti upp lokinu á borðinu og gekk inn fyrir. „Ég hef gengið í gegnum miklar hörmungar og liðið mikið síðan. Ég hef verið barinn og lúbarinn, barinn þangað til ég var orðinn tilfinningalaus, ég hef orðið skipreika og hef orðið að berjast fyrir lífinu á meðal villimanna“. „Það bað þig engin að strjúka“, segir kona hans — og færði sig snögglega undan, þegar hann ætlaði að leggja handlegginn yfir mitti hennar. „Þú ættir nú heldur að fara upp á loft og koma þér í almennileg föt“. Dixon leit á hana svo sem augabragð, svo hengdi hann niður höfuðið. — „Ég hef verið að hugsa um þig og ég hef séð þig í huga mínum á hverjum degi síðan ég fór, Júlía. — Þú værir sú sama fyrir mig, þó að þú værir klædd hinum aumustu ræflum“. Svo fór hann upp á loftið, án þess að segja meira. Og gamli Burge var þá á leiðinni niður stigann — en fór nú fimm höft í einu, af því að Dixon hafði á- varpað hann svona óvænt og hann þekkti hann ekki. Og þegar Dixon kom .niður aftur, var sá gamli ennþá að rausa — og hann sagði, að Dixon hefði bara gert þetta af ásettu ráði. „Þú straukst frá góðu heimili", segir hann — „og frá hinni beztu konu, sem til er í öllum Vapping — og svo þegar þú kemur aftur, þá hálfdrepurðu mann úr hræðslu. Ég hef aldrei þekkt slíkan mann — allt mitt líf“. „Ég var svo glaður yfir því að vera kominn heim aftur, að ég hugsaði aðeins um það. Ég vona að þú hafir ekki meiðzt". Svo fór hann að segja þeim frá — þegar þau voru að drekka teið — öllum þeim erfiðleikum, sem hann hafði orðið að þola síðan hann fór — eit enginn virtist vilja hiusta á hann. Bob sagði, að sjórinn væri bara V í K I N □ U R J

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.