Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1951, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1951, Blaðsíða 26
Svo gekk hann að dyrunum inn í veitingastofuna, þar sem Bob var önnum kafinn við að afgreiða við- skiptamann — en þó öllu heldur við það að hlusta á það, sem sagt var inni í borðstofunni — og þegar Dixon hafði lokað útidyrunum, stakk hann lyklinum í vasa sinn. Svo tók hann nokkuð af peningum og kastaði þeim á borðið fyrir framan Charlie. „Þama hefur þú mánaðarlaunin þín, í stað burt- rekstrarblaðs með skömm. Svona, snáfaðu í burtu“. „George!“ öskrar kona hans — „hvernig þorirðu! — Ertu orðinn vitlaus!" „Ég er hissa á þér“ — segir gamli Burge', sem hafði horft á með galopinn munninn og varð að klípa sig til þess að vita hvort hann væri ekki að dreyma. „Ég hlýði ekki þínum skipunum", segir Charlie og stóð upp. „Hvað meinar þú með því að loka hurðinni þarna?" „Hvað! öskrar Dixon. „Fari það nú í hel---------. Má ég ekki loka hurð, nema að spyrja búðarmanninn minn um það — biðja hann leyfis. Svona! Hirtu dót þitt og hypjaðu þig áður en ég gef þér ráðningu". Charlie öskraði og réðist að Dixon. En á næsta augabragði lá hann kylliflatur á gólfinu. Slíkt högg, sem nú lenti beint framan í hann, hafði hann aldrei áður fengið. Frú Dixon æpti og hljóp inn í eldhúsið og gamli Burge með henni, og bað hana, að verða ekki hrædd. Charlie komst á fætur og réðist nú aftur að Dixon, en hann var við öllu búinn og Charlie fékk þær viðtökur, að hann þurfti ekki meira; og þegar Bob var búinn að forða sér frá og kominn að baki þeim, var Charlie lagstur þvert yfir sjómannakúffortið hans Dixons — þar lá hann og átti erfitt með að ná and- anum. „Já, hvað vilt þú!“ segir Dixon öskrandi, þegar Bob kom inn. Hann var hræðilegur. Blóðið rann niður eftir andlitinu á honum og hárið stóð út í allar áttir; heift- aræðið var svo augljóst, hefnigirnin auðsæ, viljinn fast- ur og ásetningurinn vafalaus, að hér var ekkert um að villast. Nú var ekki tóm góðmennska og hógværð á ferð. Nei — bara líf eða dauði. Þetta var bláköld al- vara. Bob var kominn til þess að hefna fyrir ófarir bróður síns og til þess að lægja ofsann í Dixon, en þetta var ekki hinn sami Dixon eins og hann hafði verið, svo að Bob stóð bara kyrr í dyrunum, hann bara starði — starði á Dixon og sagði ekki eitt einasta orð. „Ég er að borga út — afmunstra. Hefur þú nokkuð á móti því?“ „Nei“, segir Bob og dró sig í hlé. „Þú og Charlie, þið farið undir eins“, segir Dixon og tók upp nokkuð af peningum. — „Gamli maðurinn getur fengið að vera í einn mánuð — eða svo — t« þess að hann geti litið í kringum sig. Svona! Horfðu ekki þannig á mig! Annars lem ég þig svo, að hausinn fjúki af skrokknum". Og nú fór hann að telja Bob út peningana, en í því komu þau, frú Dixon og Burge gamli, innan úr eldhúsinu. „Vert þú ekkert hrædd mín vegna góða mín“, seg- ir hann. „Þetta hérna er barnaleikur hjá því, sem ég hef vanizt í seinni tíð. Ég fylgi þessum tveim ungu, mönnum út úr mínum húsum og svo fáum við okkur tebolla — og á meðan litur gamli maðurinn eftir veit- ingastofunni". Frú Dixon reyndi til að tala, en skapið yfirbugaði hana. Hún leit á Charlie og Bob og á manninn sinn — og aftur til baka á hvern þeirra um sig —■ en loks jafnaði hún sig og náði andanum. „Þetta var rétt“, segir Dixon og kinkaði kolli til hennar. „Nú er ég skipstjórinn og eigandi að „Bláa Ijóninu", og þú ert stýrimaðurinn — fyrsti stýrimað- ur. — Þegar ég tala, þá þegir þú. Þannig eru lögin". „Já, piltar góðir — já-ó-já. Ég var sjálfur í veit- ingastofunni þrem mánuðum eftir að þetta skeði" — sagði gamli næturvörðurinn — „og ég hef aldrei séð slíka breytingu á nokkrum kvenmanni, eins og var orð- in á frú Dixon. — Af öllum þeim siðprúðu og mjúk- málgu forstöðukonum, sem ég hef séð, var hún sú bezta. Og bara það, að hlusta á hvernig hún svaraði mann- inum sínum, var unun hverjum giftum manni. Ja-há. Þarna getið þið, góðir hálsar, séð hvað uppeldið á sjón- um getur haft að þýða. Það er uppeldi". (Lauslega þýtt úr ensku). Sig. Fr. Einarsaon. £krítlur ' Karl nokkur kom í kaupstað og sá þar nýja bruna- stöð. Eftir að hafa virt húsið fyrir sér vandlega, sagði hann með miklum spekingssvip: — Ja, margan eldsvoða og mikinn þarf til þess, að svona stofnun geti borið sig! ★ í fyrri daga hafði ritstjóri einn ritað óviðurkvæmi- lega um enska þingið. Hann var dæmdur til þess að biðja fyrirgefningar í þinghúsinu með knéfalli. Hann fullnægði dóminum, og er því var, lokið og hann stóð upp, strauk hann rykið af knjánum og mælti svo allir heyrðu, er í grennd voru: „Þetta er það skítugasta hús, sem ég hefi nokkurn tíma á ævi minni komið í!“ ★ Stína: — það er ekki von að þú skiljir unga fólkið, Sveinn minn. Þú ert nú orðinn svo gamall og svo hefur þér trúlega aldrei litizt á stúlku. Sveinn gamli: — Hefur mér aldrei litizt á stúlku, segirðu! Þegar ég bað hennar Ágústu forðum, var ég svo ástfanginn, að ég tók tóbakstugguna út úr mér og skyrpti þrisvar, áður en ég kyssti hana! ★ Kennarinn: — Hve mörg epli myndir þú fá, ef þú eða systir þín ættu að skipta 6 eplum milli ykkar? Strákur: — Það færi eftir því, hvort okkar skipti þeim. ★ Auðmaðurinn: — Áður en ég samþykki, að þér gang- ið að eiga dóttur mína, vil ég vita um eignir yðar. Biðillinn: — Hundrað þúsund samtals. Auðmaðurinn: — Ekki er það nú mikið, en þó læt ég það vera; þér eruð ungur maður. Svo hef ég nú heit- ið að gefa dóttur minni hundrað þúsund um leið og hún giftist. Biðillinn: — Ég taldi þær nú með. 62 V I K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.