Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1951, Blaðsíða 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1951, Blaðsíða 29
RTINNI undir nafninu Káinn. í vísum þessum skiptist á glettni og alvara. Sjálfslýsing. Oviljandi aldrei laug, oft viö Bakkus riðinn, af flestum, sem að fælast spaug fremur illa liðinn. ★ Ort um barn, sem Káinn tók ástfóstri við: Síðan fyrst ég sá þig hér sólskin þarf ég .minna, gegnum lífið lýsir mér Ijósið augna þinna. ★ Neðan við bréf til kaupmanns, sem oft var skáldinu hjálplegur, þegar því lá á: Og ef þú hefur eitthvað vott, að ending þess ég hið að hjálpa mér um heilan pott og hafa það bæði sterkt og gott — því líf mitt liggur við. ★ Já. Já, íslenzkir viljum við vera á Vesturheims iðgrænu sléttum, og hver annars byrðar bera, við bróðurhönd hver öðrum réttum, og eins þótt það kunni að kosta lcjaftshögg og barsmíð á stundum, með þjóðemisrembing og rosta menn rífast og skammast á fundum. ★ Beðinn að yrkja. pegar fátt ég fémætt hef í fórum mínum, úr sálarfylgsnwm gull ég gref og gef það svínum. ★ Guðmundur Finnbogason landsbókavörður ferðaðist um íslendingabyggðirnar í Vesturheimi og flutti þar erindi. Aður en hann fór heim til íslands, bað Káinn hann fýrir þessa kveðju: V í K I N □ U R Biðja skal þig síðasta sinn: Svani og bláum fjöllum, hóli, bala, hálsi og kinn heilsaðu frá mér öllum. ★ öfugmælavísa. Aldrei brenni- bragða ég -vín, né bragi nenni’ að tóna, fellt hefur ennþá ást til mín engin kvenpersóna. ★ Það er þó satt. Margan svanna’ ég mætan sá, mér sem ann að vonum, yndi fann ég oftast hjá annarra manna konum. ★ Fjórði júlí er þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna og er þá oft glatt á hjalla. Þessari vísu kastaði Káinn ein- hverju sinni fram við kunningja sinn: I fyrra, fjórða júlí svo fullur varstu hér, að allir aðrir sýndust ófullir hjá þér. ★ Að loknum lestri „Dægradvalar", sjálfsævisögu Bene- dikts Gröndals. Samanber mannlýsingar hans: Öllum dónum öðrum meir úti á Fróni kváðu, bannsett flónin báðir tveir, Bjarni og Jónas hétu þeir. ★ Gamla tungan. Gaman er að gleðja fólk á gömlu tungu Braga, hún hefur verið móðurmjólk mín um lifsins daga. ★ Hughreysting. Þyngir auður ekki dreng, þótt yfir hauður svífi. Móti daíuða glaður geng frá gleðisnauðu lífi. ★ Pétur litli kemur inn og segir við mömmu sína: — Ef ég klifraði upp á fjósþakið og dytti niður, hvort væri betra, mamma, að ég rifi buxurnar mínar eða ég fótbrotnaði? Móðirin: — Það er auðvitað miklu verra að þú fót- brotnaðir. Pétur: — Jæja, það er gott! Ég reif bara buxurnar mínar en meiddi mig ekkert í fótunum. 65 L

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.