Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1951, Blaðsíða 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1951, Blaðsíða 30
„Dido“. £kip ccf i)élat M.s. „Dido64 Ekki er úr vegi að kynna hér nánar ný skip, erlend, sem hingað koma til landsins og vakið hafa athygli manna. Mun það verða reynt framvegis, eftir því .sem tök eru á. M.s. „Dido“ kom hingað síðastliðið vor, með áburðar- farm frá Noregi. Skipið er smíðað í Porsgrunn Mek. Varkslad í Porsgrunn. Það er byggt samkvæmt reglum Norsk veritas. Það hafa verið smíðuð þrjú skip af þessari gerð og eitt er í smíðum. Þau hafa eitt þilfar og eina lest með fjórum lúgum, vélin er aftur í og brúin miðskips. Áður hafa verið byggð nokkur skip af líkri stærð og gerð í Porsgrunn, en þau hafa haft gufuvélar. 011 áhöfnin, að undanskildum fjórum mönnum — 2 hásetum og 2 viðvaningum — hafa sérherbergi. Auk þess er sérherbergi ætlað eiganda skipsins eða honum til ráðstöfunar. Borðsalur er milli herbergja skipstjóra og eiganda, sem eru undir brúnni. Á afturþiljum eru íbúðir annarra yfirmanna og auk þess borðsalir og setustofur fyrir yfir- og undirmenn, einnig eldhús og matvælageymslur. Undir þilfari að aftan eru íbúðir allra undirmanna. Ferskvatnshylki og stýrisvél eru í skut. Aðalmál skipsins eru: Lengd, mesta................... 268 ft. Lengd, b. p.................... 243 ft. Breidd ......................... 37 ft. 9 þuml. Dýpt ......................... 20 ft. 2M þuml. Burðarmagn, D. W.......... 2.540 tonn. Brúttó ..................... 1.620 tonn. Stýri8vélin. 66 V I K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.