Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1951, Blaðsíða 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1951, Blaðsíða 31
Stýrishandföngin og mœlirinn. Nettó....................... 856,76 toirn. Parmrými (grain) ........... 121.700 cub. ft. Hraði í reynsluferð (ballest) . 12,6 sjómílur. Nokkur atriði eru sérlega eftirtektarverð á þessu skipi: Stýrisvélin, sem er teiknuð og smíðuð af byggjendum. Hún vinnur með rafmagns-vökvaþrýstingi, er mjög ein- föld, en sterkbyggð og tekur lítið rúm. Ekkert stýris- hjól er í brúnni, heldur tvö handföng og framan við þau mælir, sem sýnir sveigju stýrisins hverju sinni. Stýrisblaðið sjálft er einnig af sérstakri gerð, teiknað og smíðað í Porsgrunn. Aöalvélin er NOHAB sex strokka tvígengisvél og knýr hún skrúfuna gegnum DeLaval niðurfærslutengsli. Snúningshraði vélarinnar er 300 s. á mín. Aðalvélin er 1080 hemilhestöfl. Áætlaður hraði er 11 sjómílur með fullri hleðslu. Rafmagn er framleitt með tveimur 30 kw. og tveimur 60 kw. röflum. Allar dælur og aðrar hjálparvélar, einnig átta vöruvindur, tveir spilkoppar og akkerisvinda, er knúið með rafmagni. Rafmagnsloftblásarar eru í lestinni, sem rúmar 800 standarda, þegar timbur er flutt. Undir lestum er tvöfaldur botn, sem skipt er í fjögur hylki. No. 2, 3 og 4 eru notuð ýmist fyrir kjölfestu eða brennsluolíu. No. 1 er eingöngu fyrir kjölfestu, einnig forhylkið. Undir vélarúmi er brennsluolíuhylki. Eftirfarandi tafla sýnir stærð hylkja: Brennaluolía: Ferm. Tonn, olía. Hylki undir vél (no. 5) .......... 39,0 35,0 — í síðum (no. 6) ............... 36,2 32,6 Skuthylki fyrir olíu (no. 7) .... 42,0 38,0 Alls ákveðinn olíuforði 117,2 105,5 Miðhylki undir lest (no. S) .... 47,6 42,6 Samtals 164,7 148,0 Hylki undir lestum (no. 2, , 3, 4) 226,5 203,0 Samtals 391,2 351,0 Kjölfestuhylki: Ferm. Kjölf. Tonn, olía. Undir lest (no. 1) 69,5 71,5 — — — (no. 2) 97,0 100,0 87,0 — — (no. 3) í miðju 43,5 48,5 42,5 — — (no. 3) í síðum 52,5 54,0 47,0 — — (no. 4) 77,0 79,0 69,00 Forhylki 135,0 138,0 — Skuthylki (kjölfestu) .... 18,5 19,0 — Samtals 497,0 510,0 245,5 Fersk vatn 2x12 24,0 — — Farmrými: Rúmft. „grain". Rúmfl. „ballest' Vörulest 112,200 105,750 Undir bakka .... 4,300 3,800 — afturþilfari 5,200 4,700 Samtals 121,700 114,250 Úr M. S. Portúgalskir togarar í Bandaríkjunum hafa verið byggðir þrír stórir tog- arar fyrir Portúgala. Skip þessi eru meðal stærstu fiskiskipa, sem byggð hafa verið vestan hafs, eru 233 fet og 3 þuml. á lengd. Sjórými fullhlaðins skips er 2400 tons (amerísk). Þau eru byggð af Eureka Iron Works, Newburgh N. Y. og teiknuð af M. Rósenblatt & Son, skipaverkfræðingum í New York. Skipin verða aðallega gerð út á saltfiskveiðar á Ný- fundnalandsmið. Gert er ráð fyrir að þau fari tvær ferðir á ári og taki hvor nálægt fimm mánuði. Fyrirkomulag: Skipið hefur eitt óslitið þilfar, líkt og margir þýzkir togarar. (Nýsköpunartogararnir ís- lenzku eru með upphækkun fyrir framan togvinduna). Yfirbyggingin er að aftan og bakki fremst. íbúðir eru fyrir samtals 44 menn, auk geymslurúma. Undir bakka fremst, aftan við stafnhylkið, er um 24 feta langt rúm fyrir net, víra o. fl. Þar undir er geymsla fyrir matvæli. Þrjú brennsluolíuhylki eru næst fyrir aftan þessar geymslur og ná þau neðan úr botni skipsins upp undir þilfar og milli þessara hylkja og lestarinnar er tóma- rúm (cofferdam). Fiskilestarnar eru tvær og ná yfir nálægt 50% af allri lengd skipsins. Samanlagt innanmál þeirra er um það bil 50,000 rúmfet. (í nýsköpunartogurunum eru lestarnar um 14,600 rúmfet, samkvæmt teikningu). Á hvorri lest eru tvær lúgur. Þrjú brennsluolíuhylki að VIKINGUR 67

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.